SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Qupperneq 49

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Qupperneq 49
31. janúar 2010 49 – Mér finnst það forvitnilegt að þú skulir hafa starfað á aug- lýsingastofu áður en þú snerir þér að skriftum, enda þekki ég nokkra höfunda sem hafa gert slíkt hið sama samhliða því sem þeir hafa snurfusað meistaraverkin. Hvernig var því háttað með þig; varst þú verðandi rithöfundur í leit að salti í graut- inn, eða snerir þú þér að ritstörfum eftir að hafa starfað á aug- lýsingastofu? „Fyrsta bók mín kom út þegar ég var tuttugu og sex ára og var rétt byrjaður að vinna á auglýsingastofu. Hún vann til Edgar-verðlaunanna sem besta fyrsta glæpasaga höfundar, en ég græddi ekki nóg á henni til að bjarga mér frá dagvinnunni. Ég hélt þó áfram að skrifa bækur, en þó ég hefði getað hætt mun fyrr þá vann ég við auglýsingar vel fram á fimmtugs- aldur.“ – Ég hef lesið nokkrar Alex Cross-bækur og velt því fyrir mér hvaðan persónan kom; spratt hún fram fullsköpuð, eða varð hún til smám saman á löngum tíma? „Ég veit ekki hvaðan Alex Cross er, en þegar ég skrifaði fyrsta uppkast að fyrstu bókinni þá var hann rannsóknarlög- reglukonan Alexis Cross. Alex Cross rímar að nokkru leyti við mig; við erum báðir eindregnir fjölskyldumenn og reynum að breyta rétt. Hann er þó meira hörkutól en ég og miklu betri píanóleikari.“ – Þú ert gríðarlega afkastamikill höfundur; setur þú þér fyr- ir ákveðið magn orða á dag eins og enski rithöfundurinn Ant- hony Trollope? Ég hef einnig séð því fleygt að þú sért með her manna að skrifa fyrir þig líkt og Alexandre Dumas eldri. „Ég skammta mér ekki síðu- eða orðafjölda á dag en ég skrifa á hverjum degi, 365 daga á ári. Einhver sagði að það væri lán ef maður dytti niður á það sem manni þætti skemmtilegt að gera og kraftaverk ef maður fengi borgað fyrir það. Ég er einmitt svo lánsamur. Hvað samstarfsmenn varðar þá endurskrifa ég yfirleitt bæk- urnar einn að lokum og eina bókina endurskrifaði ég sjö sinn- um.“ – Ég nefndi Dumas áðan, en líkt og hann starfar þú með fjölda annarra rithöfunda. Leitar þú þá uppi eða þeir þig? „Ég kýs mér til samstarfs höfunda sem ég þekki og veit að ég get unnið með og vel alltaf rithöfunda sem eru hæfi- leikaríkir og skemmtilegir í viðkynningu.“ – Segðu mér aðeins af samstarfinu við Lizu Marklund. „Liza er mjög hæfileikarík og indæl í umgengni. Mér flaug í hug að gaman væri að vinna með skandinavískum rithöfundi frekar en þeim bandarísku höfundum sem ég annars vinn með og einhver stakk upp á Lizu. Ég hafði lesið bækur eftir hana og las nokkrar til, hafði síðan samband við hana og hitti hana. Við munum skrifa frábæra spennusögu saman.“ – Myndi þig langa til að vinna með einhverjum lifandi eða liðnum rithöfundi? „Ég hefði viljað vinna fyrir James Joyce og sækja fyrir hann kaffi og sígarettur, gera hvaðeina fyrir hann.“ – Þú nýtur gríðarlegra og vaxandi vinsælda. Hverju þakkar þú það? „Að mínu viti kann fólk að meta bækur mínar fyrir það að spennan í þeim slaknar aldrei og í þeim eru persónur sem les- andinn vill að komist af. Ég gæti þess að hafa frásögnina ekki of bóklega, reyni að hafa hana sem líkasta því þegar við segj- um hvert öðru sögur, og sleppi ótal smáatriðum sem hægja á framvindunni.“ – Vinnur þú mikla undirbúningsvinnu fyrir hverja bók? „Ef undirbúningsvinnan felur í sér að kanna aðstæður á Hawaii geri ég það sjálfur, en ef málið snýst um krakkbæli í Bronx fæ ég einhvern annan í það.“ – Eitt af því sem mér finnst forvitnilegt við feril þinn er að þú skrifar jafnt bækur fyrir fullorðna og ungmenni. Hvort finnst þér skemmtilegra að skrifa? „Þú trúir því kannski ekki, en sem stendur finnst mér skemmtilegast af öllu að skrifa bækur fyrir unglinga og ég held meira að segja að Maximum Ride-bókaröðin sé það besta sem ég hef skrifað til þessa, enda eru þær spennandi ævintýri og bráðfyndnar í þokkabót. Ég er líka að vinna í því að koma þeim á hvíta tjaldið og fékk til liðs við mig Avi Arad, framleið- anda Spiderman og Iron Man, en Don Payne, aðalhöfundur The Simpsons í átta ár, skrifar handritið og Catherine Har- dwicke, sem leikstýrði Twilight, tók að sér leikstjórnina.“ arnim@mbl.is Spenna sem slaknar aldrei Í tölvupóstsviðtali segist James Pat- terson gæta þess að hafa frásögnina ekki of bóklega, hann reyni að hafa hana sem líkasta því þegar við segj- um hvert öðru sögur. Eins og getið er hefur Patterson selt fleiri bækur en Stephen King, John Grisham og Dan Brown samanlagt, en samkvæmt The New York Times á hann eina af hverjum sautján bókum sem seljast vestan hafs. Velgengni hans skrifast að einhverju leyti á af- köst, en eftir hann liggja sjötíu bækur og þremur teiknimyndasögum betur frá því hann sló í gegn með fyrstu Alex Cross bókinni fyrir sautján árum. Af- köstin hafa aukist með tímanum því hann sendi frá sér níu bækur á síð- asta ári og níu koma út á þessu ári, en hann gerði útgáfusamning í sept- ember sl. sem fól í sér að hann myndi skila ellefu bókum fyrir fullorðna og sex fyrir ungmenni fyrir lok árs 2012. Á síðasta ári seldust eftir Patterson um 14 milljón bækur á 38 tungu- málum um heim allan, en alls hefur hann selt um 170 milljón bækur. Samkvæmt heimsmetabók Guin- ness 2010 á hann met í met- sölubókum á lista New York Times, hefur komið 45 bókum þar inn, en rétt er að bækurnar eru orðnar 51 og af þeim fóru 35 beint á toppinn, þar af nítján í röð og fimm á sama árinu. Hann er eini rithöfundurinn sem átt hefur sína bókina á toppi hvors sölu- lista New York Times fyrir barnabæk- ur og almennar bækur. Átta bækur Pattersons hafa komið úr á íslensku: 5. Riddarinn, 4. júlí, Hveitibrauðsdagar, Þriðja gráða, Ann- að tækifæri, Fyrstur til að deyja, Sjort- arinn og Sjötta skotmarkið. 30.000 eintök hafa selst af bókum hans hér og Sjortarinn er þeirra vinsælust, hef- ur selst í 5.000 eintökum. Tvær bóka hans eru væntanlegar á íslensku á árinu; Póstkortamorðin og Sundföt. Milljónir á milljónir ofan James Patterson er hamhleypa til allra verka. Hann er nú orðinn vinsælasti rithöfundur Bandaríkjanna og stefnir ótrauður á að verða vinsælasti rithöfundur heims.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.