Skólablaðið - 01.12.1960, Síða 24
- 88 -
fyrir. - ”Jeg vil blive verdensberömt, ”
svaraði ég. - "Man skal altid sætte
m&let höjt, ” svaraði hann.
- Og þú hefur náð takmarkinu?
- Ég vil ekki dæma neitt um það
sjalfur. En sjáum bara hvað sönggagn-
rýnendur víðs vegar um Evropu hafa
sagt um söng minn, eftir að ég var bú-
inn að læra. Fyrst fór ég vitanlega um
Norðurlöndin og hlaut mjög góðar undir-
tektir. Síðan ferðaðist ég um alla
Norðurálfu, hélt konserta og söng í
radíó - meðal annars í Bé, bé , sé .
f París söng ég 1925, og það var nú
bara - barasta sko - heimssúkksess,
segir Eggert og er mikið niðri fyrir. -
Það var skrifað um mig báðum megin
Atlantshafsins, mjög lofsamlega, og ég
söng "Agnus Dei ” frá 14. öld.
Það voru þrír íslendingar á konsertinum
í París, þeir Guðmundur Kamban, Eggert
Laxdal og Gunnlaugur Blöndal. Ég held,
að Gunnlaugur Blöndal sé mesti inter-
nasjónal-malari sem við höfum átt.
Hann er frábærlega snjall. Hann hefur
málað Jon Sigurðsson, forseta, og mig.
- Hann Brynleifur heitinn Tobíasson
segir í "Hver er maðurinn”, að þú. hafir
kynnt ísland manna mest á erlendum
vettvangi.
- Já, segir hann það - já. Ég hafði
þann hátt á, að kynna fsland fyrst í stað
með söngnum, síðan fékk ég aðgang að
stærstu blöðunum og skrifaði 'í þau grein-
ar um land og þjóð. Ég skrifaði mikið
í Svíþjóð og fékk mikil kompliment fyrir.
Allir mikilsvirtustu blaðamennirnir
sögðu: "Du skal skrive”. Og ég skrif-
aði eina nóvellu - hún heitir Blanda.
- Blanda ?
- Já, sko - eftir ánni þarna íyrir
norðan.
- Já, auðvitað.
- Ég leyfi mér að segja, að hún
hafi líka verið súkksess. Mestu mál-
snillingar á fslandi töldu hana stórmerka.
Síðan hef ég lagt meiri áherzlu á rit-
störf í landkynningarstarfseminni. Núna
er ég með nýja bok í undirbúningi. Það
er safn blaðaummæla og ritgerða, sem
birzt hafa eftir mig í erlendum blöðum.
- Voru ekki margir upprennandi
listmann samtíma þér í Höfn ? '
- Jú, við vorum þarna Kiljan,
Kjarval, Kamban, Einar Jonsson, Gunnar
Gunnarsson, að ógleymdum Jóhanni Sig-
MYNDIR f MYRKRI
gerfimenn með glott í augum
gapa úr tunglsins rosabaugum
þrumandi raust sem rymji naut
rennur í hugans segulskaut
annarlegar tímans tungur
teygjast inn í mitt sálarhungur
með tómahljóð í týndum sögum
nístandi kuldi voveiflegra vinda
vafurlogar dauðans næturtinda
ómar af dauðans dægurlögum
steintröll að hálfu hjúpuð grænum mosa
hálfkulnuð minning fornra ástarbrosa
S. H.
urjónssyni. Ég var á frumsýningu
Fjalla-Eyvinds í Kaupmannahöfn. George
Brandes var þar líka. Hann tók undir
hendina á Jóhanni að sýningu lokinni og
leiddi hann um leikhúsið. Leikritið
vakti mikla athygli á öllum Norðurlönd-
um og svo kvikmyndaði Sjöström það.
Við Kiljan erum æskuvinir. Hann var
hérna í heimsókn hjá mér í gærkvöldi.
Þá sat hann þarna í stólnum, sem þú
situr í núna.
- Tekur Kiljan í nefið ?
- Ég efast ekki um það. Hann er
svo mikill sjentilmaður. Alveg fram í
fingurgómana. Honum hefur aðeins ver-
ið sýndur verðskuldaður sómi. Við eig-
um engan annan slíkan fulltrúa. Hann
einn getur borið skikkjuna.
- Eggert, segðu mér eitt. Þú
stóðst alltaf í fremstu vxglínu í sjálf-
stæðisbaráttunni ?
- Já, ég sýndi því máli alltaf mik-
inn áhuga. Og vil að æskan viti það,
að á fslandi voru til menn, meira að