Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 26
- 90
INAR bóndi Mar lét ekki standa
á ööru tbl. vetrar, en það kom
ut í síðari hluta nóvember-
mánaðar og var betra hinu
fyrra, enda venja, að fyrsta
blað vetrar sé aumast.
Sé blaðinu flett, verður fyrst fyrir
ritsmíð ólafs R. , "Blekslettur".
Ragnar ræðir einkum husnæðis- og
kennslumál skólans, en einni^ listina og
okkur. Við lestur greinar sa ég þegar
í stað, að höfundur var hugsandi vera,
sem hafði brennandi áhuga á ýmsum
þjóðþrifamálum, en það var annað, sem
særði augu lesanda, hinn háfleygi stíll.
ólafur virðist forðast einfalt orðaval
eins og heitan eldinn. Þar sem ég
mundi nota sögnina að læra, talar hann
um að bergja veigar menntagyðjunnar.
M. R. nefnir hann ýmist "blessaðan
gamla kofann" eða "musteri menntagyðj-
unnar, " en nemendur eru þrælfjötraðir
við staur ítroðslunnar, og eitthvað á að
draga þungan og þrálátan dilk á eftir
sér. Það þarf máltilfinningu, þekkingu
og smekkvísi til að fara með slíkt há-
fleygt kjaftæði án þess að "halda vilja-
glaður um stvrisvöndinn", án þess að
ausa vatni á þroskakyndil mannsandans,
án þess að verða hlægilegur.
Bæti ólafur ur þessu, verður hann
allra manna fræknastur á ritvelli, því
að hugsun hans er skyr og hugmyndir
óbrjálaðar.
Ég minnist þess ekki þau ár, sem
ég hef verið hér í skóla, að Ijóð hafi
verið bezta efnið í SKÓLABLAÐINU, en
ég álít, að svo hafi verið í þessu blaði.
Sálmur Böðvars Guðmundssonar og hin
indælu ljóð ih. eru með því betra, sem
þar hefur birzt nýlega. Ég veit aðeins,
að það er stúlka, er ritar undir dul-
nefninu ih. , meira lætur Ritn. ekki uppi,
en það er gleðilegt, að slíkt afbragðs-
skáld sé meðal okkar og vonandi lætur
það heyra meira frá sér.
Böðvar yrkir sálm um Skíðhýsið af
geysilegri íþrótt, og hefur hann vaxið
mjög í áliti hjá mér. Ég er sannfærð-
ur um, að enginn okkar hinna léki þetta
eftir honum. Ef Böðvar er ekki ^sjéní,
þá veit ég ekki hver það er !
Það hefur færzt mjög I aukana á
efri árum, að ég láti mig ýmis mál og
málefni litlu eða engu skipta, leiði þau
hjá mér. Eitt þeirra er skíðaskála-
byggingin, sem hugsjónamaðurinn Guð-
laugur T. Karlsson nefnir Menntaskála.
Allur gangur þess máls hefur frá upp-
hafi verið svo fáránlegur, að mig syfj-
ar, er ég heyri á það minnzt.
Einhverjar deilur hafa nú komið upp
milli Inspectors og Skálanefndar.
Ritar Tryggvi greinargerð nefndarinnar
í því máli og ber Inspector þungum sök-
um. Hann segir, að Þorsteinn hafi
dregið til baka peninga þá, sem sam-
kvæmt samþykkt skólafundar var heim-
ilt að nota, og telur hann ekki hafa
vald til að brjóta þannig í bág við gerð-
ir fundarins. Greinarhöfundur getur
þess ekki, að títtnefndur fundur hafi
sett fjárveitingunni skilyrði, en svo mun
hafa verið. Fer illa á því, að fella
þetta niður úr röksemdafærslunni, enda
Tryggvi með flekkaðar hendur. Hitt er
annað mál, að Inspector hefði e. t. v.
átt að sýna þessum vesalingum meira
umburðarlyndi í raunum þeirra.
Látum svo útrætt leiðinlegasta mál árs-
ins.
Ritdeilur hafa ekki birzt í SKÓLA-
BLAÐINU lengi, enda þótt þær séu
ákaflega vinsælar. X þessu blaði eru
þær vaktar upp að nýju, og deila þar
Böðvar Guðmundsson og Sverrir HÓIm-
arsson, höfuðsnillingar. Báðir eru þeir
miklir stílistar, en Böðvar þó öllu
meiri, og eru greinarnar bráðskemmti-
legar. Böðvar hefur ritdeiluna og ger-
ir harða hríð að Sverri fyrir kveðjur
þær, er hann sendi meðalmennskunni í
fyrsta tbl. þ. árg. og álasar rauðhærða
atómskáldinu fyrir hroka og dramb-
semi og sitthvað fleira.
Svargrein Sverris er snjöll, þó að að-