SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Síða 55
31. janúar 2010 55
Þ
rítugasta hátíð Myrkra
músíkdaga hófst á
sunnudag með síðdeg-
istónleikum í útvarps-
húsinu og síðan sama kvöld í
Listasafni Íslands. Við skoðun
heildardagskrár má vissulega
taka undir orð formanns Tón-
skáldafélagsins að sjaldan hafi
hátíðin verið fjölbreyttari, enda
löngu kominn tími til að gleikka
fyrrum fullakademískan sérgeir-
ann með alhliða efni úr ólíkari
áttum en áður þótti hæfa, í sam-
ræmi við víðsýnni nálgun nú-
tímans. Og ekkert nema hið
bezta mál. Einangrun er örugg-
asta leiðin til sjálfsmorðs.
Að vísu áttu hátíðartónleikar
kvöldsins lítið sammerkt með
strjálli hliðarsporum MM. Hér
fóru löngu staðfastir höfundar og
fátt dæma af rokk-, djass-, raf-
eða heimstónlistarlegum toga.
Dagskráin skartaði fyrst verka
Endurskini úr norðri (1952; 14’)
fyrir strengjasveit eftir Jón Leifs;
dulúðugri en einnig kraftmikilli
ættjarðarkviðu í anda tónskálds-
ins um meint íslenzkt tónlistar-
eðli þar sem skiptust á þróttmikil
kvæðamannahrynjandi og tví-
söngsleit hljómaskipti er minntu
stundum á jarðeðlisfræðilegt
landrek undirdjúpa á vaxt-
arhraða fingurnaglar. Framan af
allspennandi
áheyrnar, en í
heild kannski
fjórðungi of
langt, þrátt
fyrir afar inn-
lifaða og sam-
stillta túlkun.
Filigree
(1993; 9’) fyrir
strengi, flautu, hörpu og píanó
eftir Þorkel Sigurbjörnsson hafði
að mestu á sér ljóðrænt klassískt
yfirbragð með austrænum und-
irtónum samofið slunginni þrás-
tefjatækni, þó einnig bryddaði á
talsverðum krafti. Hvað þann
varðar kom Konsert Johns
Speights fyrir víólu, klarínett og
kammersveit (11’) hins vegar
mest á óvart þetta kvöld, enda
fluttur af smellandi ofursnerpu í
andstæðuríku samspili við söng-
ræn ein- og tvíleiksinnskot sól-
ista svo jaðraði stundum við
dúndrandi rokksveiflu í upp-
ljómandi heyrð myndlistarsal-
arins. Sjaldan hafði maður heyrt
nútímaverk er ætti betur að
höfða til yngri hlustenda. Vel að
merkja án þess að falla í neina
pópúlíska skrumgryfju.
Rent („Húsaleiga“; 1976) fyrir
strengjasveit eftir Leif Þór-
arinsson var talsvert stílblendið
verk en engu að síður áhrifamik-
ið og hátindaði sérstæðan tján-
ingarmátt sinn með hugvekjandi
atómaldarsálmalagi í lokin. Tón-
leikunum lauk svo með löngu
klassískum þríþættum Concerto
lirico Jóns Nordal fyrir hörpu og
strengjasveit frá 1975 er kórónaði
hágæðayfirbragð tónleikanna
svo eftir sat með afburðaflutningi
Kammersveitarinnar undir
markvissri stjórn Bernharðs í
auðsæju banastuði.
Dúndrandi
banastuð
TÓNLIST
Myrkir músík-
dagarbbbbn
Listasafn Íslands
Verk eftir Jón Leifs, Þorkel Sigurbjörns-
son, John Speight (frumfl.), Leif Þór-
arinsson og Jón Nordal. Einleikarar:
Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla, Einar
Jóhannesson klarínett og Elísabet
Waage harpa. Kammersveit Reykjavík-
ur. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson.
Sunnudaginn 24. janúar kl. 20.
Ríkarður Ö. Pálsson
John Speight
V
erk Ingunnar Fjólu
Ingþórsdóttur í Hafn-
arborg, Ljósbrot, sem
er samansett af ótal
gegnsæjum og lituðum þráð-
um sem mynda einskonar
víbrandi og nær ósýnilegt völ-
undarhús, er dæmigert fyrir
það sem kallað er rýmisverk
eða innsetning.
Verkið kallast þannig á við
innsetningu Marcels Duc-
hamps, Sixteen Miles of
String frá árinu 1942, þar sem
hann strengdi þræði þvers og
kruss í sýningarsal með mál-
verkum. Áhorfendur þurftu að
skáskjóta sér á milli
strengjanna til að komast að
málverkunum og upplifunin
varð fyrir vikið allt öðruvísi
og þeir sér betur meðvitandi
um rýmið. Þessi sýning Duc-
hamps er nú talin fyrsta inn-
setningin í listasögunni en í
dag er vart hægt að setja upp
né tala um sýningu yfirleitt
nema hugsa um hana sem sem
heild, sem innsetningu, og um
leið hefur skilgreiningin á
dæmigerðu rýmisverki misst
marks.
Verkið Ljósbrot er óvenju
vel heppnuð innsetning þar
sem vel er unnið með rýmið
og rýmisskynjun áhorfandans.
Hann er eiginlega veiddur í og
leiddur í gegnum fag-
urfræðilegan vef þar sem ljósið
bognar og brotnar á víxl.
Samspil ljóss, girnis og litaðra
ullarþráða virðist skapa titr-
andi byrjunarstig lítilla regn-
boga sem rugla skynjunina, og
eyðir muninum á hvar raun-
verulegir strengir eru og hvar
ekki. Hér er á ferðinni eins
konar þrívíð op-list þar sem
skapandi sjónvillur leika stórt
hlutverk. Í verkinu er flæði
sem ýtir undir ljóðræna eða
andlega upplifun, andartak
töfra og undrunar.
Skemmtileg og fersk sýning
sem óhætt er að mæla með.
Spilað á strengjaljósfæri
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir við verk sitt. „Í verkinu er flæði sem ýtir undir ljóðræna eða andlega upplifun.“
Morgunblaðið/RAX
MYNDLIST
Ingunn Fjóla Ingþórs-
dóttir, innsetning í rými
bbbbn
Hafnarborg, Strandgötu 34,
Hafnarfirði
Sýningin er opin alla daga nema
þriðjudaga frá kl. 12-17 og fimmtu-
daga til kl. 21. Aðgangur ókeypis.
Þóra Þórisdóttir
LISTASAFN ÍSLANDS
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Ævispor
Útsaumsverk Guðrúnar Guðmundsdóttur
Endurfundir
Fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna
Fyrir ári
Segja þessir hlutir söguna?
Opið alla daga nema mánudaga 11-17
Aðgangur ókeypis fyrir börn
www.thjodminjasafn.is - s. 530 2200
Söfnin í landinu
16. janúar - 28. febrúar
Endalokin - Ragnar Kjartansson
Ljósbrot - Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
Opið 12-17,
fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
í samstarfi við Listasafn Íslands
ÍSLENSK MYNDLIST
hundrað ár í hnotskurn
kaffistofa – leskró
barnahorn
OPIÐ: Fim.–sun. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
CARNEGIE ART AWARD 2010
8.1. - 21.2. 2010
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN 31. jan. kl. 14
Hildur Bjarnadóttir myndlistarmaður með leiðsögn um sýninguna.
MÁLÞING - HLJÓÐ OG SJÓN fimmtud. 4. febr. kl. 17-19
Málþing um tónlist og hljóð í samtímalist.
Ókeypis aðgangur - Allir velkomnir
SAFNBÚÐ Úrval af listaverkabókum, listaverkakortum, plakötum,
íslenskum listmunum og gjafavöru.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga
Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR • www.listasafn.is
Listasafn: Björn Birnir
Afleiddar ómælisvíddir
Bíósalur: Verk úr safneign
Listasafns Reykjanesbæjar
Bátasafn: 100 bátalíkön
Byggðasafn: Völlurinn
Opið virka daga 11.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
VÍKINGAHEIMAR
Skipið Íslendingur og
sögusýning
- Söguleg skemmtun
VÍKINGABRAUT 1
- REYKJANESBÆ
Opið alla daga
frá 11:00 til 18:00
Sími 422 2000
www.vikingaheimar.com
info@vikingaheimar.com
Grafíksafn Íslands-salur
íslenskrar grafíkur
Tryggvagötu 17, hafnarmegin
Íslensk grafík í 40 ár
- sögusýning
Opið fimmtudaga til sunnudaga
frá kl. 14.00-18.00
Síðasti sýningardagur 31. janúar
Aðgangur ókeypis
islenskgrafik@gmail.com