Morgunblaðið - 14.12.2009, Síða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009
Jólahappdrætti
Krabbameinsfélagsins
Dregið 24. desember 2009
163 skattfrjálsir vinningar
að verðmæti
22.690.000 kr.
Það er ýmsum brögðum beitt tilað koma Icesave-skuldaklaf-
anum á íslensku þjóðina. Erlend
ríki og ríkjasambönd hóta öllu illu,
en í því er svo sem ekkert sem kem-
ur á óvart. Óvenjulegra er þegar ís-
lensk stjórnvöld leggjast á árar
með hinum erlendu því að þá er fátt
til varnar.
Þó eru enn til ýmsir sem reyna aðhalda uppi vörnum. Dæmi um
það er undirskriftasöfnun sem
Indefence-hópurinn hefur staðið
fyrir á vefnum og hátt á fjórða tug
þúsunda hafa skrifað undir.
Þá gerist það að gerð er tilraun tilað spilla fyrir söfnuninni með
því að setja inn á listann rangar
skráningar. Aðstandendur söfn-
unarinnar hafa af þessum sökum
þurft að eyða út töluverðu af slík-
um skráningum og fram hefur
komið að skemmdarverkin eru frá
stjórnarráðinu, RÚV og Frétta-
blaðinu.
Þeim sem fylgjast með því semfrá þessum aðilum kemur og
hafa því séð hve vel þeir dansa í
takt, kemur ef til vill ekki á óvart ef
þeir standa að slíkri aðgerð.
Þær fátæklegu skýringar semfram hafa komið á þessu hátt-
erni starfsmanna þessara aðila hafa
verið alls ófullnægjandi.
Óvíst er hvort þessir aðilar hafabeinlínis tekið ákvörðun um að
reyna að eyðileggja tilraun Inde-
fence til að fá fram vilja lands-
manna. Hitt er augljóst, að rík-
isstjórnin, RÚV og Fréttablaðið
skulda landsmönnum skýringar á
skemmdarverkunum.
Skemmdarverk stjórnarráðsins,
RÚV og Fréttablaðsins?
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 9 alskýjað Lúxemborg -1 snjókoma Algarve 17 heiðskírt
Bolungarvík 4 léttskýjað Brussel 2 léttskýjað Madríd 7 heiðskírt
Akureyri 6 skýjað Dublin 6 skýjað Barcelona 8 skýjað
Egilsstaðir 5 skýjað Glasgow -2 þoka Mallorca 9 skúrir
Kirkjubæjarkl. 8 rigning London 6 skúrir Róm 9 skýjað
Nuuk 7 heiðskírt París 2 skýjað Aþena 11 léttskýjað
Þórshöfn 8 léttskýjað Amsterdam 2 léttskýjað Winnipeg -26 léttskýjað
Ósló -3 heiðskírt Hamborg 0 léttskýjað Montreal -2 alskýjað
Kaupmannahöfn 2 skýjað Berlín -2 skýjað New York 5 alskýjað
Stokkhólmur 2 skýjað Vín -2 alskýjað Chicago 2 alskýjað
Helsinki -1 snjókoma Moskva -5 þoka Orlando 26 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
14. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4.50 3,7 11.06 0,9 17.06 3,4 23.15 0,8 11:15 15:31
ÍSAFJÖRÐUR 0.32 0,5 6.53 2,0 13.13 0,5 19.00 1,8 12:01 14:55
SIGLUFJÖRÐUR 2.36 0,3 8.46 1,1 15.00 0,1 21.36 1,0 11:45 14:37
DJÚPIVOGUR 1.56 2,0 8.15 0,5 14.07 1,6 20.09 0,4 10:54 14:51
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á þriðjudag og miðvikudag
Fremur hæg vestlæg eða
breytileg átt, skýjað með köfl-
um. Hiti víða 3 til 8 stig, en í
kringum frostmark í inn-
sveitum.
Á fimmtudag
Vestlæg átt, skýjað en úrkomu-
lítið V-til á landinu, en létt-
skýjað eystra. Hiti breytist lítið.
Á föstudag og laugardag
Snýst í norðanátt með éljum
NA-lands, en bjartviðri S- og V-
lands. Kólnandi veður.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Suðaustan 3-8 m/s við suð-
vesturströndina, annars hæg
suðlæg eða breytileg átt. Þurrt
að mestu sunnanlands. Víða
bjartviðri fyrir norðan og aust-
an. Hiti 2 til 10 stig.
IÐNAÐARRÁÐHERRA hefur lagt
fram frumvarp á Alþingi um að hann
fái heimild til að semja við Teha In-
vestments S.a.r.l., Novator, Verne
Holdings ehf. og Verne Real Estate
ehf. um byggingu og rekstur gagna-
vers í Reykjanesbæ. Miðað sé við að
samningurinn gildi til tuttugu ára.
Verne er að byggja upp gagna-
verssvæði við Ásbrú í Reykjanesbæ
en fyrirtækið keypti tvær stórar
vörugeymslur af Þróunarfélagi
Keflavíkurflugvallar. Gert er ráð
fyrir allt að fjórum aðaltölvuverum
og byggingu fyrir tæknirými. Nota á
80 til 140 MW raforku frá landsnet-
inu til að knýja og kæla tölvubúnað.
Gert er ráð fyrir að kostnaður við
að ljúka við smíði allrar miðstöðv-
arinnar, samkvæmt núverandi áætl-
un, verði rúmar 470 milljónir evra,
jafnvirði 87 milljarða króna. Þegar
henni er lokið munu um það bil 100
manns vinna í gagnaverinu.
Á áætluðum sjö ára bygging-
artíma er gert ráð fyrir að 80–120
manns muni starfa þar í bygging-
arvinnu að meðaltali, til viðbótar við
starfslið gagnaversins. Verne
hyggst ljúka fyrsta áfanga verkefn-
isins á næsta ári. Auk þeirra grunn-
kerfa, sem komið verður upp til að
þjóna viðskiptavinum Verne mun fé-
lagið reisa nýja spennistöð fyrir
hönd Landsnets sem verður hluti af
grunngerð gagnaverssvæðisins.
sbs@mbl.is
Ráðherra vill lög um gagnaverið í Ásbrú
Fyrsti áfangi í gagnið á næsta ári
Heildarkostnaður 87 milljarðar króna
Morgunblaðið/Ómar
Ásbrú Herstöðin öðlast nýjan svip.
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur
selt sendiherrabústaðinn í New
York fyrir 4,45 milljónir dollara,
jafnvirði 550 milljóna króna. Í stað-
inn á að leigja sendiherrabústað í
borginni og er gert ráð fyrir að
kostnaður vegna þess verði 27
milljónir króna á næsta ári.
Fram kemur í greinargerð meiri-
hluta fjárlaganefndar með breyt-
ingartillögum við fjárlagafrumvarp
næsta árs að ráðuneytið telji réttast
að leigja sendiherrabústað í New
York frá næstu áramótum. Ráðu-
neytið geri engu að síður ráð fyrir
því að fest verði kaup á sendi-
herrabústað í New York síðar.
Fjárlaganefnd leggur einnig til
að rekstrarframlag sendiráða
lækki um 50 milljónir króna frá
fjárlagafrumvarpinu. Þar hafi ver-
ið búið að gera ráð fyrir tiltekinni
hagræðingu í rekstri, sem ætlað
var að skila 3% lækkun á rekstrar-
kostnaði. Frekari ráðstafanir til að
hagræða í verkefnum utanríkis-
þjónustunnar hafi verið til
athugunar og sé nú áformað að
draga enn frekar úr rekstrarkostn-
aði sendiráða.
Sendiherrabústaðurinn
í New York seldur