SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Side 14
hafi ekki spilað nálægt því svona mikið með fé-
lagsliðinu í vetur. Ég bjóst ekki við að það myndi
ganga svona vel.“
– Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig?
„Ég vonast til þess að þessi hnémeiðsli séu úr sög-
unni og maður geti bara haldið áfram með ferilinn.
Það er gott að fá staðfestingu á því að ég þoli svona
mót og vel það.“
– Þú spilar í Danmörku – hversu sterk er danska
deildin?
„Deildin er mjög góð. Það eru fimm til sex frábær
lið í deildinni, við erum með eitt af bestu liðunum. Ég
spila því með góðu liði, þó að það sé ekki frá Þýska-
landi. Mér líður einfaldlega frábærlega í Kaupmanna-
höfn og þannig hefur það verið í þrjú og hálft ár. En
nú er ákveðinn vendipunktur. Það er verið að yf-
irtaka FCK. Ég var búinn að framlengja samninginn
til tveggja ára, en eftir yfirtökuna get ég séð til hvort
samningurinn færist yfir á nýja liðið, sem heitir AGK
og spilar líka í Kaupmannahöfn, eða hvort ég leita á
önnur mið.“
– Bíður sú ákvörðun þín eftir mótið?
„Ég hugsa ekki um þetta núna,“ segir hann ákveð-
ið. „En ég ætla að setjast niður eftir mótið með for-
ráðamönnum AGK og sjá hvaða markmið þeir hafa
sett sér. Kannski vilja þeir mig ekki einu sinni í liðið.
Þetta er lítið lið, sem var að koma upp um deild, en
það er með stóran kall á bak við sig, Jesper Nilsen,
sem er líka með puttana í Rhein-Neckar Löwen, þar
sem Óli, Guðjón Valur og Snorri Steinn spila. En allir
samningarnir fara yfir til AGK og það situr í manni að
spila með erkifjendunum.“
– Þetta verður að teljast óvenjulegt.
„Það er ýmislegt hægt með peningum greinilega.
En mér líður frábærlega í Kaupmannahöfn. Og ef ég
færi yfir til AGK væri ég enn að spila í frábæru liði. Ég
hef prófað að spila í Þýskalandi og það togar ekkert
sérstaklega í mig, ekki nema eitthvað mjög skemmti-
legt tækifæri kæmi upp í hendurnar á mér.“
– Þú ert fjölskyldumaður.
„Ég á þriggja ára strák og kærustu, Guðrúnu Jónu
Guðmundsdóttur. Þau eru akkúrat núna búin að vera
í hálft ár heima á Íslandi, því hún ákvað að byrja í lög-
fræði. Svo ég hef verið einsamall í Kaupmannahöfn,
en ég vona að þau komi sem fyrst eftir EM til Kaup-
mannahafnar.“
– Þú ert þá eins og vængbrotinn fugl?
„Algjörlega, eins og höfuðlaus her! En ég er að klára
námið mitt og reyni bara að nota tímann í það.“
– Hvað ertu að læra?
„Ég er að klára BS í viðskiptafræði frá Háskólanum
á Akureyri í vor. Ég á reyndar að vera löngu byrjaður
á lokaverkefninu, ætlaði að hefjast handa strax eftir
áramót, en það hefur vægast sagt gengið hægt. Þann-
ig að það verður stress í febrúar og mars að klára BS-
ritgerðina.“
– Um hvað ætlarðu að skrifa?
„Það er ekki alveg fast í hendi,“ segir hann og hlær.
– Hvað heillar svona við Kaupmannahöfn?
„Það er frábær staður, maður þekkir glás af fólki,
fjölskyldulífið er dásamlegt, leikskólinn frábær, okk-
ur líður mjög vel þar. Danmörk er þægileg fyrir Ís-
lendinga – það er stutt heim.“
– Eins og þjóð veit er pabbi þinn Atli Hilmarsson,
sem áður spilaði með landsliðinu. Berið þið saman
bækur ykkar?
„Ég heyri ekkert mikið í honum á milli leikja. Hann
hringir af og til og tékkar á stöðunni. En við erum í
góðu sambandi og jú, auðvitað hlustar maður á öll ráð
frá honum. Ekki spurning. Það er bara gott að eiga
áhugasaman föður, sem hefur náttúrlega gengið í
gegnum þetta allt saman. Það er gott að fá álit hjá ein-
hverjum sem situr heima í stofu. Ég held að hann sé
að koma um helgina, ætli að hjálpa okkur í gegnum
þetta um helgina!“
– Þið eruð ekki líkir leikmenn?
„Nei, ég held ég sé þyngri leikmaður og meiri
skriðþungamaður en hann var. Hann var ekkert mik-
ill um sig, en hann var frábær skytta og meiri lang-
skytta en ég, hoppaði eins og frægt var, sveif og sveif
og sveif, og lagði hann í hornið. Það er meiri þungi í
mér.“
– Þú líkist kannski móður þinn meira sem hand-
boltamaður?
„Já, mamma var víst efnileg í boltanum líka, en
þurfti að hætta snemma útaf hnémeiðslum. Ætli ég
hafi ekki bara fengið hnén hennar, veit ekki meir.“
– Svo eru yngri systkin þín efnileg?
„Þorgerður Anna litla systir gerir það gott í hand-
boltanum undir stjórn pabba. Hann treystir greini-
lega engum nema sjálfum sér til að stýra okkur fyrstu
árin í meistaraflokki þar sem hann þjálfaði mig líka
Arnór á lokahófi HSÍ árið 2004, besti leikmaðurinn, sá
efnilegasti og auk þess markakóngur.
Arnór reynir fyrir sér í skothörkukeppni í KA-heimilinu sem
mæld var með radar lögreglunnar á Akureyri
Viktor Szilagyi og Arnór voru í stórum hlutverkum í leik Austurríkis og Íslands í Linz, sem endaði með jafntefli liðanna.
14 31. janúar 2010