Morgunblaðið - 14.12.2009, Page 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009
ENN eina ferðina
ætla hvalfrið-
unarsinnar að beina
spjótum sínum að Ís-
landi vegna veiða á
fáeinum hvölum.
Þetta fólk sem stend-
ur með mótmæla-
spjöld fyrir utan ís-
lensk sendiráð og
hvetur til þess að Ís-
lendingar verði beittir
viðskiptaþvingunum
hefur fæst hugmynd um hverju
það er að mótmæla. Það er matað
á upplýsingum frá stofnunum eins
og IFAW (Alþjóðadýravernd-
unarsamtökin), Greenpeace o.fl.
sem eru á mála hjá fólki sem hef-
ur tekið ástfóstri við hvali og telur
að þeir eigi að vera undanþegnir
veiðum frekar en önnur dýr. Þetta
fólk gleymir því einnig að allt sem
lifir á jörðinni lifir á því að drepa
annað líf og éta það sér til við-
urværis. Ef taka á eina tegund úr
þessari hringrás raskast jafn-
vægið. Þeir fara með ósannindi
þegar þeir segja að hvalveiðar
okkar séu ólöglegar og að við
veiðum tegundir sem eru í útrým-
ingarhættu.
Íslendingar hafa aldrei stundað
hvalveiðar að því marki að tilveru
einhverrar tegundar hafi verið
stefnt í hættu, og
hvalveiðar okkar eru
fyllilega löglegar. Við
stundum ekki veiðar
á tegundum sem eru
í útrýmingarhættu.
Þeir fara einnig villir
vega þegar því er
haldið fram að hvalir
lifi eingöngu á
kröbbum og fiski
sem maðurinn nýti
ekki. Sannleikurinn
er sá að þeir lifa á
sömu fæðu og flestir
fiskar auk þess sem
þeir lifa á öllum tegundum fisks,
einnig þeim sem við veiðum helst.
Auk þess lifa sumar hvalateg-
undir á öðrum hvölum og selum
eins og t.d. háhyrningar (Keiko)
sem á ensku heita Killer Whales
eða drápshvalir á íslensku, enda
engin gæðablóð og leika sér að
selkópum áður en þeir éta þá eins
og kettir að músum. Hinir fá-
fróðu hræsnarar halda því fram
að dráp á hvölum sé ómannúðlegt
og að dauðastríð þeirra sé langt.
Í Bandaríkjunum eru veiðar á
villtum hestum og í Ástralíu á
villtum úlföldum stundaðar úr
þyrlum þar sem dýrin eru skotin
á færi. Hvað haldið þið að hestur
eða úlfaldi sem hefur fengið skot
í hrygginn og lamast sé lengi að
heyja sitt dauðastríð?
Flestar tegundir stórhvala eru
í sögulegu lágmarki segja þeir.
Það kann satt að vera. En hvers
vegna? Vegna þess að þær þjóðir
sem nú berjast hatrammlegast
gegn veiðunum stunduðu fyrr á
öldum taumlausar veiðar á þess-
um dýrum og þá sérstaklega
Bretar og Bandaríkjamenn. Við
eigum enga sök á því og veiðar á
stórhvölum af hálfu Íslendinga
hófust ekki fyrr en eftir seinni
heimsstyrjöld. Þessir fávísu mót-
mælendur ættu, frekar en að
mótmæla hvalveiðum Íslendinga
sem ómannúðlegum, að kynna sér
hvernig farið er með húsdýr (slát-
urdýr) í þeirra eigin heimahögum.
Á verksmiðjubúgörðum í þessum
löndum er húsdýrum misþyrmt í
slíkum mæli að varla væri hægt
að leggja kjöt þess sér til matar
ef ekki væri átt við það með ýms-
um efnafræðilegum aðferðum.
Dýrin eru lokuð inni á þröngum
básum eða í búrum allt sitt líf og
þjást mikið af þessari meðferð.
Bretar stunda ómannúðlegar
veiðar á refum sér til skemmt-
unar þar sem hundahópar eru
látnir elta dýrin þangað til þau
eru komin að niðurlotum svo að
prúðbúnir veiðimenn geti skotið
þau á færi þar sem þau liggja ör-
magna. Í Frakklandi er fóðri
neytt ofan í gæsir þar til þær
standa á gati, til þess að lifrin
verði stærri við slátrun. Þetta
fólk, IAFAW og leiguliðar þeirra
ættu að beita sér fyrir betri með-
ferð á þessum dýrum áður en þeir
ráðast á Íslendinga vegna veiða á
fáeinum hvölum. Og hvers vegna
ráðast á Íslendinga en ekki Norð-
menn, Japani og Rússa sem veiða
hvali í þúsundatali?
Jú, það liggur í augum uppi.
Það er auðvitað þægilegast að
ráðast á garðinn þar sem hann er
lægstur. Þessar þjóðir eru marg-
falt stærri en við og láta sér fátt
um finnast við þessi mótmæli. IA-
FAW hefur gefist upp á að reyna
að herja á þær. Þær hafa einnig
nægt fé til þess að bera á mót-
mælendur svo þeir láti þær í friði.
Og hvað með frumbyggjaveiðar
BNA (Bandaríki Norður-
Ameríku)? Bandaríkjamenn hafa
stundað hvalveiðar árum saman í
skjóli þessara heimilda í eigin lög-
sögu, en beita sér gegn slíkum
veiðum Grænlendinga. Og hverjir
skyldu svo vera frumbyggjar Ís-
lands? Vitið þið það kæru les-
endur? Auk þess drepa túnfisk-
veiðimenn BNA þúsundir
höfrunga árlega sem drukkna
þegar þeir festast í netum þeirra.
Huggulegt eða hvað? Hundruð
þúsunda ferkílómetra af ak-
urlendi þar sem stundaður er
verksmiðjubúskapur í stórum stíl
svo sem í BNA og nú í vaxandi
mæli í öðrum löndum eru að
verða ónýt vegna ofnotkunar og
óhóflegrar notkunar tilbúins
áburðar. Þar eru ræktað erfða-
fræðilega breyttar jurtir sem not-
aðar eru sem fóður fyrir slát-
urdýr. Eiturefnum er dreift yfir
akra í slíkum mæli að afurðirnar
eru orðnar hættulegar heilsu
manna. Væri ekki nær fyrir IA-
FAW að beita sér gegn slíkum
búskaparháttum og illri meðferð
dýra frekar en að beita sér gegn
smáríki eins og Íslandi vegna
veiða á hvölum? Auk þess er
hvalkjöt ómengað og hollt og ef
stundaðar væru skipulegar hval-
veiðar undir alþjóðlegu eftirliti
yrði það góð búbót í baráttunni
við hungur í heimi þar sem land
sem hægt er að nýta til ræktunar
fer minnkandi og hungur fer vax-
andi.
Hvalfriðunarsinnar! Hættið
þessari vitleysu og snúið ykkur
að öðru sem meira máli skiptir.
Hræsni hvalfriðunarsinna
Eftir Hermann
Þórðarson » Þeir fara með ósann-
indi þegar þeir segja
að hvalveiðar okkar séu
ólöglegar og að við veið-
um tegundir sem eru í
útrýmingarhættu.
Hermann J.E.
Þórðarson
Höfundur er fyrrverandi
flugumferðarstjóri.
FJÓRÐUNGS-
ÞING Austfirðinga
ályktaði fyrir um 60
árum að Íslandi
skyldi skipt niður í
sex fylki. Austur-
landsfjórðungur átti
að vera eitt fylki með
fylkisstjóra. Fjórð-
ungsþingið var stofn-
að á Seyðisfirði í
ágúst 1943 og er það í
fyrsta skipti sem efnt
er til formlegs svæðisbundins sam-
starfs sýslunefnda og sveitarfélaga
á Íslandi. Tilgangurinn var að
vinna að auknu samstarfi um sam-
eiginleg hagsmuna og menningar-
mál fjórðungsins og stuðla að
framgangi slíkra mála. Einnig var
það skýrt markmið þingsins að
vinna gegn fólksfækkun á Austur-
landi og hinu gríðarlega sterka
Reykjavíkurvaldi. Til að breyta
þeirri byggðaþróun sem hafði ver-
ið einkennandi var nauðsynlegt að
mati Fjórðungsþingsins að breyta
stjórnkerfinu, draga úr Reykjavík-
urvaldinu og efla héraðavald. Unn-
ið var í samvinnu við Fjórðungs-
þing Norðlendinga 1946 að mótun
tillagna um breytta stjórnskipun
sem fólu í sér nýtt stjórnkerfi með
stórauknu valdi héraða eða svæða.
Tillögurnar gerðu ráð fyrir að
landinu yrði skipt í sex fylki og
yrði hvert fylki stjórnafarslega
eining með allvíðtæku starfssviði
og valdi í ýmsum málum. Gert var
ráð fyrir að halda fylkisþing árlega
og fulltrúar til setu á því kjörnir í
einmenningskjördæmum. Fylk-
isstjóri skyldi einnig kjörinn af
kjósendum í viðkomandi fylki. Al-
þingi skyldi starfa í tveimur deild-
um og kjósa átti fulltrúa í efri
deild þingsins á fylkisþinginu. Vald
forseta lýðveldisins skyldi aukið og
átti það að vera í hans verkahring
að mynda ríkisstjórn. Tillögurnar
um hið nýja stjórnkerfi vöktu
mikla athygli og nutu stuðnings
margra sveitarstjórna og sýslu-
nefndarmanna um allt land. Efnt
var til skoðanakönnunar á Austur-
landi um tillögurnar 1953 og
reyndust niðurstöður jákvæðar.
Flestir alþingismenn, ráðherrar og
embættismenn ríkisvaldsins tóku
hinsvegar afstöðu
gegn tillögunum eða
sýndu þeim algjört
tómlæti. Þar með
fjaraði umræðan
hægt og bítandi út á
árunum 1953-54 og
um leið starfsemi
frumherjanna, Fjórð-
ungsþings Austfirð-
inga. (heimild Smári
Geirsson skýrsla
starfshóps 17. sept.
2009 „Framtíð-
arskipulag samstarfs
sveitarfélag í SSA“.)
Hver er
staðan í dag?
Sveitarfélög á Austurlandi voru
flest 34 árið 1950, í dag eru þau 9.
Á tæpum 60 árum hefur þeim því
fækkað um 25. Árið 1950 náði
fjöldi sveitarfélaga í landinu há-
marki og voru þau þá alls 229, í
dag eru þau alls 77 og hefur þá
fækkað um 152. Íbúafjöldi á
starfssvæði SSA í 8 sveit-
arfélögum eru alls um 10.700. Tvö
sveitarfélög eru hlið við hlið á
Mið-Austurlandi, langfjölmennust
með um 80% íbúafjölda landshlut-
ans, Fjarðabyggð með um 4.700
íbúa og Fljótsdalshérað 3.700
íbúa. Önnur sveitarfélög 6 að tölu
með um 20% íbúafjöldans kúra í
jaðri
þeirra. Vopnafjörður og Seyð-
isfjörður með um 700 íbúa hvort,
Djúpivogur með um 450 íbúa og
þau minnstu Breiðdalshreppur
190, Fljótsdalshreppur 140 og
Borgarfjörður 140 íbúa. Minni
sveitarfélögin sex þurfa í æ ríkari
mæli að sækja þjónustu til þeirra
stærri, m.a. til að geta staðið und-
ir skyldubundnum verkefnum við
íbúa sína sem gera kröfur um
jafnrétti, m.a. til þjónustu.
Ný velferðarverkefni kalla
á öflugri sveitarfélög
Framundan er flutningur á
þjónustu við fatlaða, frá ríki til
sveitarfélaga, stórt og mikið verk-
efni sem kallar á öflugt bakland
þjónustunnar. Undirbúningsvinna
er hafin við að færa alla nærþjón-
ustu við aldraða frá ríki til sveit-
arfélaga 2014. Í minni sveit-
arfélögunum er fjöldi aldraðra af
heildaríbúafjölda umtalsvert yfir
landsmeðaltali og fer þeim ört
fjölgandi. Það er því ekki spurn-
ing hvort heldur hvenær umhverf-
ið íbúarnir og löggjafinn kalla á
enn frekari eflingu sveitarstjórn-
arstigsins. Þá eigum við ekki leng-
ur val þar um. Sá tími er ekki
langt undan og því er skyn-
samlegt að Austfirðingar taki nú
þegar frumkvæðið í þeirri vinnu,
móti sjálfir í samstarfi við rík-
isvaldið verklagið á leiðinni að
lokamarkmiðinu sem er öflugt
Austurland í einu sveitarfélagi.
Það væri í anda frumherjanna
okkar vösku og framsýnu sem
störfuðu á Fjórðungsþingi Aust-
firðinga um miðja síðustu öld.
Sveitarstjórnarmenn á
Austurlandi svara kalli
43. aðalfundur SSA, haldinn á
Seyðisfirði 25.-26. september 2009,
samþykkir að fela stjórn SSA að
skipa starfshóp sem hafi það meg-
inverkefni að fjalla um hugsanlega
sameiningu sveitarfélaganna á
starfssvæði SSA í eitt sveitarfé-
lag. Hópnum er falið eftirfarandi:
* að gera tillögur að stjórnkerfi
nýs sameinaðs sveitarfélaga * að
leita eftir samvinnu við ráðuneyti
samgöngu- og sveitarstjórnarmála
um mögulega sameiningu * að
kanna vilja ríkisvaldsins til sam-
eiginlegrar stefnumörkunar um
opinberar framkvæmdir og verka-
skiptingu slíks sveitarfélags og
ríkisvaldsins * að fjalla um þau
áhrif sem tilkoma hins nýja sveit-
arfélags hefði í för með sér fyrir
austfirskt samfélag með sérstakri
áherslu á þau tækifæri sem sköp-
uðust. Hér er um að ræða ótví-
rætt tímamótaverkefni, sem ekki
á sér hliðstæðu á Íslandi. Því er
mikilvægt að allir sem að því
koma standi að því af metnaði og
með vönduðum hætti.
Austurland eitt sveitarfélag
Eftir Þorvald
Jóhannsson » Sveitarfélög á Aust-
urlandi voru flest 34
árið 1950 í dag eru þau
9. Á tæpum 60 árum
hefur þeim því fækkað
um 25.
Þorvaldur
Jóhannsson
Höfundur er framkvæmdastjóri SSA.
MÓTUN aðalskipu-
lags Reykjavíkur frá
2010-2030 með fram-
tíðarsýn allt til ársins
2050 stendur nú yfir og
nýlokið er fundum með
íbúum í öllum tíu
hverfum borgarinnar.
Fundirnir voru í formi
opinna húsa þar sem
íbúum gafst tækifæri
til að koma sínum hug-
myndum á framfæri í vinnu- og um-
ræðuhópum. Afraksturinn er yfir
1.500 áhugaverðar tillögur um það
sem betur má fara í skipulagi borg-
arinnar. Vil ég, bæði sem formaður
skipulagsráðs og þverpólitísks stýri-
hóps meiri- og minnihluta borg-
arstjórnar um endurskoðun að-
alskipulags, þakka þeim hundruðum
borgarbúa sem gáfu sér tíma til að
taka þátt í þessum opnu húsum – og
hjálpa okkur þannig að ná því mark-
miði að færa aðalskipulagið nær
borgarbúum og íbúum hverfanna.
Viljum skapa
sátt og samstöðu
Aðalskipulag Reykjavíkur er
einskonar framtíðarsýn íbúa
borgarinnar. Það fjallar um lífsgæði
íbúanna í víðum skilningi og tekur til
allra þátta mannlífsins næstu tvo
áratugina. Það er trú okkar að gott
samráð við íbúa og hagsmunaaðila
áður en mótun tillagna að aðalskipu-
laginu fer fram, sé árangursríkari
leið til að skapa sátt og samstöðu um
framtíðarsýnina, en þegar eingöngu
er stillt upp fullmótuðum tillögum
sem íbúarnir fá svo að taka afstöðu
til.
Nákvæmlega þetta var tilgangur
opnu húsanna. Við vorum ekki að
segja þeim sem mættu hvað við vild-
um eða setja fram ákveðnar hug-
myndir um nýtt aðalskipulag. Við
komum til að hlusta á
hvað íbúarnir hefðu að
segja. Allar hugmynd-
irnar sem þarna komu
fram verða nú flokkaðar
eftir málaflokkum og
gerðar aðgengilegar á
verkefnavef að-
alskipulagsins;
www.adalskipulag.is.
Jafnframt verða þær
rýndar af sérfræðingum
borgarinnar og metið
hvort þær verði hluti
nýs aðalskipulags, eigi frekar heima í
deiliskipulagi einstakra hverfa eða
verði vísað til framkvæmdasviðs eða
borgarráðs sem framkvæmdaatriði.
Áhersla á
fjölskylduna og
nærumhverfið
Þó enn sé mikil vinna eftir við úr-
vinnslu og flokkun allra þessara hug-
mynda frá íbúum borgarinnar er
ljóst að þær efnahagslegu hremm-
ingar sem þjóðin gengur nú í gegnum
setja mark sitt á viðhorf fólks. Það
leggur meiri áherslu á fjölskylduna
og nærumhverfið; á hverfið sitt og
þjónustuna þar frekar en að vera
hluti af stærri einingu, stórborg.
Allir sem áhuga hafa geta kynnt
sér þessar hugmyndir betur á aðal-
skipulagsvefnum og þar er líka hægt
að koma á framfæri frekari ábend-
ingum og hugmyndum vegna að-
alskipulagsvinnunnar. Þetta er það
púsluspil sem á endanum leggur
grunninn að nýju aðalskipulagi
Reykjavíkur. Hvet ég alla borgarbúa
sem af einhverjum ástæðum áttu
ekki heimangengt þegar opna húsið
var í hverfinu þeirra til að nýta sér
aðalskipulagsvefinn og koma sínum
hugmyndum og ábendingum á fram-
færi við okkur.
Það er núna sem íbúar Reykjavík-
ur hafa tækifæri til að móta framtíð-
ina!
Takk borgarbúar
Eftir Julíus Vífil
Ingvarsson
Julíus Vífill Ingvarsson
» Aðalskipulag
Reykjavíkur er eins-
konar framtíðarsýn íbúa
borgarinnar.
Höfundur er formaður skipulagsráðs
og stýrihóps um endurskoðun aðal-
skipulags Reykjavíkur
Stórfréttir
í tölvupósti