SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Page 21
31. janúar 2010 21
Ekki er hægt að sleppa einum
fremsta handboltamanni Ís-
landssögunnar án þess að
spyrja hann út í „strákana okk-
ar“ og nýjustu ævintýri þeirra í
Austurríki.
„Þetta er einstakt lið sem
við eigum í dag,“ byrjar Geir
nánast áður en spurningin er
borin upp. Bros færist yfir and-
litið. „Eitt það sterkasta í sög-
unni. Það verð ég að við-
urkenna,“ heldur hann áfram
hlæjandi en Geir var um árabil
fyrirliði í vel frambærilegu
landsliði sem hafnaði meðal annars í fjórða sæti á Ólympíu-
leikunum í Barselóna 1992.
„Liðið í dag er einstök blanda af hæfileikaríkum leik-
mönnum og öflugu þjálfarateymi. Þetta er vel innstillt vél
sem hefur hvorki misst leikgleðina né húmorinn. Þær gerast
ekki betri, blöndurnar.“
Spurður um möguleika Íslands um helgina svarar Geir því
hiklaust til að liðið hafi alla burði til að fara í úrslit. „Vanda-
mál íslenska landsliðsins gegnum tíðina hefur verið skortur
á stöðugleika. Nú er hins vegar komið gott mót ofan í gott
mót og að sjálfsögðu á liðið að stefna á gullið. Það hefur oft
verið tabú að ræða um þessi markmið vegna þess að menn
vilja ekki setja of mikla pressu á sig. Það er skiljanlegt en á
móti kemur að það er sjálfsagt að gera kröfu til liðs sem hef-
ur getuna til að fara alla leið. Hafandi sagt það verður það
enginn heimsendir verði liðið ekki Evrópumeistari.“
Sá sig ekki í starfinu
Hann ber sérstakt lof á Guðmund Guðmundsson þjálfara.
„Hann hefur eflst gríðarlega sem þjálfari. Ekki svo að skilja
að hann hafi verið slæmur fyrir, núna hefur honum hins veg-
ar tekist að finna út sína veikleika og losa sig hreinlega við
þá. Þjóðin stendur í þakkarskuld við mig fyrir að hafa ekki
tekið starfið að mér á sínum tíma.“
Nú er dátt hlegið.
Sem kunnugt er leitaði HSÍ til Geirs þegar Alfreð Gíslason
hætti með landsliðið árið 2008 en að vel athuguðu máli
hafnaði hann tilboðinu. „HSÍ sýndi mér mikið traust en ég sá
mig ekki í þessu starfi til lengri tíma litið. Ég var nýbúinn að
eignast barn og annað á leiðinni, auk þess sem ég var búinn
að skuldbinda mig í annað starf. Þetta gekk einfaldlega ekki
upp.“
Geir þjálfaði Val um tíma og viðurkennir að hann hafi
stefnt í þessa átt. Þegar á reyndi hentaði starf hand-
boltaþjálfarans honum hins vegar ekki. „Þetta er kvöld- og
helgarvinna sem fellur illa að öllu fjölskyldulífi. Þetta er held-
ur ekki vel borgað hér heima. Öðru máli gegnir um þjálf-
arastörf erlendis. Satt best að segja hvarf neistinn á tíma-
bili. Ég sagði því skilið við handboltann og skellti mér í meira
nám.“
Geir iðrast einskis en viðurkennir að hann fái alltaf fiðring
þegar stórmót hefjist. „Handbolti var stór hluti af lífi mínu í
langan tíma og líklega losna ég aldrei við fiðringinn. Ég væri
alveg til í að vera í Vínarborg núna.“
Þjóðin stendur
í þakkarskuld við mig!
Geir Sveinsson var valinn
íþróttamaður ársins árið 1997.
lægs áhuga á borgarmálum. Ég held að fjölbreytni sé af
hinu góða og það hefur lengi verið hávær krafa um end-
urnýjun í flokknum. Ég átti satt best að segja von á því að
fleira nýtt fólk gæfi kost á sér að þessu sinni og hefði að
ósekju viljað sjá tvö ný nöfn í hópi sex efstu á listanum. Þá
er ég að hugsa um kosningarnar í vor. Ætli það séu ekki
aðallega þau vonbrigði sem spegluðust í mínum fyrstu
viðbrögðum.“
– Ertu með þessum orðum að gagnrýna störf núver-
andi borgarfulltrúa flokksins?
„Í raun ekki. Flokksmenn hafa sagt sinn hug og full-
trúarnir sem gáfu kost á sér til áframhaldandi setu í borg-
arstjórn fengu flestir hverjir góða kosningu. Jórunn dett-
ur að vísu aðeins niður en aðrir geta vel við unað. Hanna
Birna fékk mjög góða kosningu í fyrsta sætið og Gísli Mar-
teinn vann að mínu mati góðan varnarsigur. Júlíus Vífill
og Kjartan geta líka verið sáttir. Þá fékk Þorbjörg Helga
næstflest atkvæði allra frambjóðenda, þannig að ekki þarf
að kvarta undan hlut kvenna í þessu prófkjöri.“
– En …
„Eins og ég sagði áðan. Ég hefði viljað sjá aðeins meiri
endurnýjun, meiri ferskleika á listann.“
– Hvert er markmið flokksins í kosningunum?
„Draumastaðan er að fá átta menn kjörna og þar með
hreinan meirihluta en ætli raunhæft markmið sé ekki að
verja þessa sjö sem flokkurinn hefur.“
– Rætt hefur verið um að nýr leiðtogi framsókn-
armanna í borginni, Einar Skúlason, komi til með að
leiða flokkinn til vinstri, nái hann á annað borð kjöri.
Hver er þín tilfinning fyrir því?
„Mér finnst alls ekki sjálfgefið að myndaður verði
vinstrimeirihluti komi upp sú staða að Einar verði í odda-
aðstöðu. Þvert á móti hefur gengið vel í tíð núverandi
meirihluta og ekkert óeðlilegt að það samstarf haldi
áfram.“
– Verður ekki að teljast ólíklegt að þið myndið meiri-
hluta með Samfylkingu eða Vinstri grænum?
„Í sögulegu samhengi er það ekki líklegt en annað eins
hefur nú gerst í pólitík. Við megum heldur ekki gleyma
því að ráðhúsið er annar vettvangur en Alþingi. Í mínum
huga er lykilatriðið að gefa sér ekki niðurstöðu fyr-
irfram.“
– Hver eru brýnustu verkefnin í borginni?
„Það er mjög mikilvægt og algjör undirstaða alls annars
Morgunblaðið/Ómar
Korngörðum 2 | Sími 525 7000 | www.eimskip.is ||
Óskum íslenska landsliðinu velgengni á EM í handbolta.
Eimskip styður við bakið á strákunum okkar.
ÁFRAM ÍSLAND