SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Page 41

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Page 41
31. janúar 2010 41 800 g laukur 2-3 hvítlauksgeirar 3 msk olía 1 msk herbes de provence, ítölsk kryddjurtablanda eða önnur þurrkuð kryddjurtablanda 1½ l vatn 1 msk grænmetiskraftur 1 dós saxaðir tómatar nýmalaður pipar salt brauðsneiðar rifinn ostur Laukurinn flysjaður, skorinn í helm- inga eða fjórðunga og síðan í þunnar sneiðar. Hvítlaukurinn saxaður smátt eða pressaður. Olían hituð í potti, lauk- urinn settur út í og látinn krauma við fremur vægan hita án þess að brúnast í um fimm mínútur. Þá eru kryddjurtirnar settar út í og síðan vatn, grænmetis- kraftur og tómatar. Hitað að suðu, kryddað með nokkuð miklum pipar og salti og látið malla við vægan hita í um 45 mínútur. Smakkað og bragðbætt með meiri pipar og salti ef þarf. Grillið í ofninum hitað, brauðsneiðunum raðað á plötu, rifnum osti stráð yfir og bakað þar til osturinn er bráðinn og fallega gullinbrúnn. Brauðið borið fram með súpunni eða ef hún er borin fram á diskum er ein sneið sett ofan á hvern disk. Lauksúpa með tómötum Nanna hefur í gegnum árin skrifað ótal mat- reiðslubækur og má fullyrða að þær hafi komið ófáum byrjendunum að góðum notum í eldhús- inu. Sjálf er Nanna mikill aðdáandi matreiðslu- bóka en nálgast þær öðruvísi en flestir. „Ég elda svo til eingöngu upp úr sjálfri mér. Ég á nátt- úrlega mörg hundruð eða þúsund mat- reiðslubækur, ég er alltaf að lesa uppskriftir. En það er til þess að fá hugmyndir, ekki til þess að fara eftir þeim. Meira að segja er það þannig með uppskriftir, sem ég er búin að vera að gera frá því ég var krakki, að ég er alltaf að breyta þeim. Mér finnst nánast engin uppskrift vera þannig að það megi ekki breyta henni, ég er einmitt alltaf að hvetja fólk til þess að breyta til, prófa eitthvað nýtt. Bókin sem ég gaf út í fyrra, Mat- urinn hennar Nönnu, byggist dálítið upp á því að breyta og nota bara það sem er til. Og eins nota afganga og láta ekkert fara til spillis. Og nýta allar krukkurnar sem maður á í skáp- unum.“ Aðspurð hvort ný bók sé á leiðinni segist Nanna vera með ótal hugmyndir í kollinum, mislangt komnar í þróunarferlinu. „Ég er að gera ýmsa hluti … sem geta farið í allar áttir,“ segir hún hugsi en hlær svo við. En á hún sér þá ein- hvern uppáhaldsmat? „Nei,“ svarar hún ákveðið. „Fólk heldur oft að ég sé óttalega matvönd eða að það sé ekki hægt að bjóða mér hvað sem er, en ég borða bara það sem fyrir mig er lagt. Þegar ég er með börnin og tengdabörnin í mat, þá held ég að þau myndu velja kjöt og karrí. Og það er svona frekar klassískt. Og þá kemur einmitt að því sem við vorum að ræða varðandi að breyta hlutunum. Ég er stundum eitthvað að bæta út í en krakkarnir vilja hafa matinn eins og þau hafa vanist honum.“Nanna Rögnvaldardóttir á um þúsund matreiðslubækur en segist aðeins lesa þær til að fá innblástur. Morgunblaðið/hag 4 egg ½ l mjólk 1 tsk vanilludropar 150 g hveiti 2 msk sykur ½ tsk lyftiduft örlítið salt 50 g smjör Egg, mjólk og vanilludropar þeytt saman. Hveiti, sykri, lyftidufti og salti blandað sam- an í skál og mjólkurblöndunni hrært saman við smátt og smátt þar til soppan er kekkja- laus og hæfilega þykk. Smjörið brætt á pönn- unni og hrært saman við. Síðan er dálitlu af soppunni ausið á pönnuna og henni snúið fram og aftur þar til deigið þekur hana alla. Pönnukakan á að vera eins þunn og mögu- legt er. Ef soppan er of þykk má bæta við að- eins meiri mjólk. Pönnukakan steikt í hálfa til eina mínútu, þar til hún er gullinbrún. Þá er pönnukökuspaða rennt meðfram pönnu- barminum til að losa um pönnukökuna og henni síðan snúið og hún steikt í fáeinar sek- úndur á hinni hliðinni. Hvolft á disk eða borð og næsta pönnukaka steikt. Bornar fram með sykri eða með rjóma, sultu eða t.d. karamellusósu og pekanhnetum. Karamellusósa 100 ml rjómi 100 ml hrásykur eða púðursykur 75 g smjör Allt sett í pott, hitað að suðu og látið sjóða í nokkrar mínútur, þar til sósan er gullinbrún. Morgunblaðið/hag Pönnukökur með karamellusósu

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.