SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Qupperneq 54

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Qupperneq 54
54 31. janúar 2010 Í Gryfju og Arinstofu Listasafns ASÍ sýnir Jóhannes Dagsson ljósmyndir og myndband undir heitinu, Firnindi. Þetta er rannsóknar- eða heimildagerð á öræfalandslagi, kunnuglegt landslag í íslenskri náttúru en nær hins vegar aldrei út fyrir einn fataskáp því öll fjöll og firnindi á sýningunni skapast af krumpum í fötum listamannsins sem liggja í hrúgu og eru mynduð í nærmynd til að skrá formlögun sem líkist víðáttumiklu landslagi. Ímyndirnar snerta hvortveggja ferðamannabransann og íslenska myndlistarhefð og mundu vafalaust sóma sér vel í vandaðri ljósmyndabók í túristabúðum eða í Leifs- stöð, inni á milli bóka með myndum frá Landmanna- laugum eða Vatnajökli. Áþreifanlegt samhengi við slíka túristaímynd væri forvitnilegur vettvangur fyrir þessi heimatilbúnu öræfi. Í listasafninu birtist hins vegar ann- að samhengi sem snýr að landslagsmálverkum Þorra Hringssonar sem sýnd eru í Ásmundarsal, en þau drepa einmitt á sama efni, ferðamannaímyndum og landslags- hefð, en með gerólíkum hætti. Hvort það er tilviljun eða útpælt hjá listamanninum og/eða safnstjóra veit ég ekki, en allavega er heppilegt að spila þessum sýningum sam- an. Einnig er það skemmtileg tilviljun að verkið Tilts only (his shirts) eftir dönsku listakonuna AK Dolven er núna til sýnis á Carnegie í Listasafni Íslands, en það er stuttmynd sem einnig einskorðast við fataskáp en fæst við ímyndir abstraktlistar í stað landslagsins. Við stöndum hér frammi fyrir spurningum um hvern- ig við festum form í myndir, og jafnvel þó að við vitum að myndirnar sýni ekki landslag í sinni eiginlegu mynd þá erum við reiðubúin að blekkja okkur sjálf vegna þess að formin segja okkur annað. Þetta er bráðskemmtileg hugmynd og snjall leikur með skynjun. Hins vegar er ekki úr miklu að moða eftir að maður áttar sig á plottinu sem tekur nokkrar sekúndur, annað en að brosa yfir lík- ingunum, enda er hugmyndin í algerum forgangi og feg- urðargildi eða handverk lagt til hliðar. Stafræna myndbandið þykir mér standa ljósmynd- unum framar. Það hefur í sér tilbúið drama sem ljós- myndirnar hafa ekki og heldur manni fastar við efnið. Ég sé fyrir mér Stiklur eða einhvern náttúruþátt, jafnvel nýtt kynningarmyndband frá Iceland Express eftir að einhver nýráðinn almannatengill hefur fengið þá snjöllu hugmynd að láta léttsýrt kanadískt rafrokk túlka dulda tóna sem kunna að óma undir klæðum náttúrunnar. Klæði náttúr- unnar MYNDLIST Jóhannes Dagsson bbbnn Listasafn ASÍ Opið alla daga nema mánudaga frá 13-17. Sýningu lýkur 31. janúar. Aðgangur ókeypis. Jón B.K. Ransu Fjöll úr fötum eftir Jóhannes Dagsson; „bráðskemmtileg hugmynd og snjall leikur með skynjun.“ Helgin hefst með listamannakaffi á Hótel Holti síðla á föstudaginn, en sprautan að því er Snorri Ásmundsson sem verður vonandi forseti Íslands einn daginn. Síðasta föstudagskvöld upplifði ég klástrófóbískan fáránleika með Góðum Íslendingum í Borgarleik- húsinu og fannst upplifunin svo mögn- uð að ég er að pæla í að fara aftur núna og plata einhvern með mér til að sjá viðbrögðin. Allavega ætla ég í leikhús á laugardaginn með tveimur salla- skemmtilegum stelpum, við ætlum all- ar að sjá Söngvaseið í annað sinn og kannski fá okkur kúluís í Kringlunni á undan. Síðan fer ég í afmæliskaffi upp í Mosfellsdal og líklega í smá göngutúr. Svo er það enn og aftur í leikhús að sjá Tilbrigði við stef eftir Þór Rögnvalds- son í Iðnó í leikstjórn Ingu Bjarnason. Á sunnudaginn ætla ég svo að hafa það náðugt með snill- ingnum Jonathan Safran Foer og ljúka við bókina Everyt- hing is Illuminated, en ég er strax byrjuð að kvíða því að klára hana. Og þó! Þá get ég grúskað í spænsku- bókunum því ég er á svo skemmtilegu námskeiði hjá mála- skólanum Lingva að það kveikir löngun í heimalærdóm. Helgin mín Auður Jónsdóttir rithöfundur „Klástrófóbískur fáránleiki“ H in Sterkari eftir Strindberg er magnað verk um tvær konur sem hittast á kaffihúsi. Önnur þeirra telur sig lánsamari en hina þar sem hún er hamingjusamlega gift en hin er enn einhleyp. Þegar á líður sam- verustundina og sú gifta hefur látið móðan mása allan tímann áttar hún sig á því að hennar eigin hamingja er fölsk. Hamingja hennar réðst af gjörðum hinnar konunnar sem með þögn sinni hefur leitt samtalið á þennan veg. Þessi uppgötvun verður ein- hvern veginn stærri þegar litið er til samfélagslegra þátta verks- ins og tímabilsins þegar það var skrifað. Þetta verk Strindbergs hefur Þór Rögnvaldsson haft til hlið- sjónar við að skapa fjögur tilbrigði við þetta stef. Öll ganga þau út á sömu aðstæður, maður hittir mann á kaffihúsi á að- fangadag, stundum er það tilviljun, í öðrum tilfellum er verið að hafa uppi á viðkomandi. Stefin ganga í stuttu máli út á það að annar aðilinn telur hinum trú um að allt sé gott þrátt fyrir mis- gjörðir hins fyrrnefnda, en öll fjalla þau um ástina á einn eða annan hátt. Tveir æskuvinir hittast í fyrsta tilbrigðinu, vinkonur í öðru tilbrigðinu, systur í því þriðja og loks mágar tveir í því fjórða. Fyrstu þrjú tilbrigðin ásamt stefi Strindbergs ganga út frá ást- um manns og konu og fjalla um hver hefur yfirhöndina í sam- bandi sem virðist hálfgerður þríhyrningur. Í síðasta tilbrigðinu ber út af reglunni og ástin snýst ekki um aðra manneskju heldur ást á sjálfum sér sem er grundvöllur þess að geta elskað aðra. Höfundur hefur sagt að hann leitist við að skapa hið nýja á nýjan máta; á þann máta sem gengur hefðinni á hönd frekar en að hafna henni. Hann er trúr þessari kenningu í tilbrigðum sín- um. Samtölin, eða öllu heldur eintölin, eru ágætlega skrifuð. Textinn er þó upphafinn á köflum og talmálið verður stundum skrýtið. Sem dæmi má nefna að orðmyndin örvinglan kemur nokkrum sinnum fyrir í einu tilbrigðanna. Þessi orðmynd heyr- ist sjaldan í talmáli og því er skrýtið að heyra hana svo oft á stuttum tíma. Hins vegar hefur höfundur líkt skrifum sínum við tónlist. Það er vafalaust af vilja gert að endurtaka orð sem þetta og minnir á klifun sama tóns í tónverki. Eins var sérkennilegt hversu orðljótar persónur voru í sumum senum og var það fremur óeðlilegt. Leikarar stóðu sig prýðilega. Flestir hafa ekki leikið í mörg ár. Með hlutverk kvennanna fóru Lilja Þórisdóttir og Guðrún Þórð- ardóttir en karlhlutverkin voru í höndum Gunnars Gunnsteins- sonar og Valgeirs Skagfjörð. Öll áttu þau góðar senur. Flutn- ingur á textanum var ágætur. En ekki er síður erfitt að leika í þögn á sviði. Það tókst ekki alltaf sem skyldi. Búningar og umgjörð voru hógværleg og vel við hæfi. Leikstjóranum Ingu Bjarnason hefur tekist hér vel upp enda enginn nýgræðingur í faginu. Hún býr ekki til „leikstjórasýn- ingu“ heldur er hún trú texta og innihaldi verksins. Í heildina er sýningin afar hefðbundin, sumir myndu segja gamaldags, en það er í anda höfundar sem fyrr segir. Tilbrigði við stef er ágæt sýning og notalegt afturhvarf til for- tíðar í gamla Iðnó. Fjögur tilbrigði við Strindberg LEIKLIST Tilbrigði við stef, eftir Þór Rögnvaldsson bbbnn Iðnó Leikarar: Guðrún Þórðardóttir, Gunnar Ingi Gunnsteinsson, Lilja Þórisdóttir, Valgeir Skagfjörð og Ólafur Þór Jóhannesson. Ljósahönnun: Jóhann Bjarni Pálmason. Búningar: Fitore Berisha. Leikstjórn: Inga Bjarnason. Þór Rögnvaldsson og Inga Bjarnason. Leikskáld og leikstjóri. Ingibjörg Þórisdóttir Morgunblaðið/Heiddi Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.