SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Side 33

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Side 33
31. janúar 2010 33 þeirra gilda sem ég nefndi og eru svo dýrmæt.“ – Hvert er einkenni góðrar fréttastofu að þínum dómi? „Gæðin felast fyrst og fremst í fólkinu. Að mínum dómi á fréttastofa að hafa á að skipa fólki á öllum aldri. Og mikilvægt er að til sé farvegur fyrir þá sem eldast í greininni, því þeir færa fréttastofunni festu og yfirsýn, og þarna á ég ekkert sérstaklega við mig, enda er ég á miðjum aldri. Svo þarf góða blöndu af vinstri-, hægri- og miðju- mönnum, því þó að fréttamenn eigi að vera skoð- analausir, þá eru þeir það ekki, og fréttastofan þarf að endurspegla ólík viðhorf. Það þarf líka að vera jafnvægi milli landsbyggðar og Suðvesturhornsins, því þetta er miðill alls Íslands, ekki bara malbiksins fyrir sunnan. Það þurfa að vera bæði karlar og konur, það segir sig sjálft, og konur í alvörumálunum, sem reyndar hefur verið þróunin – mjúkum og hörðum málum er ekki lengur skipt eftir kynjum. Það þarf að vera fólk með reynslu af atvinnulífinu, fólk sem alist hefur upp í sveit og verið til sjós. Allt þetta skapar fréttastofu með þá skírskotun sem þjóðin á skilda að mínu mati. Og með mikilli umræðu um alla hluti, þar sem hver og einn er virkjaður í hugarflæðinu, þá verður til afurð sem er ansi góð. En ef hópurinn er of einsleitur, til dæmis í aldri eða skoðunum, þá glatast stór partur af þessu. Landsbyggð- arþátturinn í þessu er líka afar mikilvægur, það verða ekki til góðir fréttatímar án hennar og á jafnfæt- isgrundvelli við okkur hér í aðalstöðvunum í Reykjavík“ – Mér skilst þú sért að vinna að heimildarmynd? „Já, þetta er heimildarmynd sem ég hef unnið að síðan árið 2008. Hún er byggð á fjölskylduljósmynd sem varð á vegi mínum á Vesturfarasafninu á Hofsósi, mjög stórri ljósmynd sem þar hangir. Mér fannst eitthvað kunn- uglegt við myndina og fór að grufla í uppruna hennar, hringdi í ættingja mína, en ég vissi af tengslum við Vest- ur-Íslendinga. Þá kom í ljós að ein konan á myndinni er langamma mín. Þetta er systkinahópur hennar og foreldrar. Myndin er tekin árið 1890 í Kanada, en tólf árum eftir að þau flúðu frá Íslandi. Þá höfðu þau verið kotbændur sem áttu vart til hnífs og skeiðar, leiguliðar sem urðu að flytja átta sinnum á tíu árum og voru alltaf að missa börn. Þau fóru utan og freistuðu gæfunnar, fengu lán fyrir jörð og tólf árum síðar var þetta orðin blómleg fjölskylda. Ég heillaðist svo af þessu, að ég fór að rannsaka af hverju þau fóru og hvernig þeim gekk til að byrja með. Sagnfræði er mér mjög hugleikin og ég lauk MA-prófi í sagnfræði frá HÍ árið 2005. Svo ég safnaði saman 100 ættingjum í gegnum ljósmyndina, fyrst með einum tölvupósti, svo tveimur, og loks hittumst við öll sumarið 2008 í fyrsta skipti. Öll systkini langömmu minnar gift- ust Vestur-Íslendingum, en hún giftist manni sem var nýkominn frá Íslandi og þau sneru heim. Þess vegna er pínulítil grein af fjölskyldutrénu á Íslandi.“ – Og hvernig tókst til? „Þetta voru þvílíkir fagnaðarfundir. Ég veit ekki hve margir ættliðir voru þarna saman komnir, en fólki fannst frábært að hittast og taka þátt í að segja sögu landnema og forfeðra sinna. Við skoðuðum staðinn þar sem þau byggðu fyrsta bæinn sinn, fórum að gröf þeirra og svo héldum við dansiball! Við vorum öll saman eina helgi. Ég skipulagði þetta ásamt kanadísk-íslenskum frænda mínum, sem ég kynntist í gegnum tölvupósts- amskipti, og við fórum ellefu héðan frá Íslandi. Myndin er nærri tilbúin, hún er bara í lokavinnslu, og verður ferlega fín, þó að ég segi sjálf frá. Samstarfsmaður minn við gerð myndarinnar er Ragnar Santos kvikmynda- gerðarmaður og „pródúsent“ á fréttastofu Sjónvarpsins. Vonandi verður hún sýnd á RÚV um páskana; þeir voru að minnsta kosti búnir að gefa loforð fyrir því áður en þetta gekk yfir.“ – Það voru miklar sviptingar þegar þér var sagt upp á Stöð 2 á sínum tíma. „Það urðu eigendaskipti á Stöð 2. Þetta var einn fyrsti viðskiptabófahasarinn, á fallegri íslensku. Menn slógust um hlutabréfin, það voru handalögmál, og gamli meiri- hlutinn, sem hafði ráðið mig, beið lægri hlut. Jón Ólafs- son og hans menn náðu undir sig meirihluta hlutabréfa í Stöð 2 og ég var þá talin fulltrúi fyrri eigenda. En ein- hvern veginn hékk ég þarna ár í viðbót, það er svo lengi verið að drepa mig, áður en hann losaði sig við mig. Þá vildi hann fá inn sinn mann og það var Páll Magnússon.“ – Jón hafði ekki góð áhrif á starfsemina? „Ég hef aldrei verið stuðningsmaður hans.“ – Hvers vegna byrjaðirðu í fjölmiðlum? „Ég fór til Noregs í hagfræðinám, en leiddist óskaplega og ákvað að sækja um skólavist í Bandaríkjunum. Þá fékk ég allt í einu þá flugu í kollinn að verða blaðamaður og fór í fjölmiðlanám vestra. Ég fékk metið það sem ég var búin með í Noregi og þurfti bara tvö ár til að klára BA-gráðuna. Svo var ég ráðin af DV, en þá voru þar rit- stjórar Ellert B. Schram og Jónas Kristjánsson. Ég byrjaði í löggufréttum, hafði mikinn áhuga á dóms- og lög- reglumálum, og fljótlega var farið að fela mér alvöru- verkefni. Ég hafði ekki unnið þarna lengi þegar farið var að senda mig á vettvang, en þá var einmitt Óskar Magn- ússon fréttastjóri. Svo bauðst mér að fara yfir á Bylgjuna sem fréttamaður og þar var ég með frá upphafi.“ Alltaf að rétta hinn vangann? – Af hverju fórstu í útvarp? „Ég var í útvarps- og sjónvarpsnámi í Bandaríkjunum. Það var draumurinn. En mér var ráðlagt að læra fyrst vinnubrögð og að skrifa texta. Ég tók þetta í þrepum, sem ég hef svo ráðlagt öðrum að gera. Ég held að það hafi gert mér gott. Svo gerðist það árið 1988 að Páll Magn- ússon hringdi í mig og bauð mér starf á hinni nýstofnuðu fréttastofu Stöðvar 2. Ég stökk á það eins og skot, fannst ég hafa sigrað heiminn. Mér fannst þetta flott fréttastofa á þeim tíma og það var gaman að vinna með honum.“ – Páll Magnússon hefur verið mikill örlagavaldur í lífi þínu! „Já, það má eiginlega segja það, skrítið sem það er. En það er ekki slæmt á milli okkar. Ég lít á hann sem vin minn, en samt …“ Hún hikar. „Er maður að verða eins og í Biblíunni, alltaf að rétta hinn vangann? Byrjunin á Stöð 2 lagði svo mikinn grunn að öllu að ég lít alltaf á hann sem vin, þótt hann hafi skrifað undir uppsagnarbréfið mitt.“ – Þú verður kornung fréttaþulur? „Já, mjög snemma,“ segir hún og hristir höfuðið. „Ég hef verið fréttaþulur í tuttugu ár, allt frá árinu 1990, því þegar ég fór á RÚV, þá fékk ég strax aftur tækifæri sem þulur. Það kom því aðeins hlé frá 1996 til 1998 – ég hef verið meira og minna fréttaþulur síðan.“ – Þú getur verið mjög ákveðin í fasi. „Ég hef verið gagnrýnd fyrir að vera ansi hvöss, með hvasst augnaráð, en mér finnst ég verða afslappaðri með aldrinum. Ég hef blíðkast svo ógurlega mikið,“ segir hún og hlær innilega. „Sem er bara gott. En ég átti mína spretti sem um- ræðustjórnandi, til dæmis stjórnaði ég öllum umræðum fyrir forsetakjörið 1996 og stuðningsmönnum Ólafs Ragnars Grímssonar þótti ég alltof hörð við hann sem frambjóðenda, en þeir sem voru á móti honum prísuðu mann og lofuðu. Þannig að já, ég fór í gegnum mjög hvasst tímabil.“ – Hvað tekur nú við hjá þér? „Það er algjörlega óráðið.“ Hún brosir. „Ég er svo þakklát fyrir hvað ég hef gott skap, þannig að ég held bara áfram. Það er mikilvægt að vakna á morgnana og mæta í vinnu. Og ég hata engan, sem er gott, að minnsta kosti er það ekki djúpstætt hatur.“ Hún hlær og blikkar blaðamann. „Maður er pirraður út í ákveðna einstaklinga, en æ, ég veit það ekki. Nú er ég farin að tala við þig eins og vin- konu mína. Ef maður stjórnast af hatri, þá fer alltof mikil orka í það.“ – Lífið er of stutt! „Einmitt. Eins gott að njóta þess meðan maður getur.“ 2005 Fréttastofan undir stjórn Elínar Hirst þegar allt lék í lyndi. Mikið brottfall hefur verið af fréttastofunni síðan þessi mynd var tekin. Af þeim sem þarna störfuðu á fréttastofunni vinna aðeins átta enn hjá RÚV og aðeins sex hjá fréttastofunni. Þeir sautján sem eru hættir: Borgþór Arngrímsson, Finnur Beck, Valgerður Jóhannsdóttir, Karl Eskil Pálsson, Sigríður Ásgeirsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, G. Pétur Matthíasson, Ólafur Sigurðsson, Katrín Pálsdóttir, Edda Óttarsdóttir, Helgi H. Jónsson, varafréttastjóri, Gísli Sigurgeirsson, Ómar Ragnarsson, Benedikt Sigurðsson, Jón Gunnar Grétarsson, Baldvin Þór Bergsson og Jóhanna Margrét Einarsdóttir. En þeir sem eftir eru: Magnús Hlynur Hreiðarsson, Þórdís Arnljótsdóttir, Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, Bogi Ágústsson, Gísli Einarsson og María Sigrún Hilmarsdóttir. Auk þess eru á myndinni Páll Magnússon útvarpsstjóri og Margrét sem komin er á útvarpið. 2004 Elín Hirst í fyrstu Indlandsferðinni með Ernu Indriða- dóttur, samstarfskonu sinni á RÚV, og Sigrúnu Olsen, skólastjóra Lótushúss. Elín er mikill áhuga- maður um hugleiðslujóga og hefur farið þrisvar til Indlands. 1991 Aðalfréttaþula- teymið á Stöð 2, Ari Trausti Guðmundsson, Elín Hirst og Ingvi Hrafn Jónsson. „Þessi mynd skýrir sig sjálf,“ segir Elín og hlær. „Þetta átti að vera eins og í Ameríku, þessi klassíska upp- stilling, unga konan með eldri „anchor“-manninum, Ingva Hrafni. Og svo vinsæli veðurfrétta- maðurinn.“ 1999 Fjórir aðalþulir RÚV, en þarna var mörkuð sú stefna að hafa það alltaf sama teymið, fram að því hafði það verið rokkandi. „Þessi mynd hefur aldrei birst opinberlega áður, en ég lét ramma hana inn, af því að strákarnir eru eins og alltaf að hugsa um annað en að vera í vinnunni en við Jóhanna vorum auðvitað fullkomnar á hverri mynd!“ 1985 Ljósmynd frá frægum „kappakstri“ sem Elín Hirst og Kristján Ari Einarsson ljósmyndari tóku þátt í fyrir DV og þreyttu við blaðamann og ljósmyndara Morgunblaðsins árið 1985, en þá stóð til að taka á móti vélsleðafólki sem leitað hafði verið að og von var á í Landmannalaugar. „Þetta va spurning um hver næði fyrsta viðtalinu, hugsanlega einkaviðtali. Þarna var ég nýbyrjuð í bransanum og það setti strik í reikninginn að maður sem þá var nafntogaður blaðamaður á Morgunblaðinu, við þurfum ekki að nafngreina hann, tók lyklana úr bílnum okkar þegar við stoppuðum á Hellu og henti þeim út í móa. Við þurftum að leita að þeim og það tafði okkur. Keppnin gat verið hörð!“

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.