Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1960, Síða 38

Skólablaðið - 01.12.1960, Síða 38
- 102 Þorleifs ríma Haukss., frh. af bls. 100. 2) Þegar heim a5 garði gekk glöddust lúðir fætur. Silki-reimar-sólin fékk silfurpuSa nætur. 3) Fæðu morSi í magan trauð maðurinn orðinn svangur, krásaborðin hraustur hrauð, hrikti storðarvangur. 4) List og yndi öllum gaf ástsæll skyndir-gæða. Vitur, fyndinn, fullur af fróðleik sindur-hæða. 5) Bezta hnoss hann brögnum gaf blessa hann þyrstir munnar. Bauð hann oss að bergja af brunni Listgyðjunnar. 6) Dag og nótt hann drengjum gaf drykk er prýða kunni. Þegar sóttu svölun af svannans gríðar brunni. 7) Þeirra sambúð sífellt var sætur gamanleikur. Aldrei gramdist gylfinn þar né gerðist framar veikur. 8) Löndum stvra lundur vann Ijóst af hýru geði. Lömb í mýrar léku rann, lágu kýr á beði. 9) Aldrei Ijómar annar meir eymdar -dróma-brjótur. Greindur, frómur, grundar-reir, góður sóma-njótur. 10) Þess, er hrærðist mitt við mál og mögnuð lærðist saga, góðar værðir gefist sál. Góða færð og daga. S K A M M I R ! FYRIR skömmu var haldin skólas ýn- íng fyrir Menntaskolanema a leikritinu " Tíminn og við" eftir J. B. Priestley. Það er góð þjónusta, sem leikhúsin hér í bæ veita, með því að lækka verð aðgöngumiða á skólasýningum, og gera þannig fleiri nemendum en ella kleift að koma á sýning- ar, og ætti að meta það, sem vert er. Leikritið er mjög alvarlegt og vekur tár, og menn fara að hugsa um lífið og tilgang þess. En það var ekki að sjá, að Mennta- skólanemar hafi hrifist af því, sem var að gerast a sviðinu, því að allan sýningartím- ann var hvíslast á, skrjáfað í pappír, og "gotterí" etið af þvílíkri slefandi græðgi, að ókunnugur hefði mátt halda, að leikhús- gestir hefðu ekki smakkað matarbita í heila viku. Skvaldrið var svo hávært, að þeir er aftast sátu, urðu að hafa sig alla við til að heyra, hvað framvfór á sviðinu. Þó keyrði um þverbak, þegar Guðrún Stephensen í lokaþættinum flutti eldheita predikun um socialismann, þá heyrðist "úað" og klappað. Fólk ætti að geta stillt sig um að láta pólitískar skoðanir í ljós á slíku augnabliki. Ekki er víst, að þarna hafi verið að verki nemendur skólans, en þeim er að minnsta kosti kennt um það. Haft er eftir einum aðalleikaranna, að leikendur hafi verið svo reiðir, vegna hávaðans, að þeir hafi verið að hugsa um að bjóða öllum leikhúsgestum, nema Menntaskólanemendum á aukasýningu. Þó að þarna hafi fleiri verið sekir en Menntaskólanemar, má fullyrða, að þeir hafi valdið hávaðanum að mestu, og sett smánarblett á skólann. Nemendur Menntaskólans verða að skilja það, að þegar þeir eru einhvers staðar samankomnir, þá er skólinn allur dæmdur eftir gerðum nokkurra einstakl-r inga. D.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.