Morgunblaðið - 14.12.2009, Síða 37

Morgunblaðið - 14.12.2009, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009 HHH „HRÖÐ, SPENNANDI... OG SNARKLIKKUÐ MYND FRÁ A-Ö... EKTA AFÞREYINGARBÍÓ!” T.V - KVIKMYNDIR.IS HHH „ÓSVIKINN GEIMHROLLUR SEM SVER SIG Í HEFÐINA, MINNIR EINKUM Á ALIEN-MYNDIRNAR.“ „GÓÐ SKEMMTUN OG DÁLÍTIÐ GEGGJUÐ.“ S.V. - MBL EKKI VIÐ HÆFI UNGRA BARNA JIM CARREY Sýnd með íslensku og ensku tali HHHH „JÓLASAGA Í FRÁBÆRRI, NÝRRI ÞRÍVÍDD SEM SLÆR ÚT ANNAÐ ÁÐUR HEFUR SÉST“ „CARRY ER ENGUM LÍKUR...“ – S.V – MBL BYGGT Á HINNI GRÍÐARLEGU VINSÆLU BÓKASERÍU STEPHENIE MEYER Robert Pattinson og Kristen Stewart eru mætt í einni stærstu kvikmyndaseríu allra tíma! SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI ÞRIÐJA STÆRSTA FRUM- SÝNINGARHELGI ALLRA TÍMA Í USA STÆRSTA BÍÓOPNUN Í USA Í ÁR! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI, 2 VIKUR Í RÖÐ! LET’S BE HONEST, KILLING IS THIS FILM’S BUSINESS...AND BUSINESS IS GOOD. CHRIS NASHAWATY / ENTERTAINMENT WEEKLY “ROARING ACTION.” KYLE SMITH / NEW YORK POST HÖRKU HASARMYND FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR MATRIX ÞRÍLEIKINN EINHVER FLOTTUSTU BARDAGAATRIÐI SEM SÉST HAFA Í LAAANGAN TÍMA! SÝND Í ÁLFABAKKA GERRARD BUTLER OG JAMIE FOXX Í EINHVERRI MÖGNUÐUSTU HASARMYND Á ÞESSU ÁRI! FRÁ LEIKSTJÓRA THE ITALIAN JOB „ÞEIR SEM DÝRKUÐU FYRSTU MYNDINA... MUNU ÁBYGGILEGA ELSKA ÞESSA ÚTAF LÍFINU.“ T.V. KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI THE TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 8 12 PANDORUM kl. 10:40 16 MY LIFE IN RUINS kl. 8 L MORE THAN A GAME kl. 10:20 7 OLD DOGS kl. 8 - 10 L THE TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 8 12 NINJA ASSASSIN kl. 10:30 16 OLD DOGS kl. 8 - 10 L THE TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 8 12 PARANORMAL ACTIVITY kl. 10:30 16 Vilhjálmur Hólmar Vil-hjálmsson deyr á svipleg-an hátt í bílslysi árið 1978og síðan þá er Vilhjálmur Vilhjálmsson ástmögur og ígildi íkons meðal þjóðarinnar. Og líkt og raunin er með helgimyndir hafa þær yfir sér ímynd hreinleika hvort sem sú mynd endurspeglar veru- leikann eður ei … Nú bregður svo við að tónlist- armaðurinn Jón Ólafsson hefir sett saman ævi- sögu Vilhjálms. Þá ævisögumynd hefir hann sam- ansett úr við- tölum við samferðafólk Vilhjálms sem og úr viðtölum og öðrum heim- ildum. Lesandi bókarinnar verður þess fljótt áskynja að dregin er upp mynd af söguhetju sem er í senn gömul og þroskuð sál í ungum lík- ama. Ber stíll og orðnotkun þess merki og rímar vel við mann sem var víst kjarnyrtur, með góð tök á máli sínu. Textinn er enda smekk- lega samansettur (notkun sögu- legrar nútíðar er vel heppnuð) á góðri íslensku þótt telja megi lát- leysi til vansa. Og það rímar ekki við ævi Vilhjálms sem á tæpum þrjátíu og þremur árum upplifði og gerði meira en margur á heilli mannsævi. En þar höfum við líka helsta akk bókarinnar; lesandinn fræðist um sitthvað sem á huldu var varðandi ævi viðfangsefnisins. Viðfangsefnis sem klárlega lifði tímana tvenna; fæddur í gamla tímanum, án raf- magns og þeirra þæginda sem við teljum mannréttindi, en fellur, svo að segja, frá í vestrænni velmegun. Raunar virðist Vilhjálmur hafa ver- ið með fæturna báðum megin og endurspeglast það um margt í tón- listarferli hans eins og honum er lýst í verkinu. Ekki er svo síður fróðlegt að fá að skyggnast inn í tónlistarbransann og fá nasasjón af tónlistarfurstum þess tímabils sem bókin spannar, Svavari Gests, Ingi- mar Eydal, Magnúsi Ingimarssyni o.fl., ásamt því að fræðast um tilurð laga og texta. Eins og lög gera svo ráð fyrir í svona verkum má finna margvíslega útúrdúra sem bæði eru vel heppnaðir og ekki. Það er kunnara en frá þurfi að segja að lagið „Söknuður“ er iðu- lega leikið við jarðarfarir. Og, eins og okkur er kunnugt um, fylgja minningargreinar jarðarförum. Minningargreinar hafa margt til síns ágætis en verða seint kallaðar spennandi lesning, enda kannski allt full slétt og fellt til þess atarna. Maður hefir líka æ á tilfinningunni að eitthvað sé ósagt. Téð bók er dá- lítið eins og minningargrein. Hún dregur upp mynd sem passar vel við ímynd persónunnar, ýjar þó að ýmsu án þess að nefna það berum orðum. Verkið er smekklegt og ágætlega saman sett og þjónar sín- um tilgangi ágætlega. Sumsé alveg bærilegt í það heila og lestursins virði. Myndin af Vilhjálmi Vilhjálmssyni Morgunblaðið/G.Rúnar Jón Ólafsson „Verkið er smekklegt og ágætlega saman sett.“ Ævisaga Söknuður: Ævisaga Vilhjálms Vilhjálmssonarbbmnn Eftir Jón Ólafsson 310 bls. Sena gefur út. 2009 ÓLAFUR GUÐSTEINN KRISTJÁNSSON BÆKUR MIKIÐ var um dýrðir í Laugardalshöll um helgina, en þá lauk tónleikaröð Frostrósa 2009 með fernum jólatónleikum. Söngkonurnar sem kalla sig ís- lensku dívurnar, þær Margrét Eir, Guðrún Gunnarsdóttir, Hera Björk og Ragnhildur Gísladóttir, fóru fyrir fríðum hópi listamanna sem fyllti salinn með jólasöngvum og hátíðarbrag, en sviðið og salurinn voru í sannköll- uðum jólabúning. Með dívunum á sviðinu voru tenórarnir Garðar Thór Cortes og Jóhann Friðgeir Valdimarsson, auk Friðriks Ómars. Þá birtust margir góðir gestir, þar á meðal Edgar Smári, Heiða Ólafsdóttir og Högni og Sigríður Thorlacius úr Hjaltalín. Þrjátíu manna hljómsveit var að baki einsöngvurunum auk Karlakórsins Fóstbræðra, Vox feminae, Stúlknakórs Reykjavíkur, Gospelradda Domus Vox og Íslenska gospelkórsins. Tónlistarstjóri var Karl O. Olgeirsson og Árni Harðarson stjórnandi hljómsveitarinnar. Áheyrendur nutu tónaflóðsins, og þegar hæst lét flæddi líka hlýr list- rænn englasnjór af himnum ofan yfir gesti. Englasnjór og jólatónar Fannfergi Þegar hæst lét steyptist englasnjór yfir gesti. Jólaraddir úr Hjaltalín Sigríður Thorlacius og Högni Egilsson voru gestir. Tenórinn Garðar Thor Cortes fór hátt. Kertasöngur Hvítklæddar stúlkurnar sungu eins og englar. Á útopnu Friðrik Ómar og dívurnar Guðrún, Margrét Eir, Hera Björk og Ragnhildur, þenja raddböndin. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.