SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Qupperneq 39
31. janúar 2010 39
Þ
að eru listakonurnar Sigríður Ásta Árnadóttir
og Kristín Sigfríður Garðarsdóttir sem eru
hönnuðirnir á bak við stellið, en það er sam-
starfsverkefni sem þær unnu fyrir sýningu sem
bar yfirskriftina Einu sinni er. Sigríður Ásta er text-
ílhönnuður og á hún heiðurinn af ullarkúlunum sem
skreyta stykkin, en Kristín er keramiker. Þær kynntust í
gegnum tengsl sín við verslunina og þegar Sigríði var
boðið að vera með á sýningunni valdi hún strax Kristínu
til að vinna með. „Ég leit í kringum mig í búðinni þar
sem ég er að vinna og hugsaði bara með mér að það væri
gaman að vinna með Kristínu, af því að hún er svo mikill
húmoristi og af því að ég er svo hrifin af því sem hún
gerir. En það er líka svo ofboðslega ólíkt því sem ég er að
gera, þannig að þetta var áskorun fyrir okkur,“ segir
Sigríður Ásta.
Þema sýningarinnar var gamalt/nýtt og var verkefnið
að búa til einhvern nytjahlut. Listakonunum reyndist
erfitt að finna leið til að sameina ullina og postulínið í
hversdagslegum nytjahlut. „Kristín lét mig hafa eitt-
hvað af keramikbitum og ég var svona að fikta með þá
og reyna að spyrða þá saman við textíl. Og einhvern
veginn fúnkeraði þetta ekki. Það kom í ljós að nýtingin
myndi alltaf takmarkast við eiginleika efnanna. En það
er í sjálfu sér ekki verri aðferð en hver önnur til að landa
einhverri hugmynd, að hanna bara út frá eiginleikum
efnisins,“ segir Sigríður Ásta og lítur á Kristínu sem tek-
ur undir. Hvað notagildið varðar segir Kristín að stykkin
séu á mörkum þess að vera nytjahlutir og listmunir. Hún
segir það í raun undir eigandanum komið hvernig
stykkið sé nýtt en sjálf sér hún þau til dæmis fyrir sér
sem prýðilegustu sælgætisskálar.
Þær segja samvinnuna hafa gengið vel og að það hafi
mikið verið hlegið meðan á sköpunarferlinu stóð. Þær
viðurkenna að hafa farið smá krókaleið í kringum þem-
að gamalt/nýtt, en til þess að bjarga sér fyrir horn
sömdu þær skemmtilega þjóðsögu sem hugmyndin á
bak við stellið sækir í. „Flökkukindin er þjóðsagnaper-
sóna og liturinn á krukkunum er tenging við söguna,“
segir Sigríður Ásta og telur upp litanöfnin sem þær
bjuggu til en þau voru til dæmis kindagötugrænn, sum-
arnáttablár og rollutungurauður.
Eftir að hafa farið á sýningar víðsvegar um landið er
stellið nú til sýnis í bakherbergi í Kirsuberjatrénu. Að-
spurðar hvort þær hafi hugsað sér að vinna meira saman
útiloka þær ekki neitt en segjast báðar vera það upp-
teknar að það sé erfitt yfir höfuð að finna tíma fyrir
samstafsverkefni. „Það er ofboðslega gaman að vera
með sameiginlegt sköpunarferli en það er miklu flókn-
ara. Það tekur tíma og getur orðið ofboðslega snúið. En
þetta getur líka verið hvíld frá því sem maður er að gera
venjulega,“ segir Sigríður Ásta að lokum.
Morgunblaðið/Heiddi
Kindarlegt
postulín
Í Kirsuberjatrénu við Vestur-
götu er nú til sýnis nýstárlegt
postulíns- og ullarstell.
Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Listakonurnar Kristín Sigfríður og Sigríður Ásta.
’
Flökkukindin er þjóðsagnaper-
sóna og liturinn á krukkunum
er tenging við söguna.“
Mörg eru þau yfirskilvitlegu fyrirbæri sem í íslenskri
þjóðtrú tengjast Jónsmessunótt, enda nóttin ein af
fjórum mögnuðustu nóttum ársins. Eitt það allra und-
arlegasta fyrirbæri sem tengist þessari nótt mun vera
flökkukindin, sem telst til ættar huldufjár og munn-
mæli kveða á um að birtist mönnum þá helst aðfara-
nótt 24. júní, þótt vissulega sé það þekkt að flökku-
kindur skjóti upp fagurhyrndum kollinum meðal
almúgakinda á öðrum tíma. Flökkukindin líkist við
fyrstu sýn mjög frænku sinni íslensku sauðkindinni,
þótt bæði sé hún stærri, fótfrárri og föngulegri á að
líta. En það sem fyrst og fremst er óvenjulegt við
huldukynið er ullin, sem mun afbragð annarrar ullar,
en ull af flökkukind er þeirri náttúru gædd að geta tek-
ið á sig hvern þann lit sem óskað er.
Sé ætlunin að hafa hendur í hári flökkukindar er að
sögn vænlegast til árangurs að koma sér fyrir í ná-
munda við krossgötur aðfaranótt Jónsmessu, vel
birgur af ilmandi, nýtíndu lyngi, birkilaufi eða græn-
gresi öðru. Flökkukindin er að sögn ljónstygg skepna
og mikilvægt að fara sér í engu óðslega við að nálg-
ast hana. Ef heppnin er með og hægt er að ná taki á
ullinni, skal fara upphátt með nafn þess litar sem
óskað er að ullin taki á sig og kippa snöggt í.
Um flökkukindur
að fornu og nýju
Nú geta fínar frúr líka borið endurskinsmerki.
Á Hársafni Leilu má finna eitt stærsta safn skartgripa
og annarra muna sem búnir eru til úr mannshári. Þar
eru m.a. 159 hársveigar og yfir 2.000 skartgripir sem
innihalda, eða eru alfarið búnir til úr mannshárum. Úfin
hálsmen og loðnar nælur eru m.a. til sýnis. Safnið er
líklega það eina í heiminum sem sérhæfir sig í höf-
uðprýðinni og hefur fengið töluverða athygli fyrir það.
Þótt ýmis furðuverk séu á safninu safnar það einnig
sögulegu hári. T.d. er þar að finna lokk úr hári Daniels
Websters sem var þekktur mælskumaður og öld-
ungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum. Þá gaf gam-
anleikkonan Phyllis Diller safninu hárlokka og hafa þeir
verið settir í sveig sem er varðveittur í ramma á safninu.
Leila Cohoon byrjaði að safna hári í tómstundum
þegar hún var við nám í snyrtifræði fyrir um 40 árum.
Tómstundagamanið vatt upp á sig, henni áskotnuðust
hársveigar frá tveimur systrum en hárið var rakað af
þeim þegar þær gengu í klaustur. Þá bjó Leila til sögu-
bók fjölskyldu sinnar sem nær aftur til ársins 1725 og
er þar m.a. að finna lokka úr hári einstakra fjölskyldu-
meðlima.
Skartgripir úr hári
Leila Cohoon byrjaði að safna hári í tómstundum fyrir fjörutíu árum.