SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Qupperneq 25
31. janúar 2010 25
þungamiðjan er börnin og sýn þeirra. Við erum alltaf að
segja börnum hvað þau eigi að gera og leggja línur fyrir
þau og stjórna þeim en þarna eiga raddir barnanna að
heyrast. Við viljum fá að vita hvernig þau vilja sjá heim-
inn. Þau eiga að erfa jörðina og það er mikilvægt að
áherslur þeirra komist til skila. Þarna hittast börn frá
ólíkum menningarheimum, skiptast á hugmyndum og
læra að bera virðingu hvert fyrir öðru.
Samtökin Kids Parliament vilja styrkja börn til mennt-
unar og munu einnig styðja við bakið á fjölfötluðum
börnum og unglingum. Menntun er grundvallaratriði.
Við erum til dæmis að vinna yndislegt verkefni í Sim-
babve. Þar er stúlka sem hefur gengið í gegnum miklar
raunir. Vinur minn frétti af þessari stúlku og hjálpaði
henni til að komast í öruggt skjól. Hann kom saman lítilli
viðskiptaáætlun fyrir hana og veitti henni fjárhagsaðstoð
til að hrinda henni í framkvæmd. Þessi unga stúlka, 23
ára gömul, er að senda heilu gámana af kaffibaunum í
matvöruverslanir í Þýskalandi. Nú er hún að hjálpa ung-
um stúlkum, sem hafa erfiða reynslu að baki, svo þær
geti staðið á eigin fótum. Þannig hjálpar einn öðrum sem
aftur hjálpar enn fleirum og úr þessu verður viss hring-
rás.“
Hafið þið sem eruð í forsvari fyrir barnaþingið fengið
góðar viðtökur hjá áhrifafólki?
„Virkilega, hópurinn er að stækka og við erum að fá til
liðs við okkur gott og áhrifamikið fólk sem hefur mannúð
að leiðarljósi. Ég var stödd í Ísrael um daginn og var að
tala þar við mann sem hefur skipulagt menntaátak milli
ísraelskra barna og palestínskra. Hann vill miðla okkur af
reynslu sinni þannig að þetta menntaátak hans verði
notað í öðrum löndum þar sem óeirðir og átök eru.“
Eru stjórnmálamenn í liði með ykkur?
„Nei, stjórnmálamenn eru ekki í hópnum en ég er al-
veg hlynnt því að svo verði.“
Af hverju ertu í þessari vinnu fyrir barnaþingið?
„Mig langar til að leggja mitt af mörkum til að heim-
urinn verði betri. Mér finnst ég verða að gera það. Ef það
á að byggja upp gott mannlíf verður að byrja á börn-
unum.“
Æðsti skipstjórinn
Þú átt son, en ertu í sambúð?
„Ég á kærasta, en hef búið ein erlendis með syninum í
fimm ár. Sonur minn er 16 ára og er á viðskipta-
stjórnamálabraut en hann er mikill söngvari og hefur lært
söng síðan hann var sjö ára. Við vorum svo heppin að
hann fékk Master music scholarship enda er hann einn
aðalsöngvari skólans og var í söngleiknum Vesalingunum
í fyrra og svo fór hann með aðalhlutverkið í Jesus Christ
Superstar-söngleiknum í vetur. Hann var svo fenginn
ásamt tveimur öðrum piltum til að syngja fyrir Bretlands-
drottningu í desember sem var mjög skemmtilegt. Þann
dag var ég auðvitað afskaplega stolt móðir.“
Þú þekkir og umgengst erlent áhrifafólk og ert búin að
vera í veislum með Karli Bretaprins, Kennedyunum og
ert að fara að borða með Barack Obama og öðrum gest-
um hans í Washington í næstu viku. Hvernig komstu inn
í þessa hringrás?
„Ætli það sé ekki í gegnum nettengsl sem maður er ein-
hvern veginn kominn í. Það þýðir eiginlega ekkert að
spyrja mig hvernig það gerðist. Þessi morgunverð-
arfundur með Obama er haldinn árlega og ég var meðal
150 gesta í fyrra.“
Hvernig er Obama?
„Ég hef ekki talað við hann, bara séð hann í návígi. Eins
og ég skynja hann þá hefur hann mikla útgeislun og orku.
Hann er greinilega mjög andlega sinnaður og ég er viss um
að hann á eftir að gera góða hluti. Hann er einn af þessum
útvöldu, valinn til þess að vera æðsti skipstjórinn á jörð-
inni í dag, sem er stórt og áhrifamikið starf. Hann hefur
aðra útgeislun en við flest. Hann kemur með tíðnibreyt-
ingu sem mun leiða til þess að ný gildi ryðja sér til rúms.“
Þú ert á ferð og flugi, býrð erlendis og ert heimsborg-
ari. Hvað á Ísland mikið í þér?
„Hér fæddist ég og ólst upp en samt finnst mér stund-
um eins og ég sé ekki héðan. Sennilega er ég bara frjáls
andi. En vitanlega þykir mér afar vænt um Ísland. Í
sautján ár hef ég búið í nokkrum löndum en þegar erf-
iðleikar steðja að íslensku þjóðinni þá finn ég að Íslend-
ingurinn í mér vaknar, ástin til landsins blossar upp og þá
langar mig til að taka þátt í að færa hlutina til betri veg-
ar.“
Skartgripahönnun stendur fyrir ákveðna velsæld í
huga flestra. Skipta peningar þig máli?
„Peningar hafa í rauninni aldrei skipt mig máli. Ég veit
svo ósköp vel að peningar koma og fara og við manneskj-
urnar tökum þá ekki með okkur yfir í annan heim. Gráð-
ug er ég ekki. Ég vel mér verkefni sem heilla mig. Ég kýs
að gera það sem mér þykir skemmtilegt og vil einbeita
mér að gefandi verkefnum.“
Barnabók og kvikmynd
Þú ert að gera mjög margt. Ég frétti að það væri vænt-
anleg eftir þig barnabók.
„Já, hún kemur út í mars, bæði á íslensku og ensku og
er til styrktar Kids Parliament. Þetta er fyrsta bókin af sex
í seríu og heitir „Rikka og töfrahringurinn á Íslandi“.
Þetta er bæði landfræðileg og söguleg bók með æv-
intýraívafi, eins konar kynning á Íslandi. Næsta bók í rit-
röðinni heitir „Rikka og töfrahringurinn á Indlandi“.
Bækurnar sex munu fjalla um lönd sem ég hef búið eða
starfað í.“
Þú ert líka framleiðandi að kvikmynd sem gerð verð-
ur eftir skáldsögunni Baróninum eftir Þórarin Eldjárn.
Hversu langt er það verkefni komið?
„Við Hrafnhildur Gunnarsdóttir meðframleiðandi
minn erum á byrjunarreit og erum að sækja um styrki.
Þetta ferli tekur þrjú til fjögur ár. Enn hefur engin
ákvörðun verið tekin um leikstjóra og leikara en við
Hrafnhildur verðum með gott fólk með okkur, bæði góða
erlenda og íslenska leikara. Þetta er mjög falleg saga sem
ég ólst upp með. Foreldrar mínir erfðu karöflu frá bar-
óninum sem þeir gáfu mér. Ég tengi hana alltaf við bar-
óninn og saga hans er mér kær. Mig langaði til að búa til
bíómynd um hann og þá bara geri ég það.“
Þú ert alveg óhrædd við að fara eigin leiðir.
„Já, ef ég næ tengingu við verkefni þá er ég sönn í
hjarta mínu og alveg sannfærð um að mér takist það sem
ég ætla mér.“
Morgunblaðið/RAX
Hendrikka Waage „Ætli ég sé
ekki bara of andlega sinnuð
fyrir hinn harða viðskiptaheim.“