Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1960, Síða 22

Skólablaðið - 01.12.1960, Síða 22
- 86 og rýnir lengi í hina latnesku kvótasjón. Að lokum leggur hann blaðið frá ser og segir : "Ég skil ekki bofs í þessu. Reyndu að tala við rektor. " Mer féll allur ketill í eld. Var vizka þessara manna óendanleg? Jafnvel latínuséní fimmtabekkjar stóð agndofa gagnvart þessum ósköpum, og vísaði málinu fra sér til æðri staða. Ég áræddi ekki að lesa meira fyrr en ég kom heim ; þá opnaði ég blaðið af handahófi, og viti menn, þarna rakst ég skyndilega á latneska klausu* sem jafn- vel ég skildi: Scientia sine arte nihil est; ars sine scientia nihil est. Jæja, hugsaði ég með sjálfum mér, þeir hafa verið svo hugulsamir að setja eitt- hvað í blaðið fyrir fáfróða latínufúxa á borð við mig. Nýr kjarkur færðist í mig og ég hóf vongóður lesturinn. Atómkenningin kom fyrst. Þar gaf að lita í forspjalli þessi orð : "Þeir , sem kunna lítt skil á atomeðlisfræði, er ráðlagt að lesa þessa grein". Nú, nú, hvað er nú þetfca, er þefcta ekki vitlaust fall, á það ekki að vera þeim, leiðinleg mistök, en sleppum því, slepp- um því. Síðan byrjuðu þeir þessa venju- legu þvælu um Demokrítos og allt það. Allmargar prentyillur prýddu greinina, og komst ég að því að sú er reyndin með blaðið allfc. Prófarkalestur hefur sennilega setið nokkuð á hakanum, enda slík veraldleg störf lítt við hæfi andlegra ofurmenna á borð við róbottinn og hans líka. Þegar ég sá hver höfundur næstu greinar var, fylltist ég þegar eldlegum ahuga. Grein eftir Jóhannes Jónasson. Loksins fengi maður að sjá hvernig á aS skrifa. Greinin reyndist allsæmilega skýr og skilmerkileg, en ekki varð ég þó var við neitt flug andans í skrifum hins fyrrver- andi rauðskeggs. Þegar ég hafði lokið næstu ^rein, sem fjallar um sýkla og þess hattar óþverra fannst mér ég endilega hafa séð þetta einhvers staðar áður, svo ég fletti upp í líffræðinni minni, og viti menn, þar finn ég eftir stutta leit dálítið stytta útgáfu af greininni. Þá kemur stórfróðleg grein, þýdd, um geislavirka ísótópa. Er greinin að- gengileg og sæmilega skiljanleg, en erfitt þótti mér að komast til botns í eftirfar- andi setningu: "Ber þar einkum að nefna notkun geislavirkra efna til geisl- unar af hvers kyns æxlun". Kannski háttvirtit útgefendur vildu gjöra svo vel að útskýra málið nánar ? Titillinn "Auga fyrir auga" minnir helzt á kúrekasögu, og skreytingin við hliðina á honum þótti mér næsta súrreal- istisk; greinin er hins vegar mjög raun- sæ. Þá er komið að hápunkti ritsins, grein eftir . sén'íið Steina R. um nafna hans séníið Ein-Steina og hans Turðulegu teoríur um tíma og rúm. Þar sem eg hef alltaf haft sérstakan áhuga á þessum hápunkti allra vísinda, réðist ég í lestur greinarinnar með miklum áhuga. Fyrst í stað gekk allt að óskum, en brátt tók að þyngjast róðurinn. Gerðist róbottinn myrkur í máli og tók að nota ókennilegar matematískar líkingar. Ágerðist þetta svo, að ég sá brátt ekki handa minna skil í þessu stærðfræðilega forardíki. Á þeirri stundu öfundaði ég af öllu hjarta þá menn, sem eru svo lánsamir, að geta notið þess andlega styrks, sem fræði þessi veita. Að lokum vildi ég þakka Þorsteini R. Halldórssyni fyrir þá mjög svo upp- byggilegu hugvekju um skáldskap, sem hann hefur birt síðast í blaðinu. Af henni má gerla sjá, hve mikil nauðsyn er til þess, að skáld séu lógísk og ná- kvæm í hugsun sinni og tjáningu allri. Þessir heiðursmenn, sem stuðluðu að út^áfu blaðsins, hafa unnið ötult og fórnfust starf í þágu menningarinnar, og kann ég þeim mínar beztu þakkir fyrir. Simplicissimus. Úr_6.-Y Magnús Finnbogason (um mann úti íbæ): Hann ruglaði saman hv og kv í fram- burði, en fór svo allt í einu stein- þegjandi að breyta því. F r a n s k a__I__5_.j-_B Nemandi þýðir : Þrátt fyrir nóttina heldur lífið áfram í París. Gunnar Norland: Ja, það má nú segja !

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.