SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Side 10
10 31. janúar 2010
Þ
að er eitthvað óumræðilega jákvætt og vinalegt við það
að íslenska þjóðin býr enn yfir getunni til að standa sam-
an. Þrátt fyrir mjög hörð átök, pólitísk og ekki síður
meðal almennings í meira en fimmtán mánuði, þar sem
stórkostlega hefur verið tekist á um hið ömurlega Icesave-mál,
ríkisábyrgð á skuldbindingum, sem ekki hefur verið sýnt fram á að
okkur beri lagaleg skylda til þess að axla, þá hefur undanfarnar
tvær vikur lítið sem ekkert heyrst af Icesave-átökum og fæstir
leggja við hlustir, þegar þau Jóhanna Sigurðardóttir og Stein-
grímur J. Sigfússon tjá sig um þau býsn, enda hafa klisjur þeirra
heyrst svo oft áður, að við liggur að þjóðin sé bólusett gagnvart
þeim – alla vega búin að koma sér upp sterku mótefni gegn inni-
haldslausum endurtekningum þeirra.
En hvað er það sem sameinar þjóðina, mitt í okkar efnahags-
þrengingum, atvinnuþrefi og svartsýnisrausi? Jú, vitanlega eru
það „strákarnir okkar“, sem hafa haldið merkjum Íslands hátt á
lofti á EM í handbolta í Austurríki.
Vitanlega voru miklar væntingar bundnar við silfurdrengina frá
því á Ólympíuleikunum sumarið 2008 og þjóðin gerði sér í hug-
arlund að þeir færu langt í keppninni, áður en þeir héldu af landi
brott.
Þeir byrjuðu á því að taka þjóðina á taugum í tveimur fyrstu
leikjunum í síðustu viku, fyrst á móti Serbum og svo á móti Aust-
urríkismönnum. Tvö jafntefli og þjóðin var miður sín yfir slakri
frammistöðu „okkar manna“ og hjá sumum voru drengirnir meira
að segja á mörkum þess að vera enn „drengirnir okkar“.
En stórkostleg frammistaða okkar manna í leiknum gegn erki-
fjendunum, sjálfum Dönum, á laugardaginn fyrir viku stimplaði
strákana á nýjan leik inn í þjóðarsálina. Þeir tóku Dani í nefið, með
sóma og sann.
Ekki lækkaði blóðþrýstingur landsmanna á mánudag, þegar fólk
var límt við skjáinn til þess að fylgjast með æsispennandi viðureign
Íslendinga og Króata. Þótt við teljum flest að strákarnir hafi verið
betri og átt sigur skilinn var jafnteflið í leiknum síður en svo nokk-
uð til þess að fúlsa við. En úrslitin gerðu það auðvitað að verkum,
að enn jukust væntingar til drengjanna, og það var sama hvar
komið var á mannamót, alls staðar var verið að ræða handboltann
og frammistöðu strákanna.
Svo bættu þeir bara um betur á þriðjudaginn var, með því að
snýta rússneska birninum langt út í hafsauga og ég var meira að
segja farin að hafa vissa samúð með Rússunum! En það var þó ekki
fyrr en ég var alveg viss um íslenskan sigur, sem gerðist jú strax í
fyrri hálfleik.
Eftir burstið á Rússum var væntingavísitalan komin í hæstu
hæðir hjá þjóðinni! Ef vísitalan ryki upp með slíkum hætti á Wall
Street væri um heimsfrétt að ræða.
Svo sætir og elskulegir íbúar Hrafnistu, sem sitja límdir við skjá-
inn hvern leik og styðja strákana af lífsins sálarkröftum, sögðu eig-
inlega allt sem segja þarf, þegar reynt er að lýsa samstöðu þjóð-
arinnar og stuðningi við íslenska karlalandsliðið í handbolta.
Það var ekki annað hægt en að verða snortinn þegar rætt var við
íbúa Hrafnistu á miðvikudagskvöld í sjónvarpinu og þau lýstu
áhuga sínum á landsliðinu og stuðningi. Meira að segja var ein fal-
leg eldri kona ekkert feimin við að segja frá því að hún teldi Guðjón
Val vera þann myndarlegasta í landsliðinu, en eins og góðri ömmu
sæmir var hún fljót að bæta við að þeir væru allir „yndislegir“.
Spennan var náttúrlega í algjöru hámarki í fyrradag, síðustu
klukkustundirnar fyrir leikinn gegn Norðmönnum.
Einhvern veginn var mér þó þannig innanbrjósts að það skipti
litlu máli hvort strákarnir legðu Norðmenn að velli og tryggðu sér
þannig sæti í fjögurra liða undanúrslitum EM-mótsins. Þeir væru
búnir að gera svo mikið fyrir þjóðarsálina; þjappa landsmönnum
saman; fá þá til þess að gleyma Icesave og svartnætti um stund-
arsakir; gleðja og veita okkur óumræðilega skemmtun, með frá-
bærum handknattleik, þar sem allir kostir liðsheildar blómstruðu
með slíkum hætti, að það ætti að geta orðið okkur hvatning til
samstöðu og baráttu á allt öðrum sviðum þjóðlífsins en handbolta.
Sigurinn á Norðmönnum var vissulega sætur, en hann var bara
bónus á allt það góða sem þessir strákar hafa þegar skilað okkur.
Hvað segið þið? Væmin! Það verður þá bara að hafa það!
Og meðal annarra orða: Við unnum Norðmenn, erum komin í
undanúrslit og ég er farin til Vínarborgar til þess að sjá úr-
slitakeppnina „live!“
Jibbí jei! Ég
er farin til
Vínarborgar
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
04:45 Þá vakna ég en
„snooza“ til fimm. Ég byrja að
vinna klukkan sex flesta daga
og ég tek mér langan tíma í að
fá mér morgunmat og eyði
smátíma með sjálfum mér. Ég
fæ mér hollan og góðan
morgunverð, ommelettu og
hafragraut með möndlum og
hnetum út í. Þetta er allt vigtað
og mælt, fæ mér fjögur egg, 48
grömm af haframjöli og 48
möndlur.
05:45 Legg af stað í vinn-
una. Ég er aðallega crossfit-
þjálfari þótt ég sé líka einka-
þjálfari. Mestur tími dagsins fer
í hópaþjálfun í crossfit-kerfinu
hjá World Class á Seltjarnarnesi.
06:00 Fyrstu tímarnir í
crossfit hefjast. Ég er yfirleitt að
þjálfa í tvo tíma, frá klukkan
sex til átta, en svo er ég með
einkaþjálfun frá hálfníu til tólf.
Svo er crossfit í hádeginu. Ég er
með á bilinu sex til átta kúnna í
einkaþjálfun en um 200 manns í
crossfit.
13:00 Ég er yfirleitt í pásu
eftir hádegistímann og til
klukkan fimm. Þá fer ég í tölv-
una og skrifa niður lyftinga-
prógrömm, bý til æfingar, fer
yfir mælingar og les alls konar
greinar. Maður er alltaf að
fræðast og læra eitthvað nýtt.
Ég les greinar í næringarfræði,
um hreyfingu eða annað sem ég
tengi við þjálfunina.
17:00 Byrja aftur með
crossfit. Það er alveg til að
verða níu á kvöldin. Crossfit
hefur slegið í gegn enda mikil
kynningarvinna sem liggur að
baki. Það er orðið ársgamalt hér
á landi og flestir vita nú hvað
það er, enda mjög skemmtilegt
og komið til að vera.
21:00 Þá kem ég heim en
það eru lengstu dagarnir. Oft er
ég búinn klukkan sjö og stund-
um klukkan átta. Þá sest maður
aðeins við tölvuna, fær sér
smásnarl og svarar einhverjum
tölvupósti, skipuleggur næsta
dag og fer svo upp í rúm með
góða bók.
22:30 Fer upp í rúm en ég
reyni að fara snemma að sofa.
Dagur í lífi Everts Víglundssonar einkaþjálfara og Crossfit-kennara
„Ég er aðallega crossfit-þjálfari þótt ég sé líka einkaþjálfari. Mestur tími dagsins fer í hópaþjálfun.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Langur vinnudagur
í líkamsræktinni
Komdu ogskoðaðuþaðnýjasta í hönnun
ogtækniheyrnartækja.
Ellisif Katrín Björnsdóttir heyrnarfræðingur
verður með fyrirlestur: Hvað ræður vali heyrnartækja?
Fyrirlesturinn verður haldinn kl 11:00 , 14:00 og 17:00
Gestum fyrirlestranna er boðið upp á að skrá sig
í fría heyrnarmælingu
Opið hús
verður þriðjudaginn 2. febrúar
hjá Heyrn í Hlíðasmára 11.
Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur - heyrn.is
Tímapantanir 534 9600
* Heyrnarþjónusta
* Heyrnarvernd
* Heyrnarmælingar
* Heyrnartæki
* Ráðgjöf
Ellisif K. Björnsdóttir
heyrnar fræðingur
with Surround sound