SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Page 42
42 31. janúar 2010
V
ið lifum á erfiðum tímum,
Hrunadansinn dunar áfram í
djöfulmóð og fátt bendir til
að honum linni í bráð. Það
hlaut að koma að því að niðurskurð-
arhnífur valdhafanna stæði í kvik-
myndagerðinni sem öðrum greinum en
enginn bjóst við að hann yrði kafrekinn
upp að hjöltum, eins og kom í ljós í
ræðu menntamálaráðherra í vikunni.
Maður spyr sig, hvað hefur þessi list-
grein til saka unnið að þurfa að blæða
öðrum fremur?
Yfirleitt hefur niðurskurðarkutinn
haldið sig í námunda við 10 prósenta
mörkin (og þykir flestum nóg), og hefðu
kvikmyndagerðarmenn sem aðrir lands-
menn, tekið því af skilningi. Þá er þess-
ari rísandi listgrein tilkynnt um náð-
arhöggið, henni tjáð að hún verði skorin
niður við trog, þrefalt á við aðrar.
Kvikmyndagerð í einhverjum mæli er
ung listgrein á Íslandi, hnífsstunguna
fær hún í þrítugsafmælisgjöf. Það hefur
svo sem ekki verið mulið undir hana,
lengst af þurftu framleiðendurnir að
leggja allt undir til að láta drauminn
verða að langþráðum veruleika og
framþróunin var hæg. Fyrstu ár „hins
íslenska kvikmyndavors“ voru blómleg,
margir snjallir listamenn leyndust meðal
þjóðarinnar sem tók íslenskum kvik-
myndum fagnandi. Þegar nýjabrumið
var úr sögunni tók að harðna á dalnum
en samt sem áður og án umtalsverðs
velvilja stjórnvalda þokaði okkur samt
alltaf heldur fram á við. Á nýrri öld fór
skilningur ráðamanna að aukast, styrkir
að hækka og þar með jukust gæði og að-
sókn. Fyrir bragðið eigum við í dag
harðsnúið lið frábærra fagmanna í öllum
greinum kvikmyndagerðar, leikstjóra,
klippara, hljóðmenn, búningahönnuði,
leikara, flinkir og nútímalegir handrits-
höfundar hafa látið að sér kveða í aukn-
um mæli og svo mætti lengi telja. Þá
kemur kjaftshöggið.
Menntamálaráðherra reyndi að bera í
bætifláka með loforði um að á næsta
niðurskurðarári yrði dregið úr stung-
unni, önnur listgrein dregin upp á af-
tökupallinn. Hver skyldi trúa því? „If
somebody gives you a bagful of shit
smiling, it doesńt mean you have to
take it,“ sagði kempan Rambó í First
Blood, snerist á hæli og jafnaði um and-
skota sína. Raunveruleikinn á Íslandi
árið 2010 er harðsnúnari viðureignar.
Íslands ölmusumenn
Annar vandi við að glíma er sá að maður
hefur haft á tilfinningunni í þessi þrjátíu
ár að það hafi aldrei ríkt sú virðing fyrir
innlendri (jafnt sem erlendri) kvik-
myndagerð hérlendis sem henni ber,
hún hefur lengst af þótt á lægra plani en
aðrar greinar hjá stjórn menntamála og í
ýmsum menningarkreðsum. Und-
anskiljum árin í kringum 2007, þegar
þjóðin fór út af sporinu á flestum svið-
um og varð meira að segja meðvituð um
ómetanlegt gildi kvikmyndarinnar sem
list og afþreying.
Hvað sem öðru líður er óskandi að við
þurfum ekki að bíða eftir næsta tímabili
æðibunugangs og óráðsíu til að íslenska
kvikmyndin njóti þess sannmælis sem
henni ber, viðhorfsbreytinga er sann-
arlega þörf.
Sjónvarpið fer með eitt lykilhlutverkið
í kvikmyndagerðinni, þar hafa menn
fengið gríðarlega reynslu og fjármagn.
Útvarpsstjórinn sagði fyrir skömmu að
hann teldi skynsamlegast að hlúa frekar
að sjónvarpsmynda- og þáttagerð fyrir
það stórskerta fé sem það mun hafa til
ráðstöfunar á næstunni, minna máli
skipti að eyða því í kaup á sýningum
leikinna íslenskra bíómynda og heimild-
armynda. Þetta er röng, vafasöm
ákvörðun, þessir peningar eru afar mik-
ilvægir kvikmyndaiðnaðinum, ekki síst
heimildarmyndagerðinni.
Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum sínum í nýjustu mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Mömmu Gógó.
Kvikmyndagerð í kröggum
Kvikmyndagerð verður skorin niður við trog, þrefalt á við aðrar greinar í
íslensku listalífi. Maður spyr sig, hvað hefur þessi listgrein til saka unnið?
Sæbjörn Valdimarsson sæbjorn@heimsnet.is
Liðinn er mannsaldur án þess að minnstu ellimörk
sjáist á einni bestu og minnisstæðustu kvikmynd
sögunnar: Stórvirki Johns Steinbecks og bókmennt-
anna, Ford og kvikmyndanna. Þetta snilldarverk um
hugrekki, fátækt og hróp á réttlátara þjóðfélag segir
frá raunalegum búferlaflutningi Oklahoma-búa til
fyrirheitna landsins, Kaliforníu. Persónurnar upp-
flosnað, allslaust bændafólk á tímum þurrkanna í
miðríkjunum og kreppunnar miklu. Það á ekkert
nema vonina og fötin sem það stendur í. Ekki er allt
gull sem glóir, raunveruleikinn jafnvel enn óbærilegri
í glóaldinfylkinu þar sem sá sterki er enn miskunn-
arlausari og misjafnari mannanna kjörin. Ógleym-
anleg mynd og saga með ógleymanlegum persónum
og leikurum. Þau Henry Fonda, Jane Darwell, Char-
les Grapewine, túlka Joad-fjölskylduna ógleym-
anlega, John Carradine sem ærður presturinn, þetta
er ódauðlegt fólk í sígildri mynd. Myndin er ferðalag
sem fylgir manni á leiðarenda. bbbbb
saebjorn@heimsnet.is
Kvikmyndaklassíkin Þrúgur reiðinnar – The Grapes of Wrath (1940)
Harðsótt leit að réttlætinu
Þrúgur reiðinnar
Sunnudagur 31.1. Stöð 2 BÍÓ kl. 20.00
Don Johnston, (Bill Murray) er miðaldra,
ólæknandi kvennabósi. Daginn sem kær-
astan segir honum upp fær hann nafnlaust
bréf frá gamalli vinkonu, sem tjáir honum að
hann eigi 19 ára gamlan son. Hann heldur
út á þjóðveginn til að heimsækja gömlu kær-
usturnar til að komast að því hver þeirra sé
bréfritarinn/móðirin. Ferðalagið og heim-
sóknirnar fær Don til að velta því í fyrsta
sinn fyrir sér í fúlustu alvöru hvort hann sé
aðeins forríkur, eigingjarn kvennabósi;
hismi. Ferðalagið á milli gamalla hjásvæfna,
sem eru túlkaðar af afbragðsleikurum þar
sem Sharon Stome stelur senunni (!) er eng-
inn dans á rósum en Jarmusch vinnur vel úr
efniviðnum. Gamansöm en full af eftirsjá og
einmanaleik og besta mynd leikstjórans
seinni árin. Leikstjóri: Jim Jarmusch. Aðal-
leikarar: Bill Murray; Julie Delpy; Heather
Simms. bbbbn
Broken Flowers
Laugardagur 30.01. kl. 19.35. (Stöð 2) Níu
ára snáði kemst að því sér til mikillar skelf-
ingar að samtímis honum og ömmu hans á
hóteli við sjávarsíðuna þinga hinar ferleg-
ustu nornir. Enginn trúir honum enda er
hann einn um að sjá í gegnum dularhaminn.
Fínasta fjölskyldufantasía eftir hinn marg-
slungna Roeg og gervi eftir Jim Henson. Anj-
elica Huston er stormandi góð sem norna-
drottningin og Mai Zetterling ekkerft síðri
sem amman. Leikstjóri: Nicholas Roeg.
Leikarar: Anjelica Houston; Mai Zetterling;
Jasen Fisher. bbbmn
Myndir vikunnar í sjónvarpi
The Wiches
Kvikmyndir