SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Síða 38

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Síða 38
38 31. janúar 2010 Morgunblaðið/Golli Flestir gera sér grein fyrir að öryggisins vegna er gott í svart- asta skammdeginu að bera endurskinsmerki. Það tíðkast þó ekki að fullorðið fólk næli á sig broskalla eða auglýsingar bankanna í formi endurskinsmerkja og margir hverjir sem taka útlitið fram yfir öryggið og sleppa því þessum örygg- isbúnaði þegar haldið er út í myrkrið. Þær Edda Jóna Gylfa- dóttir og Helga Björg Jónasardóttir vöruhönnuðir fundu lausn á þessu fyrir konur. Þær hönnuðu skartgripi sem eru um leið endurskinsmerki. „Okkur datt í hug að búa til skartgrip úr endurskinsmerkjum því þau sem eru í umferð eru mörg hver svo ljót. Fólk, og þá helst konur, er kannski frekar fáanlegt til að bera endurskinsmerki sé það fallegt,“ segir Edda Jóna. Þær stöllur hafa annars vegar hannað blóm sem er bæði hægt að næla í flík og líka hægt að hengja utan um háls eða á tösku. Hins vegar hafa þær hannað hanska úr ís- lenskri ull sem eru með endurskinsmerkjahring. Skínandi skartið þeirra Eddu og Helgu er hægt að finna í öllum helstu verslunum höfuðborgarsvæðisins sem selja íslenska hönn- un. signyg@mbl.is Skínandi skart Mæðgurnar Agnes og Edda með skín- andi skart. É g var löngu búin að ákveða að nota tau- bleiur áður en ég átti dóttur mína sem er í dag tveggja og hálfs árs. Sonur minn er að verða ellefu ára og þegar hann var ungbarn hvarflaði taubleiunotkun aldrei að mér,“ segir Hlín Ólafsdóttir taubleiuframleiðandi. Hlín vissi lítið sem ekkert um taubleiur fyrir þremur ár- um og hafði hugsað sér að not- ast við venjulegar gasbleiur og plast. Hlín átti ekki í vandræð- um með að finna bleiurnar en plastið fann hún hvergi. Hún leitaði því á netinu og segir að þá hafi opnast fyrir henni nýr taubleiuheimur. „Ég keypti að ég held í fyrstu allar tegundir sem til voru á markaðnum og þá bara eina bleiu af hverri tegund. Ég sá fljótt hvað það var sem mér fannst gott við hverja bleiu og hvað var slæmt. Það var svo af einskærri for- vitni sem ég ákvað að prófa að sauma sjálf bleiu. Ég hafði aldrei saumað áður, skoðaði leiðbeiningamyndbönd á net- inu og sat tvö heil kvöld við að setja teygju í eina bleiu. Ég var síðan fljót að komast upp á lagið og átti allt í einu fullt af bleium sem ég fór að sýna á spjallsíðum. Þar bað ein mamman mig að sauma fyrir sig og svo byrjaði þetta að spyrjast út og í dag anna ég varla eftirspurn,“ segir Hlín. Sérsniðnar bleiur fyrir hvert barn Nafnið Montrassar vekur eitt og sér athygli en hvers vegna skyldi Hlín hafa valið þetta nafn? „Nafnið kom mjög fljótt upp. Mig langaði einfaldlega að barnið mitt væri með flottari bleiu en börn annarra mæðra í kringum mig. Ég var svo mikill montrass og langaði til að monta mig af rassi dóttur minnar. Ég valdi alltaf sér- staklega flottar bleiur fyrir veislur og var ekkert að fela mig þegar ég var að skipta á henni. Það er eiginlega ómögu- legt að hún skuli vera hætt með bleiu í dag,“ segir Hlín og hlær. Það sem gerir Montrassa- bleiurnar sérstakar er að hver og einn getur hannað sínar bleiur. Boðið er upp á sér- sniðnar bleiur fyrir grönn og þykk læri og einnig er í boði fjölbreytt úrval af ytra og innra byrði, bæði að útliti og gerð. „Í innra byrði er ég með það sem kallast apaskinn, sem er efni sem ég mæli mjög mikið með. Ég er líka með flís og lífrænt bambusefni og svo hef ég að- eins verið að prófa mig áfram með íslensku ullina. Hversu mikið hún stingur hefur verið til vandræða en ég er þó ekki búin að gefast upp,“ segir Hlín. Ásamt því að sinna Mont- rössum er Hlín grafískur hönn- uður og tekur hún að sér ýmis hönnunartengd verkefni, hún er líka deildarstjóri á leikskóla og með tvö börn. Það er því óhætt að segja að Hlín sitji ekki auðum höndum. Í fyrra hlaut hún styrk frá Atvinnumálasjóði kvenna og notaði hann til að kaupa sér nýja saumavél. Hlín segist vera uppfull af hug- myndum tengdum bleiugerð og barnafötum en vantar meiri tíma til að útfæra þær. Áhuga- samir geta kynnt sér taubleiur Hlínar á heimasíðunni mont- rassar.net. Montrass í bleiufram- leiðslu Hlín Ólafsdóttir byrjaði að sauma nokkrar taubleiur á dóttur sína. Fljót- lega var hún farin að framleiða bleiur fyrir fjölskyldu og vini og selur nú bleiur undir nafninu Montrassar. Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Hlín saumar bleiur sem kaupandinn hannar sjálfur. Morgunblaðið/Golli Montrassarnir Matthildur og Emma. ’ Mig langaði einfaldlega að barnið mitt væri með flottari bleiu en börn ann- arra mæðra í kring- um mig. Ég var svo mikill montrass og langaði til að monta mig af rassi dóttur minnar. Hönnun

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.