Morgunblaðið - 14.12.2009, Síða 30
30 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÖLL JARÐARBERIN SEM ÉG
KEYPTI ERU HORFIN
SKRÍTIÐ AÐ KAKAN
SEM ÉG ÆTLAÐI AÐ
HAFA MEÐ ÞEIM SÉ
ENNÞÁ ÞARNA
HVERNIG Á
ÉG AÐ GETA
ÆFT EF ÞÚ
ERT HÉRNA?
MÉR ÞYKIR ÞAÐ LEITT...
ÉG BIÐST AFSÖKUNAR...
ÉG ÆTLA AÐ LEYFA ÞÉR AÐ
VERA Í FRIÐI... ÉG KANNAST
VIÐ ÞETTA VANDAMÁL...
ÞÚ GETUR EKKI EINBEITT ÞÉR
FYRIR FRAMAN SÆTA STELPU
KALLAÐIR
ÞÚ Á
MIG?
JÁ, ÞESSI RAKI KASTALAVEGGUR
HEFUR GERT ÞAÐ AÐ VERKUM AÐ
MÉR ER ORÐIÐ KALT Á BAKINU ÞÁ HEFURÞETTA
VANDAMÁL
VERIÐ
LEYST
HVERNIG VAR
FERÐIN TIL
DÝRALÆKNISINS?
HÚN
VAR
BARA
FÍN
HANN SAGÐI
AÐ ÉG HEFÐI
EIGNAST
NÝJA VINI
HANN SAGÐI
AÐ ÞÚ VÆRIR
MEÐ ORMA
ÞÚ ERT
SVO
NEIKVÆÐ
SJÁÐU, LALLI! HÉRNA
ER HEIMASÍÐA SEM
HJÁLPAR PÖRUM AÐ
VINGAST VIÐ
ÖNNUR PÖR
ÉG VEIT
EKKI, ADDA
ÞAÐ ER SVO MIKIÐ AÐ
SKRÍTNU LIÐI Á NETINU
ÞAÐ ER
SKRÍTIÐ FÓLK
ALLS STAÐAR
MÉR FINNST ÞÆGILEGRA AÐ
HITTA FÓLK SEM ÉG ÞEKKI
EKKI SKRÍTIÐ AÐ VIÐ
EIGNUMST ALDREI
NÝJA VINI
ÞAÐ ER ALLT Í LAGI
MEÐ MIG EN HANN SLAPP
MEÐ SKARTGRIPINA
MÉR TÓKST
SAMT AÐ NÁ
NOKKRUM
MYNDUM
GOTT AÐ ÞÚ ERT
HEILL Á HÚFI
PETER! ÉG HEYRÐI
AÐ ÞÚ HEFÐIR SLEGIST
VIÐ VULTURE! ÉG
HAFÐI ÁHYGGJUR
Happdrætti HÍ
MÉR finnst þessi hái
vinningur hjá Happ-
drætti Háskóla Ís-
lands vera svívirðing.
Það væri miklu nær
að skipta honum niður
svo fleiri dyggir miða-
eigendur fengju að
njóta hans.
Fyrrverandi við-
skiptavinur HHÍ.
Lygar og ofbeldi
ÞAÐ er ákaflega erfitt
fyrir hinn almenna
borgara að átta sig á
sannleikanum þessa
daga. Einn segir þetta og annar
segir hitt, sem er í svo hrikalegri
mótsögn hvort við annað, að það
gengur ekki upp í sama veruleika.
Væri ekki ráð að tengja lyga-
mæli við alþingismennina svo að
hægt væri að skilja hafrana frá
sauðunum, þ.e. þá sem segðu satt
eða vissu ekki betur, frá hinum,
sem segðu ósatt af yfirlögðu ráði.
Þetta þyrfti ekki að kosta nema
svo sem 10 hjúkrunarrými, fyrir
fólk, sem hvort sem væri er dauð-
ans matur.
Það eru til fleiri menn, sem vita
hvað þeir gjöra, t.d. þeir sem slasa
lögreglumenn að störfum til þess
að svala einhverri ofbeldisfíkn hjá
sjálfum sér. Ég dáist að mönnum,
sem slógu skjaldborg um lögregl-
una til að hindra slíka menn í að
svala fýsnum sínum.
Á sama hátt fyrirlít ég
þá menn, sem af eig-
ingjörnum hvötum
gáfu þessum ofbeld-
isseggjum tækifærið,
án þess að gera nokk-
uð til að ekki kæmi til
slíks ofbeldis.
Þórhallur
Hróðmarsson.
Snobbræfilsháttur
ÉG las Bakþanka Páls
B. Baldvinssonar í
Fréttablaðinu 8. des-
ember síðastliðinn.
Þar er hann að rakka
niður Egilshöll og segir að einhver
gátt þar sé eins og íbúðar-
inngangur í Hólunum. Þetta er frá-
munalega heimskuleg athugasemd
frá manni sem gefur sig út sem
viskupáfa. Ég hef búið í Hólunum í
25 ár og hvergi liðið betur og íbúð-
arinngangar hér eru ekkert öðru-
vísi eða verri en annars staðar, síð-
ur en svo. Hvort sem Páll býr við
glæsilegan íbúðarinngang eða ekki,
eða í hverfi sem hann heldur að sé
eitthvað fínna en Hólahverfi, sem
er gott, gróið og rólegt, þá er þetta
snobbræfilsháttur. Og ég mun líta
á allt frá Páli með öðru hugarfari
héðan í frá.
Ein úr Hólunum.
Ást er…
… ólíkindatól sem
getur komið oft niður
á sama stað.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa er opin frá
kl. 9-16.30, útskurður kl. 13, félagsvist
kl. 13.30.
Árskógar 4 | Bað kl. 8-15-16, handa-
vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30,
félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, kaffi/dagblöð, hádegisverður,
leikfimi með Sólveig kl. 13.
Dalbraut 18-20 | Myndlist og postulín
kl. 9-16, leikfimi kl. 10, brids kl. 13.
Dalbraut 27 | Opin handavinnustofa kl.
8-16, bænastund og umræða kl. 9.30,
leikfimi kl. 11 og upplestur kl. 14.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
og kaffitár með ívafi kl. 13, línudans-
kennsla kl. 17.30 og samkvæmisdans
kl. 18.30, Sigvaldi kennir. Blásarasveit
FEB æfing kl. 19.30.
Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl.
9.30, gler- og postulínsmálun kl. 9.30
og 13, leiðbeinandi í handavinnu við til
hádegis, lomber kl. 13, canasta kl.
13.15, kóræfing kl. 17 og skapandi skrif
kl. 20.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu-
línsmálun kl. 9, ganga kl. 10, handa-
vinna og brids kl. 13, félagsvist kl.
20.30.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 8 og 9, kvennaleikfimi
kl. 9, 9.45 og 10.30, gönguhópur kl. 11,
kór Sjálandsskóla syngur jólalög í Jóns-
húsi kl. 15, sala á miðum í Þorláks-
messuskötu í Jónshúsi, kr. 2.000, ekki
er tekið við greiðslukortum og mið-
afjöldi er takmarkaður.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
opnar kl. 9-16.30, vatnsleikfimi í Breið-
holtslaug kl. 10.50, Finnbogi Her-
mannsson les úr bókum sínum kl.
11.30. Spilasalur opinn frá hádegi. S.
575-7720.
Grensáskirkja | Jólafundur kvenfélags-
ins kl. 20 í safnaðarheimili.
Hraunsel | Rabb kl. 9, ganga kl. 10,
Gaflarakórinn kl. 10.30, glerbræðsla og
tréskurður kl. 13, boccia og félagsvist
kl. 13.30. Sjá www.febh.is
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30,
9.30 og 10.30, opin vinnustofa frá kl.
9, brids kl. 13. Fótaaðgerðir.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár-
anum kl. 11.30-13. Uppl. í síma 564-
1490 og á www.glod.is
Korpúlfar Grafarvogi | Ganga í Egils-
höll kl. 10 hjá gönguhóp. Sundleikfimi
kl. 9.30 í Grafarvogssundlaug.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Við
Hringborðið, spjallhópur kvenna kl.
10.30, handverks- og bókastofa opin kl.
11.30, boccia kl. 13.30, veitingar kl.
14.30. Aðventustund í salnum – jóla-
söngvar við píanóið kl. 15.
Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur
Laugardal | Leikfimi kl. 12.45.
Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9.15-
15.30, boccia kl. 9, leikfimi kl. 11, mat-
ur, kóræfing kl. 14.30, tölvukennsla kl.
14.30, veitingar.
Björn Ingólfsson orti á morg-
ungöngu:
Nóvembermorgunn, slydda, slabb,
slettist úr spori. Á fullu kani
afgamall durgur iðkar labb
ámóta sprækur og gamall hani.
Sigrún Haraldsdóttir sendi hon-
um kveðju:
Hver gamalhani á gildan rétt
ef góðri heldur rænu
og stundum hann í laumi létt,
lítur eftir hænu.
Davíð Hjálmar Haraldsson stóðst
ekki mátið:
Fjörguðust máni og syfjuleg sól
og subbuleg, gegndrepa mjöllin
þá aldraður hani við Eyjafjörð gól
og eggjahljóð barst yfir fjöllin.
Og það rifjast upp bragurinn
Hænsni eftir Örn Arnarson:
Nokkur heiðurshænsni
í hænsnakofanum búa.
Og haninn er þeirra höfuð,
og hænurnar á hann trúa.
Þau lifðu í eining andans
og eftir hænsnavenjum,
unz hænan ein tók upp á
svo undarlegum kenjum.
Að hoppa upp á hauginn
er hennar fasti vani,
reigja sig og rembast
og reyna að vera hani.
Haninn bölvar í hljóði.
En hvað er um að tala,
þótt hænuréttindahæna
heimti að fá að gala?
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af hönum og hænum