Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1960, Side 36

Skólablaðið - 01.12.1960, Side 36
- 100 - Man8öngur fjórSu rímu. Spor er blóðugt, leggjalúinn langan veg, göngumóíSur, fótafúinn, flakka ég. Til þín hljóður hugur flýgur húms um svið, þegar rjóða sólin sígur, að svörtum við. ógn og skelfing burtu bægi bráljós djúp, þegar hvelfir yfir Ægi óttuhjúp. Breiða sæinn sigli ég yfir, sandauðn treð. Til þín næ ég, lífsvon lifir, land er séð. Fjórða ríma. ( Þorleifur leysir Listagyðjuna. ) 1) Enginn sér á úrvalsdreng angur, þótt hann fremji gang. Mengis-valdur strammar streng, stangar geir í Harmadrang. 2) Rauða-óla rann hann sér. Eammur fólahundur sá hamarstól í höndum ber, hatursgól upp rekur þá. 3) Eins og mætist ís og bál, aðgangslætin verða slík: húð upp tætist, hrekkur stál, hoddrautt vætir blóðið flík. 4) Hamri sveiflar hatrammur, hausa skekur dólgslegur, flákjaft geiflar forljótur flærðar-breka ólafur. 5) Rykur heita gufan grá, galdra-neytir fer á stjá. Grænu eitri úr garna-sá gusar teitan Þorleif á. 6) Vizku beitir vígfimur S vigra-steytir, Þorleifur, skrímslis eitri úrstekkur, í þess feita búk lemur. 7) Hausa sníður hálsum af, heggur síðubeinin grá, Þar kom tíð að dauft með draf, djöfuls gríðar flykkið lá. 8) Við þess dauða dundi gjálp, djúpsær hauður yfir svam. Vargssál snauða af von um hjálp Vítið rauða kyngja nam. 9) Leysa bundna blóma-gná brátt nú skundar hetjan kná þann við fund þeim færðist á funa-tundur yfir brá. 10) Gluggatóru gegnum skjá geislanóru líta má. Blundum stórum beði á, birt er fjórða ríman smá. Mansöngur fimmtu rímu. Blekkir margan þjóðlífs þvarg, þráa, karga, hríðin. Hlekkir sarga, blóðgast bjarg, bráa fargast prýðin. Margir nutu og gerðu grín, gildan hlut að vega, aðrir brutu beinin sín á berginu utarlega. Líkt er varið mestu um mig, myrk er karar dvölin. Ekki sparar ellin sig aldrei fara bölin. Máttu trúin, bjargtraust borg beinum hlúa feðra. Láttu snúast sára sorg sveinum nú, í héðra.. Fimmta ríma. (Stjórnvizka Þorleifs og örlæti. ) 1) Heim til ríkis, meður mær mjög svo flíka urinn, engum líkur, skjaldaskær, skundar víkingurinn. Frh. á bls. 102.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.