SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Síða 20
20 31. janúar 2010
H
alló!“
Það er kona sem svarar í farsíma Geirs
Sveinssonar þennan mánudagsmorgun.
Góðan dag. Orri Páll Ormarsson heiti ég,
blaðamaður á Morgunblaðinu. Er þetta ekki hjá Geir
Sveinssyni?
„Jú, jú, þetta er einkaritarinn hans,“ segir röddin á lín-
unni og hlær dátt. Ekki fer milli mála að hér er á ferðinni
eiginkona Geirs, Jóhanna Vilhjálmsdóttir.
Er kappinn ekki við?
„Jú, en hann getur ekki talað við þig.“
Nú?
„Það er ekkert persónulegt. Hann er bara kominn með
svo svæsna barkabólgu að hann kemur ekki upp orði.“
Aumingja maðurinn!
Fyrir milligöngu Jóhönnu er viðtali samt komið í kring
síðar í vikunni – að því gefnu að Geir endurheimti málið í
tæka tíð.
Það gengur eftir.
„Þetta var svakalegt. Ég vaknaði bara svona um morg-
uninn,“ segir Geir þegar fundum okkar ber saman þrem-
ur sólarhringum síðar. Hann er ennþá svolítið hás en
brattur að öðru leyti.
Bæði sáttur og ósáttur
Geir var í sviðsljósinu um liðna helgi þegar hann gaf kost á
sér í annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík. Hann hafnaði í því sjötta. Fyrstu viðbrögð hans voru
vonbrigði. Skyldi hann ennþá sjá málið í því ljósi eftir að
hafa haft nokkra daga til að melta niðurstöðuna?
„Ég er bæði sáttur og ósáttur. Það er auðvelt að sjá nið-
urstöðuna frá báðum hliðum.
Það hafa margir haft samband við mig eftir prófkjörið
og óskað mér til hamingju. Þeirra á meðal Kjartan Magn-
ússon borgarfulltrúi sem benti mér á að fáir hefðu náð
betri árangri í prófkjöri flokksins í borginni í fyrstu at-
rennu. Mér þótti ákaflega vænt um þetta símtal frá Kjart-
ani. Sagan segir að þetta sé öruggt sæti í kosningum og
fyrir það er ég þakklátur. Mig vantaði heldur ekki mörg
atkvæði til að ná fimmta sætinu. Skoði ég málið í því sam-
hengi get ég ekki annað en verið sáttur.
Hitt er annað mál að ég stefndi á annað sætið og barðist
um það við fjóra aðra frambjóðendur. Þeir höfnuðu allir
fyrir ofan mig. Það eru vonbrigði. Ég er samt sannfærður
um að ég lagði mína baráttu rétt upp, ég hefði bara getað
gert aðeins betur. Þess vegna er ég ósáttur.“
– Er það ekki bara gamla góða keppnisskapið?
„Jú, ekkert annað,“ segir Geir og brosir.
– Hver er tilfinningin þegar þú horfir á heildarmynd-
ina?
„Þegar ég horfi á heildarmyndina má ég vel við una í
minni fyrstu atrennu. Það er ekki auðvelt fyrir nýtt fólk
að komast að í borgarstjórn, einkum þegar svona margir
sitjandi fulltrúar gefa kost á sér.“
Fjölbreytni af hinu góða
– Þótti mönnum þú of djarfur að stefna á annað sætið?
„Sumum. Öðrum ekki. Kannski hefði ég fengið aðrar
viðtökur hefði ég sóst eftir fjórða til fimmta sæti. Þá hefði
ég hins vegar getað lent neðar á listanum. Ég held ég hafi
gert rétt með því að stefna á annað sætið.“
– Hvers vegna bauðstu þig fram?
„Framboð mitt er fyrst og fremst tilkomið vegna ein-
Kannski er ég
bara einhver
Don Kíkóti?
Allt bendir til þess að Geir
Sveinsson, fyrrverandi lands-
liðsfyrirliði í handbolta, taki
sæti í borgarstjórn Reykjavíkur
fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins
eftir kosningar í vor. Hann
hefði viljað sjá meiri endurnýj-
un á lista flokksins og segir
áhyggjuefni hversu erfitt sé fyr-
ir nýtt fólk að koma sér á fram-
færi í stjórnmálum hér á landi.
Viðtal
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
10
01
67