Morgunblaðið - 14.12.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.12.2009, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is SAMKVÆMT upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga má áætla að leikskólum landsins verði gert að hagræða um einn til einn og hálfan milljarð króna á næsta ári. Horft er til allra þátta í hagræðing- unni og hverjum steini velt við. Kostnaður sveitarfélaganna vegna leikskóla lands- ins var tæplega 22,5 milljarðar króna 2008. Á árunum 2004-2008 jukust útgjöld sveitarfélaganna um rúma 6 milljarða eða um 46% en rekstrarkostnaðurinn (þ.e. brúttóútgjöld) um rúma 4 milljarða eða um 23%, miðað við verðlag ársins 2008. Á sama tíma drógust greiðslur forráðamanna barnanna saman um 25% eða um ríflega milljarð vegna aukinna niðurgreiðslna sveitarfélaga. Þar af um 700 milljónir króna eða um 43% í Reykjavík, en síðan haustið 2006 hafa forráðamenn barna í borginni einungis greitt fyrir eitt barn þó fleiri hafi fengið vistun. Þjónustutekjur og aðrar tekjur námu rúmum 3,2 millj- örðum króna 2008. Þjónustutekjurnar námu um 15% af rekstrarkostnaði leik- skóla 2008 en um 28% 2004. Rekstr- arútgjöld allra sveitarfélaga vegna leik- skóla námu um 14% af skatttekjum 2008. Tæplega 20 þúsund börn Sveitarfélög bera ábyrgð á leik- skólum. 63 þeirra eða 81% starf- rækja leikskóla. 275 leikskólar voru á landinu 2008 og hafði þeim fjölgað um 26 frá 1998. Samkvæmt Skólaskýrslu 2009, sem Samband íslenskra sveitarfélaga gefur út, fjölgaði leikskólabörnum um 3.181 barn eða um 21% frá 1998 til 2008, fóru úr 15.105 í 18.286. Heilsdagsígildum fjölgaði um 5.983 eða 51%. Dval- artími í 4 klst. jafngildir hálfu heilsdagsígildi en 7 klst. viðvera eða lengri viðvera reiknast sem eitt heilsdagsígildi. gilda þýðir þörf fyrir fleiri starfsmenn, því hver starfs- maður sinnir færri börnum eftir því sem þau eru yngri. 69% barna á aldrinum 1-5 ára sóttu leikskóla 1998 en 82% árið 2008. 25% leikskólabarna dvöldu í sjö - átta tíma á dag á leikskóla 1998 en rúm 50% 2008. 18% barna dvöldu í 9 tíma eða lengur 1998 en 38% 2008. Með öðrum orðum hefur viðveran lengst töluvert á undanförnum árum, en í fámennari sveitarfélögum er viðveran styttri en í þeim fjölmennari. 8 Stöðugildi í leikskóla tvöfölduðust á árunum 1994- 2008, fóru úr 2.373 í 4.761, en hafa ber í huga fjölgun leikskóla um 26 frá 1998 og fjölgun leikskólabarna og heilsdagsígilda. Stöðugildum fjölgaði um 826 eða 21% frá 2005-2008. Stöðugildum leik- skólakennara fjölgaði um 730 eða 95% á tímabilinu 1994- 2008. Hlutfall ófaglærðra starfsmanna í leik- skólum var 55% 2008, en hlutfall starfsmanna með leikskólakenn- aramenntun var 34%. 4% þeirra sem störfuðu við uppeldis- og mennt- unarstörf 2007 voru karl- menn. Um 62% starfsmanna voru 20-39 ára 1998 en rúm- lega 52% 2008. Í skólaskýrslu sambandsins má enn- fremur sjá yfirlit yfir rekstrarkostnað á hvert heilsdagsígildi. Upplýsingar eru um meðalrekstrarkostnað á hvert heilsdagsígildi eftir landshlutum en einnig lægsta og hæsta rekstrarkostnað innan hvers landshluta. Meðal rekstrarkostnaður á hvert heilsdagsígildi er 1.312 þúsund krónur. Kostnaður- inn er lægstur í Reykjavík, 1.201 þúsund, en hæstur á Austurlandi, 2.686 þúsund, en þar er meðalrekstr- arkostnaðurinn 1.510 þúsund krónur. 38 sveit- arfélög verja milli 1.300 og 1.700 þúsund kr. á hvert heilsdagsígildi. Breytingar Svandís Ingi- mundardóttir, skólamála- fulltrúi hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfé- laga, segir ljóst að sveitarfélög hafi þegar gripið til margra hagræð- ingaraðgerða og fyrir liggi að víða þurfi að draga úr þjónustu enda hafi þjón- ustustigið hækkað umtalsvert í mörgum sveitarfélögum á undanförnum árum. Til dæmis megi ætla að aldurstakmörk við inntöku á leikskóla verði hækkuð. Opn- unartími hafi verið styttur í sumum sveit- arfélögum. Í stað þess að opna klukkan sjö eða hálf átta á morgana sé sums staðar opnað 15-30 mínútum síðar og þar sem opið hafi ver- ið til fimm eða hálf sex verði hugsanlega að sækja börnin 30 til 45 mínútum fyrr. Sum- arlokun verði jafnvel lengd og svo megi áfram telja en öll skerðingin geti einnig haft áhrif á laun fólks. 4.761 stöðugildi voru í leik- skólum landsins 2008, en þau voru 2.373 1998 LEIKSKÓLASVIÐI Reykjavíkurborgar er gert að hagræða um 397 milljónir króna á líðandi ári til næsta árs, samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar 2010. Velta leikskólasviðs á þessu ári er um 10 milljarðar króna eða um 44,5% af veltu allra leikskóla landsins. Borgin starfrækir 78 leikskóla og styrkir 18 sjálfstætt starfandi leikskóla. Í október sl. voru 6.648 börn í leik- skólum í Reykjavík og áætlað er að þau verði 6.728 á næsta ári. Helstu hagræðingaraðgerðir á sviðinu felast í samrekstri, eftirliti með innkaupum og fyrirmyndarrekstri. Fyrirkomulag innritunar nýrra leik- skólabarna verður tengt sumarfríi starfsmanna, niðurgreiðslur til sjálf- stætt starfandi leikskóla lækka, þjónustutrygging verður lækkuð í áföng- um, hagrætt verður í yfirstjórn og að öllum jafnaði ekki ráðið í stöður sem losna. Taka á til í ræstingu leikskóla borgarinnar og er gert ráð fyrir að við það sparist um 80 milljónir króna, en stefnt er að því að sparnaðurinn komi ekki niður á þjónustu við börnin. Barngildi reiknast út frá aldri barns á leikskóla. Eins árs barn reiknast sem tvö barngildi og fimm ára gamalt barn sem eitt barngildi. Barngildi voru 14.179 1998 en 22.135 2008 sem er 56% fjölgun. Aukin þjónusta Börnum hefur fjölgað og þjónustan hefur líka verið í boði fyrir yngri börn en áður. Fjölgun barn- Hverjum steini velt við  Kostnaður sveitarfélaganna vegna leikskóla landsins var tæplega 22,5 milljarðar króna árið 2008  Um 70% sveitarfélaga hafa tekið þá ákvörðun að draga úr búnaðar-, vöru- og þjónustukaupum leikskóla Hagræðing er tískuorðið um þessar mundir. Alls staðar á að hagræða, líka í skólakerfinu. Áætlað er að leikskólum landsins verði gert að hagræða um einn til einn og hálfan milljarð króna á næsta ári. Grunnskólarnir þurfa að draga saman seglin og spara þrjá til þrjá og hálfan milljarð. Gert er ráð fyrir að ríkisframlag til framhaldsskóla lækki um 848,3 milljónir og fjárveiting til háskóla og rannsókna lækki um 1.343 milljónir. Í dag og næstu daga skoðar Morgunblaðið fyrirhugaðar breytingar og hugsanleg áhrif þeirra. Helstu hagræðingaraðgerðir sveitarfélaga Dregið úr búnaðarkaupum 74,0% 16,0% 10,0% 0,0% Dregið úr yfirvinnu 69,8% 18,9% 7,5% 3,8% Dregið úr vöru- og þjónustukaupum 66,7% 19,6% 13,7% 0,0% Hagrætt í fyrirkomulagi starfsm.funda 64,7% 19,6% 13,7% 2,0% Dregið úr kostn. við endur- og símennt. 47,1% 23,5% 29,4% 0,0% Hagræðing í mötun./fæðiskostnaður 44,2% 28,8% 25,0% 1,9% Dregið úr framkvæmdum 44,0% 20,0% 20,0% 16,0% Dregið úr aksturskostnaði 43,1% 17,6% 23,5% 15,7% Dregið úr afl. vegna veik./fjarveru stm. 42,0% 22,0% 32,0% 4,0% Daglegur opnunartími styttur 30,0% 18,0% 50,0% 2,0% Dregið úr viðhaldi 29,2% 22,9% 41,7% 6,3% Leikskólagjöld hækkuð 28,6% 36,7% 30,6% 4,1% Sumarlokun lengd 26,0% 22,0% 48,0% 4,0% Undirbúningstími færður að lágmarki 24,0% 22,0% 32,0% 22,0% Starfsmönnum fækkað 24,0% 16,0% 52,0% 8,0% Stjórnunarhlutfall lækkað 18,9% 32,1% 49,1% 0,0% Hagrætt í skipulagi sérkennslu 16,3% 26,5% 49,0% 8,2% Börnum fjölgað á hvern starfsmann 12,2% 22,4% 55,1% 10,2% Leikskólarýmum fækkað 6,1% 6,1% 77,6% 10,2% Launalausum frídögum fjölgað 6,1% 22,4% 61,2% 10,2% Aldursviðmið við inntöku hækkuð 0,0% 22,4% 69,4% 8,2% Dregið úr sérfræðiþjónustu 0,0% 20,0% 70,0% 10,0% Áhersla á aukið starf sjálfboðaliða 0,0% 18,0% 58,0% 24,0% Ákveðið Til umræðu Ekki til umræðu Á ekki við í leikskólum Hagræða um 397 milljónir í Reykjavík Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Eftirlit Leikskólabörn skemmta sér á slökkvistöðinni á Akureyri. 18.286 börn voru í leikskóla 2008 og hafði fjölgað um 21% frá 1998. 1.312 þúsund krónur er meðalrekstr- arkostnaður á hvert heils- dagsígildi Skólakerfi á krossgötum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.