SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Síða 8

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Síða 8
8 31. janúar 2010 Hamid Karzai, leiðtogi Afganistans, sagði á ráðstefnunni, sem haldin var í London á fimmtudag um ástandið í Afganistan, að eina leiðin til að binda enda á stríðið, sem hefur staðið yfir í landinu í átta ár, væri að rétta talib- önum sáttahönd. Kvaðst hann vilja halda ættflokkafund með for- ustumönnum þeirra, fá þá til að leggja niður vopn og taka þátt í að stjórna landinu. Bandaríkjamenn hafa talað um að reka fleyg í lið talibana með því að fá hófsama einstaklinga í þeirra röðum til að snúa við þeim baki, en hafa ekki gengið jafn langt og Karzai gerði á fimmtudaginn. Framkvæmd síðustu kosninga í Afganistan var gagnrýnd harkalega og Karzai, sem nýtur stuðnings Bandaríkjamanna, er veik- ur í sessi. Karzai vill talibana til samstarfs Hamid Karzai ræðir við Gordon Brown í London á fimmtudag. Reuters Þ að ætlar að reynast erfitt að ná ár- angri í Afganistan. Hvert stórveldið á eftir öðru hefur goldið afhroð í Afganistan. Á forsíðu þýska viku- ritsins Der Spiegel í liðinni viku var landið kallað „kirkjugarður stórveldanna“. Í blaðinu er rakin 200 ára saga ósigra utanaðkomandi afla, sem hafa ætlað að hasla sér völl í landinu. Markmið hernámsliðsins í Afganistan eru ekki jafn hástemmd og þegar ráðist var inn í upphafi aldarinnar. Í London var á fimmtudag haldin 65 þjóða ráðstefna um ástandið í Afg- anistan og snerist umræðan um það hvernig færa mætti valdið í hendur heimamanna. Stefnt er að því að afganskar öryggissveitir taki við af vestrænum sveitum í ótilgreindum fjölda héraða í lok þessa árs eða upphafi þess næsta. Talað var um að hafið væri nýtt skeið á leiðinni til þess að Afganar fengju sjálfir full yfirráð í Afganistan. Ætlunin var að gerbreyta afgönsku þjóð- félagi. Nú eru innrásaröflin að reyna að kom- ast frá íhlutuninni án þess að fara með skottið á milli lappanna. Endurómur frá Víetnam Á sínum tíma reyndist auðvelt að koma talib- önum frá völdum, en nú hafa þeir náð sér á strik á nýjan leik. Fyrir tæplega hálfum mán- uði gerðu þeir árás á fínasta hótelið í Kabúl, tvær verslunarmiðstöðvar og nokkrar stjórn- arbyggingar. Árásarliðið var ekki fjölmennt, en engu að síður tók nokkrar klukkustundir að brjóta það á bak aftur og talibanar sýndu að þeir gætu gert árás á höfuðborgina. Fyrir mörgum rifjaðist upp tet-árásin í Víetnam- stríðinu, sem olli straumhvörfum, þótt Bandaríkjamönnum hefði tekist hrinda henni vegna þess að þeim hafði verið sýnt fram á að þeir væru hvergi óhultir. Á ráðstefnunni í London sagði Hillary Clinton, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, að nú væri að byrja að fjara undan talibönum. Slíkar yfirlýsingar minna líka á Víetnam-stríðið þegar Banda- ríkjamenn sögðu ítrekað að þeir sæju ljósið fyrir enda ganganna þótt raunveruleikinn væri allt annar. Endurtaka mistök Rússa Þótt ekki hafi mikið farið fyrir því hafa Bandaríkjamenn og Bretar rætt við Rússa og reynt að læra af reynslu þeirra í Afganistan. Það var merkilegt að lesa um skoðanaskipti breska hershöfðingjans fyrrverandi, Eds But- lers, og uppgjafahermannsins Ruslans Astsj- evs, sem á sínum tíma var í hernámsliði Rússa í Afganistan, í The Sunday Times. Vest- urveldin hefðu einfaldlega endurtekið mistök Rússa. Rússar hefðu stutt einn hluta þjóð- félagsins gegn öðrum. Nú gerðu bandamenn slíkt hið sama: „Þið styðjið einn hluta sam- félagsins gegn öðrum. Eftir því sem stríðið stendur lengur þeim mun meiri verður and- spyrnan. Þið verðið að átta ykkur á því að talibanarnir eru engir hryðjuverkamenn. Þeir kunna að nota aðferðir hryðjuverkamanna, en þeir eru hluti af afgönsku þjóðinni. Þið er- uð sem sagt að berjast gegn hluta af afgönsku þjóðinni alveg eins og við.“ Nú á að reyna að breyta þessu. Frá því að Barack Obama varð forseti Bandaríkjanna hefur verið á stefnuskránni að ná til hófsamra afla í röðum talibana, þeirra, sem til dæmis styðja ekki hryðjuverkasamtökin al-Qaeda, og fá þá til samstarfs. Á fimmtudag var greint frá því að Kai Eide, sérlegur erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Afganistans, myndi fara á fund fé- laga úr uppreisnarliði talibana til að „ræða um viðræður“. Talibanar hafa hins vegar lýst yfir því að enginn úr þeirra röðum muni ganga til liðs við bandamenn eða handbendi þeirra. Eins og staðan er nú virðist þeim ætla að takast að gera áform bandamanna um að breyta afg- önsku þjóðfélagi að engu. Hversu lengi her- námsliðið verður í Afganistan er annað mál. Svo virðist sem Bretar og Bandaríkjamenn sjái fyrir sér fjögur til fimm ár en Hamid Karzai talaði um tíu til fimmtán. Ögurstund í Afganistan Erfiðleikar í kirkju- garði stórveldanna Væringar Ekki hefur tekist að stilla til friðar í Afganistan þrátt fyrir að átta ár séu liðin frá því að bandamenn gerðu innrás undir forustu Bandaríkjamanna og nú er farið að slá af markmiðunum. Reuters Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Mörg mistök Sagnfræðingurinn Huw Davies við King’s College í London segir að Afgan- istan falli ekki undir nein- ar skilgreiningar vest- ræns hugsunarháttar. Til dæmis sé ofbeldi snar þáttur í afganskri menn- ingu og þeir sem skipti sér af uppgjöri tveggja aðila kalli yfir sig hatur beggja. Bandamenn verði að átta sig á því hvenær ofbeldi beinist gegn þeim og hvenær ekki. Sömuleiðis eigi spilling sér djúpar rætur og því sé ákaflega ólík- legt að kröfur um að Karzai berjist gegn spill- ingu beri árangur. Þá vilji bandamenn breyta of miklu í afgönsku sam- félagi í einu og spyrji ekki einu sinni hverju Afgön- um sé mest í mun að breyta. Hólmfríður Bjarnadóttir, eða Hófý eins og við flest þekkjum hana, fararstjóri Bændaferða, verður á skrifstofu Bændaferða mánudaginn 1. febrúar til föstudagsins 5. febrúar frá kl. 9.00 - 16.00. Það er því alveg upplagt að kíkja í Síðumúlann í kaffi, hitta Hófý og fá upplýsingar um ferðirnar. Sp ör - Ra gn he ið ur In gu nn Ág ús ts dó tt ir s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Hófý, fararstjóri Bændaferða verður á skrifstofunni 1. - 5. febrúar Bændaferðir • Síðumúla 2

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.