SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Page 9

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Page 9
31. janúar 2010 9                     Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmdaogviðbóta viðhúsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs. Vikan var viðburðarík úti í hin- um stóra heimi. Sem endranær. Nicolas Sarkozy, Frakklands- forseti, og Hillary Clinton, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, minntu einna helst á ástfangna unglinga þegar fundum þeirra bar saman í París. Eins og aum- ingja Hillary sé ekki búin að fá nóg af kvensömum körlum um dagana. Það var annarskonar ást sem birtist gestum í dýragarð- inum í Singapúr – móðurást. Ekki fylgdi sögunni hvort apynjan var að horfa á útsend- ingu frá Opna ástralska meist- aramótinu í tennis, þar sem Se- rena Williams var enn og aftur í essinu sínu. Leikkonan Anne Hathaway var líka hress þegar hún var valin kona ársins hjá Hasty Pudding Theatricals- samtökunum í Harvard-skóla og hlaut að launum koss frá tveimur dragdrottningum. Ekkert var kínverska hern- aðarlistamanninum þó fjær en drag þegar hann spreytti sig í nýstárlegri íþrótt – kýrglímu. orri@mbl.is Reuters Reuters Utan úr heimi Kossar og kýrglíma

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.