Morgunblaðið - 14.12.2009, Page 18

Morgunblaðið - 14.12.2009, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009 Heims-athyglihefur vakið það háttalag Breta að telja sig hafa forræði á öllu því sem skrifað er á enska tungu. Þarlendir dómstólar dæma menn í háar fjársektir fyrir ummæli sem þeir láta falla utan Bretlands, svo aðeins hinir fjársterkustu bera sitt barr eftir það. Enska er vissulega að verða það sem suma dreymdi um að esperanto yrði, eins konar al- heimstungumál. Forræð- ishugsun Bretanna á ensk- unni hafa ýmsir notað sér og farið fram með málaferli í þeirra dómsölum og krafist skaðabóta vegna meiðyrða, sem þeir telja sig hafa orðið fyrir og hafi verið viðhöfð eða þýdd á enska tungu. Meið- yrðalöggjöfin lýtur allt öðrum lögmálum í Bretlandi en víð- ast annars staðar og hinni al- mennu sönnunarbyrði er nán- ast snúið við, auk þess sem málfrelsissjónarmið eru létt- vægari á þeirra vogarskálum en víðast annars staðar. Um þessi mál er nýverið rætt í hinu þekkta vinstra- blaði New York Times og til- greind ýmis dæmi um mis- notkun á þessari sérstöku stöðu. Sérstaklega er þar til- færður sem óvenjusvæsið dæmi málatilbúnaður at- hafnamannsins Jóns Ólafs- sonar gegn Hann- esi H. Gissurar- syni, prófessor við Háskóla Íslands. Þótt Jón hafi ekki enn haft erindi sem erfiði, einkum að því er virðist vegna mis- taka í stefnubirtingu, er málið þegar búið að kosta prófess- orinn háar upphæðir í máls- kostnað og valda honum mikl- um skaða. Það hlýtur að vekja mikla athygli að Háskóli Íslands skuli ekki hafa látið þessa at- lögu gegn einum starfsmanna sinna sig nokkru varða. At- lagan er ekki einvörðungu gagnvart þessum einstaklingi heldur einnig gagnvart mál- frelsinu. Það blasir við að at- hafnamaðurinn ætlaði að nota fjárhagslega yfirburði sína til að knésetja þennan launa- mann Háskólans. Annar slík- ur fór nýlega í sömu erindum á fund háskólarektors og lét vel af þeim fundi. Hvernig halda menn að rétttrúnaðarsamfélagið í Há- skóla Íslands eða skoðana- bræður þess á ríkisútvarpinu hefðu látið ef einn af þeim hefði þurft að sæta svo svæsnum árásum? Svarið við þessari spurningu liggur svo í augum uppi að rétt svör munu verða í þúsundum og því óþarft að heita þeim sem get- ur sér rétt til neinum verð- launum að þessu sinni. Ríki heims eru að snúast til varnar gegn atlögu Breta að málfrelsinu} Svæsin árás á málfrelsið Ríkisstjórninhefur haft góðan tíma til að taka á þeim erfiðu málum sem við er að fást en hefur því miður setið að- gerðalaus. Þetta sést einna best á fjárlagafrumvarpinu. Nú, þegar örfáir þingdagar eru eftir til áramóta, hefur fjár- lagafrumvarp næsta árs loks verið afgreitt úr nefnd. Þá blasir því miður við hve und- irbúningi er ábótavant og hve lítið verk hefur verið unnið. Einnig sést glöggt að þær áætlanir sem unnið er út frá eru allar æði draumóra- kenndar. Tekjuhlið frumvarpsins hef- ur að vísu verið lagfærð lít- illega í meðförum fjár- laganefndar eftir 1. umræðu og nú er gert ráð fyrir heldur minni tekjum en samkvæmt því frumvarpi sem fjár- málaráðherra lagði fyrir þingið í lok september. Engu að síður vantar mikið upp á að eðli- legt tillit sé tekið til þess samdráttar sem óhjákvæmilega verður. Í minnihlutaálitum sést skiln- ingur á þessu atriði, en hann skortir því miður í meiri- hlutaálitið. Eigi fjárlög næsta árs að ganga upp verða þau að taka verulegum breytingum á milli 2. og 3. umræðu. Það verður ekki létt verk vegna þess skamma tíma sem þingið hef- ur. Þingið þarf í senn að draga verulega úr útgjöldum og jafn- framt lagfæra stórgölluð áform ríkisstjórnarinnar á tekjuhlið fjárlaganna. Þetta er verkefni sem þingmenn geta ekki vikið sér undan þó að það kalli bæði á erfiðar og óvinsælar ákvarð- anir og langar fundasetur. Vinna við fjárlög næsta árs er skammt á veg komin. } Fjárlagafrumvarp í uppnámi Þ egar til stóð að skáldið Stephan G. Stephansson færi í heimsókn til Akureyrar í Íslandsheimsókn sinni fullveldisárið 1918, þá fóru mektarmenn til fundar við Matt- hías Jochumsson, skáldið á Sigurhæðum, og báðu hann um að yrkja kvæði til Stephans. Sagan segir að Matthías hafi svarað: „Ég er ekkert að yrkja um hann. Hann getur ort um sig sjálfur, karlhrúturinn.“ Ég fékk Andvökur Stephans G. í útskrift- argjöf 25. maí árið 1991 frá Lárusi afa mínum og hann skrifaði í bókina sígild orð skáldsins úr Vesturheimi: Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað, – vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Ég lagðist í lestur af fróðleiksþorsta æskunnar, en kveðskapurinn náði þó ekki tökum á mér fyrr en löngu síðar. Ef til vill af því að mig vantaði þann lykil að kveð- skapnum, sem Baldur Hafstað hefur smíðað, en hann sendi nýverið frá sér kjörgripinn Hlývindi, ljóð og laust mál eftir Stephan G. Stephansson. Heiti bókarinnar vek- ur strax athygli, sjaldgæft orð sem er dæmigert fyrir Stephan G., enda segir Baldur um orðgnótt hans: „Senni- lega hefur ekkert skáld á síðari öldum verið stórvirkara í myndun nýrra orða en Stephan G. Stephansson.“ Kristján Karlsson skáld sagði mér í gær að Illuga- drápa væri afar glæsilegt og mikilfenglegt kvæði og að í því væru orð og hendingar, sem væru ljóð í sjálfu sér, eins og oft ætti við um kveðskap Stephans G. „Stórveðrahrollur er heilt kvæði fyrir mér,“ sagði hann og tíndi fleira til úr kvæðinu, til dæmis: „… frá sæbotni skáhöllum – sól- heimur ljómandi, varðaður bláfjöllum.“ Baldur vekur máls á því að Stephan hafi gjarnan verið sakaður um tilfinningadoða, en sjálfur hafi hann verið á öðru máli: „Ég met ekki tilfinningar eftir því hve hátt er haft, heldur hvernig hjartað titrar.“ Og auðvitað er Stephan G. skáld andstæðnanna, eins og öll skáld sem rísa upp úr meðalmennskunni. Kristján segir um hann: „Leonardo Da Vinci sagði að málverk væru ljóð til að horfa á. Fyrir mér er Stephan eins og mynd- höggvari í skáldskap sínum. Ég sé kvæðin fyrir mér sem höggmyndir frekar en mál- verk. En Stephan var þó geysilega hagmæltur og gat ort mjög ljóðræn kvæði, eins og Rammaslag, sem er mikil hagmælskuíþrótt, og andlátskvæðið eftir Gest son sinn.“ En víkjum aftur að Matthíasi. Ekki vita allir, að Matt- hías orti um „karlhrútinn“ áður en hann fór af landi brott, en flytja átti kvæðið í samsæti sem honum var haldið í Skagafirði. Niðurlag kvæðisins er svohljóðandi: Far svo heill með frægð og þökk fyrir komu þína; ættarbygð þín innir klökk elsku og virðing sína! pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Hvernig hjartað titrar! Líkt og reykurinn leitar útsvarið upp FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is S kömmu fyrir síðustu jól var heimild sveitarfélaga til að leggja á útsvar hækkuð úr 13,03% í 13,28%. Langflest þeirra nýttu sér lagabreytinguna til að hækka útsvarið eins og við var að bú- ast, í ljósi þeirra upplýsinga sem lágu fyrir um fjármál sveitarfélaga. Önnur héldu aftur af sér, en nú er ljóst að mörg þeirra hafa sprungið á limminu. Meðal þeirra sveitarfélaga sem ekki hækkuðu útsvar í fyrra en ætla að gera það nú er Mosfellsbær sem hækkar upp úr 13,03% í 13,19%. Grindavík, Vogar og Ölfus þar sem hlutfallið var 13,03% setja öll útsvarið í botn. Upptalningin er ekki tæm- andi. Meðal þeirra sem enn halda aftur af sér er Reykjavík en þar verður út- svar áfram 13,03%. Seltjarnarnes og í Garðabær skera sig áfram úr á höf- uðborgarsvæðinu en þar er hlutfallið annars vegar 12,10% og hins vegar 12,46%. Nokkur sveitarfélög á lands- byggðinni hafa einnig haft hlutfallið lægra en hið lögbundna hámark. Í tveimur sveitarfélögum, Ásahreppi og Skorradalshreppi, er útsvarið 11,24% sem er lágmarksútsvar. Vilja samræmdar aðgerðir Það fer ekki á milli mála að staða margra sveitarfélaga í landinu er slæm en hún er um leið afar misjöfn. Og þessi misjafna staða á sinn þátt í því að sveitarstjórnarmenn vilja að sveitarfélög samræmi að einhverju leyti aðgerðir sínar þegar kemur að erfiðum niðurskurði. Verði ekki grip- ið til samræmdra tímabundinna að- gerða verður sjálfsagt erfiðara fyrir sveitarstjórnarmenn að færa íbúum fregnir af erfiðum aðgerðum, s.s. að loka þurfi litlum skólum eða draga úr þjónustu, eigi slíkar aðgerðir sér ekki stað í næstu sveit. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að of snemmt sé að segja til um heildarstöðu sveitarfélaga þar sem ekki hafi öll birt fjárhagsáætlun. Þó sé ljóst að tekjur hafi ekki dregist eins mikið saman og óttast var. Á hinn bóginn hafi spá fjármálaráðu- neytisins um styrkingu gengisins ekki gengið eftir. 900–1.400 milljónir Mjög misjafnt er hvort önnur gjöld hækka. Nokkuð er um að sorphirðu- gjöld hækki, að sögn Halldórs. Hann bendir á að sorphirðugjöldin eigi að endurspegla raunkostnað sem hafi hækkað gríðarlega án þess að gjöldin hafi fylgt eftir. „Við höfum verið að nota aðra fjármuni sveitarfélaga til að greiða niður þessa þjónustu. Það er ótrúlega stutt síðan opnir ösku- haugar voru við hvert sveitarfélag, krakkar að leika sér að kveikja í og elta rottur. Þetta er ekki svona leng- ur,“ segir hann. Viðræður hafa verið milli sveitarfé- laga og menntamálaráðherra um að vikuleg kennsluskylda verði minnk- uð, einkum í eldri bekkjum. Halldór segir að fækkun kennslustunda gæti sparað sveitarfélögum í landinu á bilinu 900-1.400 milljónir. „Sveit- arfélögin kalla eftir þessu. Þau verða að fá eitthvað,“ segir Halldór. Rusl Meðal þeirra sveitarfélaga sem hækka sorphirðugjöld er Árborg. Þar hækkar gjaldið úr 14.500 krónum í 28.000 krónur fyrir 240 lítra tunnu. Frestur sveitarfélaga til að skila upplýsingum til fjármálaráðu- neytisins um hvert útsvarshlut- fallið verður á næsta ári rennur út á morgun. Mörg sveitarfélög ætla að hækka útsvarið. Um síðustu áramót voru skuldir sveitarfélaga 194 milljarðar og voru þá ótaldar lífeyrisskuldbind- ingar og skuldbindingar utan efna- hags. Ljóst er að einstaka sveit- arfélög hafa skuldsett sig of mikið, nánast til óbóta. Á vettvangi sveitarfélaga og samgönguráðuneytisins hefur und- anfarið verið rætt um stífari regl- ur, jafnvel að lántökum sveitarfé- laga yrðu settar skorður með lögum. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, bendir á að hann og Árni M. Mat- hiesen þáverandi fjármálaráðherra hafi, löngu fyrir hrun, ritað undir viljayfirlýsingu um að sveitarfélög setji sér fjármálareglur. Því miður hafi ekki tekist að klára þá vinnu. „Ég tel að fjármálareglur þurfi að setja og fjármálakafla sveitastjórn- arlaganna þurfi að endurskoða frá A til Ö.“ Í fjármálareglum væri t.d. áskilið að sveitarfélög yrðu að vinna með ríkinu í hagstjórn og halda aftur af sér á þenslutímum. Einnig væri hugsanlegt að settar yrðu skorður við því hversu mikið sveitarfélög mættu skuldbinda sig, með tilliti til tekna. ÞÖRF Á REGLUM Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.