SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Síða 32

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Síða 32
32 31. janúar 2010 E lín Hirst hefur þegar komið sér fyrir á lítilli skrifstofu á Höfðabakka. Þar tekur hún á móti blaðamanni, hlý og afslöppuð í viðmóti, glettin í bragði þegar svo ber undir. Íslandssagan, Söguatlasinn og alfræðiorðabækur í gluggakistunni, verkfæri fréttamannsins, túss á hvítri töflu á veggnum og næringin – biksvart kaffi í bollum. „Það er mikilvægt að geta vaknað á morgnana og gengið til sinna starfa eins og áður,“ segir hún. Það urðu þáttaskil í lífi Elínar á fimmtudag í síðustu viku. „Ég var að ljúka upptökum á kynningu fyrir Fréttaaukann, sem var á dagskrá síðastliðinn sunnu- dag,“ segir hún. „Það hafði verið spennuþrungið and- rúmsloft á RÚV í þó nokkurn tíma, sérstaklega þessa viku, og enginn vissi hver yrði næstur. Ég hafði fengið förðunina og til stóð að ég færi í frétta- lestur um kvöldið, þannig að ég hljóp upp stigann á aðra hæð, en mætti þar Ingólfi Bjarna Sigfússyni vara- fréttastjóra, sem beið eftir mér við stigaopið og sagði: „Óðinn vill tala við þig.“ Ég spurði: „Nú, nú, ætlar hann að reka mig?“ „Já, ég er hræddur um það,“ svaraði hann. Þannig að ég gekk beint á skrifstofuna til Óðins [Jóns- sonar fréttastjóra]. Það var stutt og laggott samtal. Hann rétti mér uppsagnarbréfið undirritað af Páli [Magnússyni útvarpsstjóra] og sagði jafnframt að uppsögnin ætti að taka gildi nú þegar. Ég spurði ekkert um ástæður. Hann sagði mér að auki að Fréttaaukinn yrði lagður niður og þannig væri uppsögnin til komin. Það gæti samt verið að mér byðust einhver verkefni á vegum RÚV, en það væri seinni tíma mál. Ég var með förðunina á mér og allt klárt og spurði hvort ég ætti að lesa fréttir klukkan 19 og 22 um kvöldið, eins og til hafði staðið. Hann svaraði: „Nei, vinnusambandi okkar er lokið og nú átt þú að fara heim.“ Þá gekk ég út og heyrði það á samstarfsmönnum mín- um, sem hringdu síðar í mig, að ég hefði verið eins og vofa. Enda er manni brugðið. Nú er maður kominn í þessi spor, sem fólk er að lenda í um allt þjóðfélag. Þetta er rosalega mikið áfall, eins og fyrir alla sem lenda í þessu, nokkuð sem Íslendingar eru að kynnast stórum stíl. Þetta er mikil höfnun og sárt, líka vegna fjölskyld- unnar, þar sem allir eru með grátstafinn í kverkunum. Það er tragedía í kringum svona uppsagnir.“ – En þú hefur upplifað þetta áður? „Þetta er í annað skipti sem ég fæ uppsagnarbréf. Ég var færð til í starfi síðastliðið haust, en hélt áfram störf- um við fyrirtækið. Mér var hinsvegar sagt upp störfum sem fréttastjóra Stöðvar 2 árið 1996. Eftir á að hyggja var það eitt það besta sem komið hefur fyrir mig, því ég fór að vinna hjá RÚV og mér fannst ég taka út nýjan þroska sem fjölmiðlamanneskja. Mér fannst það styrkja mig mikið faglega, en svo er því samstarfi lokið núna eftir tólf ár. Og ekki að mínu frumkvæði.“ – En Fréttaaukinn gekk vel. „Já, við fengum mjög gott áhorf og vorum hreykin af þeim þætti. Auðvitað eiga áhorfendur síðasta orðið og mælingarnar sýndu viku eftir viku toppáhorf. Við vor- um í fjórða til sjötta sæti yfir vinsælustu þættina í hverri viku á öllum markaðnum og ég þekki það af gamalli reynslu, að þá höfum við verið að gera eitthvað sem áhorfendum féll í geð. Ég held líka að það hafi verið þarft að nýta gamalt efni RÚV með þeim hætti sem við gerðum í þáttunum. Við dustuðum rykið af verðmætum sem lítið sem ekkert hafa nýst RÚV og mörkuðum fyrstu sporin í því að koma þeim í nútímalegt samhengi. Ég held að söguleg skír- skotun sé afar mikilvæg fyrir okkar samtíma í þeim miklu hremmingum sem við höfum lent í.“ – Ertu ósátt? „15 manns var sagt upp á fréttadeildinni. Mér finnst ég ekkert eiga skilið frekar en hinir að vera áfram í starfi.“ Hún dæsir. „Æ, þú veist að maður getur ekki lagt mat á eigin verðleika. Auðvitað er ég ósátt eins og allir sem fengu uppsögn. Mér fannst ég vera komin á algjörlega rétta hillu. Ég er stöðugt að hugsa og fá hugmyndir og er frek- ar vinnusöm, þó að segi sjálf frá, en lítið í því að búa til tengslanet og plotta. Ég sit heldur við og vinn. Ég fæ mikið út úr því.“ Nú brosir hún. „Ég mætti nú kannski gera meira af því að blanda geði og spjalla og vera uppi í kaffi.“ – Er þessi atburðarás afleiðing af sameiningu frétta- stofanna 16. september árið 2008? „Já, ekki spurning. Ég er náttúrlega fyrrverandi fréttastjóri og ég hef velt því fyrir mér, hvort menn hafi ekki viljað losna við mig strax haustið 2008. En ég lagði mikið á mig til að finna flöt á áframhaldandi samstarfi, vegna þess að ég taldi mig á réttri hillu hjá þessu fyr- irtæki, sem er stórt og umfangsmikið og fullt af tækifær- um. Þannig að ég lýsti því strax yfir, að ég tæki því eins og hverju öðru hundsbiti að Óðinn yrði tekinn fram yfir mig í þessu vali, en að ég ætlaði að halda áfram starfi mínu sem fjölmiðlamaður.“ Fulltrúar fólksins í landinu – Nú hefur verið gagnrýnt að innlend dagskrárgerð sé skorin niður, en hún liggi til grundvallar hlutverki RÚV sem ríkisstofnunar. „Content is king,“ segir Elín af einurð. „Það er gamalt viðkvæði í bransanum og eitt af því fyrsta sem Páll Magnússon sagði við okkur þegar hann tók við. Íslend- ingar vilja íslenskt efni og ef RÚV ætlar að svara kalli markaðarins, þá verður það að framleiða íslenska þætti. Og þeir verða að vera vandaðir. Það er ekki sama hvað boðið er upp á. Þegar áhorfsmælingar eru skoðaðar, þá sést vel að íslenska efnið er vinsælast. Þess vegna er leitt að RÚV sé komið í þá stöðu, að það telji sér ekki lengur fært að sinna þeim markaði. Ohf.-væðing RÚV hefur valdið mér vonbrigðum. Þeg- ar ég byrjaði árið 1998 ríkti mikill metnaður og menn- ingarlegur andi á stofnuninni, sem ég hreifst mjög af, komandi úr einkageiranum. Það hafði verið talað illa um RÚV í mín eyru og ég hef örugglega tekið þátt í því, en ég komst mjög fljótt á snoðir um það, að í RÚV-andanum byggju mikil verðmæti. Ég fann að fólk lagði mikið upp úr heiðarleika og óhlutdrægni, málfar skipti miklu mál og komið var fram við fólk sem RÚV átti samskipti við af virðingu – starfsmenn litu á sig sem fulltrúa fólksins í landinu.“ – Og þetta hefur breyst? „Mér finnst þetta hafa breyst. Áherslan á rekstrarlegar forsendur hefur algjörlega náð yfirhöndinni á kostnað Elín Hirst hefur verið fastagest- ur á heimilum Íslendinga í tvo áratugi, fyrst sem fréttaþulur og fréttastjóri á Stöð 2 og síðar hjá RÚV. Hún segir það hafa verið mikið áfall að fá reisu- passann hjá RÚV í síðustu viku, en situr þó ekki auðum höndum og er komin í önnur verkefni. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Þakklát fyrir góða skapið „Mér finnst ég verða afslappaðri með aldrinum,“ segir Elín Hirst. „Ég hef blíðkast svo ógurlega mikið.“

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.