SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Qupperneq 48
48 31. janúar 2010
B
andaríski rithöfundurinn James
Patterson er tíður gestur á met-
sölulistum um heim allan, svo
tíður reyndar vestanhafs að eng-
inn höfundur annar hefur roð við honum.
Þó ekki hafi hann verið eins áberandi í
fjölmiðlum og til að mynda Stephen King,
John Grisham eða Dan Brown þá kemur
fram í nýlegri grein í The New York Times
að fleiri bækur eftir Patterson hafi selst í
Bandaríkjunum á síðustu árum en eftir þá
King, Grisham og Brown – samanlagt.
Þrátt fyrir þessar vinsældir (eða
kannski vegna þeirra) er Patterson ekki
óumdeildur; sumum finnst hann afleitur
höfundur og ómögulegur (til að mynda
kann Stephen King lítt að meta hann), en
milljónir lesenda halda upp á hann og
þeim fjölgar sífellt, aukinheldur sem vin-
sældir hans hafa kallað fram breytingar á
bókamarkaði vestanhafs og eiga örugglega
eftir að hafa áhrif víðar um heim.
Eins og kemur fram í viðtali við Pat-
terson hér til hliðar þá starfaði hann hjá
auglýsingastofu þegar hann skrifaði sína
fyrstu bók, en fram að því hafði hann setið
við skriftir árum saman. Þessi fyrsta bók
hans, The Thomas Berryman Number,
kom út 1976 og var svo vel tekið að hún
fékk Edgar-glæpasöguverðlaunin fyrir
bestu fyrstu bók höfundar.
Salan á henni var þó ekki meiri en svo
að Patterson hafði ekki efni á að snúa sér
að ritstörfum eingöngu, en hún er líka
talsvert frábrugðin öðrum bókum hans,
betur skrifuð að því er hann segir sjálfur,
en sagan ekki nógu spennandi. Með tím-
anum hefur hann líka lagt minni áherslu á
textann og meiri á söguþráðinn, lagt meira
upp úr því að framvindan í bókinni sé hröð
og fléttan ekki of snúin, og það hefur skil-
að sér margfalt.
Á næstu árum eftir að The Thomas
Berryman Number kom út skrifaði Patter-
son nokkrar bækur til með takmörkuðum
árangri, en sló svo í gegn með bókinni
Along Came a Spider sem kynnti til sög-
unnar réttarlækninn og sálfræðinginn
Alex Cross. Sú bók og næstu Alex Cross-
bækur, Kiss the Girls og Jack & Jill, gengu
svo vel að Patterson sagði upp á auglýs-
ingastofunni, en þar var hann komin í vel
launaða stjórnunarstöðu, og sneri sér al-
farið að skrifum.
Þessi fyrsta Alex Cross-bók seldist svo
vel vegna þess að fólk kunni að meta hana,
svo mikið er víst, en það sem Patterson
beitti sér líka fyrir var að bókin væri aug-
lýst í sjónvarpi vestanhafs, sem var fáheyrt
á þeim tíma og kostaði glímu milli hans og
útgefandans sem lyktaði með því að Pat-
terson gerði sjálfur sjónvarpsauglýsingar
og borgaði fyrir fyrstu birtingar. Hann
nýtti líka þekkingu sína á auglýs-
ingafræðum með því að búa svo um hnút-
ana að bækurnar væru með áþekkar káp-
ur, litríkar með stórum fyrirsögnum, og
valdi heiti á þær upp úr vögguvísum sem
allir þekktu. Hann lagði líka áherslu á að
heimsækja oft þær borgir þar sem bækur
hans seldust vel til að treysta vinsældirnar
þar áður en hann sótti inn á ný markaðs-
svæði. Allt hefur þetta orðið alsiða í bóka-
útgáfu vestanhafs og fyrir vikið hefur
markaður þar gerbreyst, metsölubæk-
urnar seljast meira en nokkru sinni og þær
eru líka kynntar af meiri krafti en áður
tíðkaðist.
Til þess að halda dampi og geta aukið
enn afköstin byrjaði Patterson að vinna
bækur með öðrum höfundum, allajafna
lítið þekktum eða óþekktum, en allir
skrifa þeir undir skjal um að óheimilt sé að
greina frá verkaskiptingunni. Það liggur
þó fyrir að Patterson stýrir vinnunni, legg-
ur til grunnhugmynd og grind að sögunni
og fylgist síðan með því að viðkomandi
samstarfsmaður haldi sig við rétta stemn-
ingu í bókinni.
Á síðustu árum hefur Patterson líka
valið sér samstarfsmenn í öðrum löndum
til að sækja inn á þau markaðssvæði og
gott dæmi um það er samvinna hans við
sænska höfundinn Lisu Marklund. Sagan
segir að Patterson hafi verið óánægður
með dræma sölu bóka sinna á Norður-
löndum og því leitað til Marklund, en bók
þeirra kemur út á árinu.
Hamhleypan
mikla – James
Patterson
Bandaríski rithöfundurinn James Patterson er
mesti metsöluhöfundur heims nú um stundir og
nýtur meiri hylli en dæmi eru um. Afköstin ráða
þar einhverju en hann sendi frá sér níu bækur á
síðasta ári og níu bækur til koma út á þessu ári.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Lesbók
F
yrir þremur árum lagði ég leið
mína í eitt af kvikmyndahúsum
bæjarins. Ég kom mér fyrir í bið-
röðinni fyrir framan miðasöluna
og þegar kom að mér bað ég um einn miða.
„Viltu víæpí?“ spurði þá ung og fögur af-
greiðslustúlkan.
Ég vissi náttúrlega ekki við hvað stúlkan
átti en ég er áhugamaður um íslenskt mál
og framgang þess og spurði hana því hvað
hún ætti eiginlega við.
Stúlkan starði á mig skamma stund í for-
undran og upplýsti mig síðan um að þetta
orð stæði fyrir very important person.
Ég spurði hana á móti hvort henni sýnd-
ist ég tilheyra þeirri tegund.
Það kom sýnilega á stúlkuna. Það var
nefnilega hverjum manni augljóst að vart
gat óvíæpílegri mann en mig. Að því var
auðvitað mikil skömm enda þótti þá slíkt
fólk miklar gersemar, hafði komist í tísku
og var meira að segja stundum orðað við
mannauð þann sem þjóðin átti svo mikið af
um skeið.
Afgreiðslustúlkan var því komin í bobba.
Hefur sjálfsagt ekki talið viðeigandi að
greina mér frá þeim sannleik að sennilega
væri ég fjarri því að sýnast víæpímenni.
Þessi orðaskipti minntu mig á að í gamla
daga, þegar heimurinn var enn saklaus og
góður, var hægt að fá bíómiða í almenn
sæti og betri sæti og ég spurði mig hverju
það sætti að betri sætin skyldu nú heita
víæpí.
Ég læt ykkur eftir, lesendur góðir, að
svara þeirri spurningu.
Eitt allra vinsælasta umræðuefni Íslend-
inga er íslensk tunga, varðveisla hennar,
verndun og rækt. Ég leyfi mér hér að slá
því föstu að engin þjóð, að minnsta kosti
meðal þeirra sem ég þekki til, geri sér
tungumálið að slíku áhugamáli sem við.
Þessi áhugi á íslenskri tungu er alls ekki ný
bóla heldur á sér gamlar rætur, miklu eldri
en þá Fjölnismenn sem vissulega lögðu
þungt lóð á vogarskálina og oft er vitnað til
er íslenskt mál ber á góma. Líkast til hefur
slík umræða hafist þegar fólk fór að gæla
við þá hugmynd að við værum sérstök þjóð
í hafi þjóðanna, með sérstaka menningu og
sögu. Hreintungustefnu má til að mynda
greina í ritum frá 16. og 17. öld, þá stefnu
að forðast beri erlend orð og setn-
ingaskipan eftir mætti, enda engin þörf
slíkra innflytjenda.
Vissulega héldu þeir menn, sem á 19. öld
sáu fyrir sér frjálsara Ísland en fyrr, ís-
lensku máli á lofti, gildi þess og fegurð.
Þeir gerðu sér og ljósa grein fyrir því að
þjóð án ágæts tungumáls er lítils virði. En
þeir sáu einnig í hendi sér að ágætt tungu-
mál er sem munaðarlaust barn án ágætrar
þjóðar.
Þórður Jónasson dómstjóri, áhugamaður
um viðgang íslenskar tungu, hefur þetta að
segja í Reykjavíkurpóstinum árið 1846:
„Engin þjóð getur týnt máli sínu og verið
söm eftir og áður, heldur stendur og fellur
þjóðin og málið hvort með öðru.“ Þessi orð
Þórðar þykja mér komast nær kjarna sem
vert er að staldra við um stund.
Á margvíslegum vettvangi erum við
hvött til þess að standa vörð um tungu
okkar. Kannski skortir þó á að við séum
minnt á grundvöll þess að gott mál sé eft-
irsóknarvert. Það ber sem sé of mikið á því
að við eigum að tala og rita gott mál „af því
bara“. Sú ástæða nægir ekki, til að mynda
ungu fólki. Það þýðir til að mynda ekkert
að hvetja ungt fólk til að tala gott og fagurt
mál af því að Gunnar á Hlíðarenda ástund-
aði slíkt – eða Egill Skallagrímsson. Það
þýðir og ekkert að klifa á því að íslenskan
sé klassískt tungumál sem beri að vanda
vegna þess eins. „Dýrmætur arfur“ nær
einnig skammt.
Af hverju eigum við þá að kappkosta að
tala og rita gott og fagurt mál? Nú er þá
deginum ljósara að þjóð vorri vegnar ekki
vel og þarf ég ekki að tíunda ástæður þess
hér enda aðrir færari til þess. Ef við trúum
því að þjóð og tungumál standi og falli
hvort með öðru, eins og Þórður dómstjóri
fullyrti – þá verðum við að spyrja okkur
þeirrar spurningar hvort líklegt sé að
landsmenn hafi sérstaka lyst á því að fegra
málið meðan þjóðin er svo grátt leikin.
Sumir menn ganga svo langt að halda því
fram að á skömmum tíma hafi þjóðin
breyst í eins konar óþjóð og þá verður
spurningin ennþá ágengari: Hvers konar
tungumál er líklegt að óþjóð tali? Þeirri
spurningu ætla ég ekki að svara. En minni
á að það eru ekki liðin nema rúm tvö ár
síðan bankastjóri einn lagði það til að jafn-
skjótt og bankastarfsfólk stigi inn fyrir
þröskuld vinnustaðar síns á morgnana
skipti það um tungumál og talaði ensku allt
þar til það lokaði á eftir sér. Fáir urðu til
þess að hreyfa andmælum, ekki til dæmis
yfirvöld menningar- og menntamála. Það
segir langa sögu.
Örtröð í kvikmyndahúsinu. Skyldu einhverjir þessara gesta vera víæpí?
Morgunblaðið/Þorkell
Víæpí og fleira
Tungutak
Þórður Helgason
thhelga@hi.is
’
Engin þjóð getur týnt
máli sínu og verið
söm eftir og áður,
heldur stendur og fellur
þjóðin og málið hvort með
öðru.