SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Síða 6

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Síða 6
6 28. mars 2010 Næsti slagur í bandarískri pólitík verður um um- bætur á fjármálakerfi landsins. Skoðanir almenn- ings voru skiptar um heilbrigðismálin, en skoð- anakannanir hafa ítrekað sýnt að um 60% Bandaríkjamanna vilja umbætur á fjármálkerfinu. Bankar og fjármálafyrirtæki vilja hins vegar tak- marka þær eftir megni og hafa fyrir vikið beint peningum sínum í auknum mæli til repúblikana eftir tímabundið örlæti í garð demókrata. Bandaríska blaðið The Washington Post greindi frá því í febrúar að harðorð gagnrýni demókrata á framferði bankanna, gróðahyggju þeirra, háar bónusgreiðslur og samansaumaða lánastefnu hefði haft sín áhrif. Í byrjun árs 2009 hefðu tveir af hverjum þremur dollurum sem fjármála- og fjár- festingarfyrirtæki hefðu gefið farið til demókrata en í lok árs hefði skiptingin verið orðin jöfn. Við- skiptabankar og starfsmenn þeirra hefðu í lok ársins verið farnir að gefa repúblikönum tvisvar sinnum meira en demókrötum. Þessi þróun hefði verið hafin áður en stjórn Baracks Obamas hefði kynnt tillögur um nýjan skatt á banka og hömlur á áhættusömustu viðskiptin. Eitt dæmi um umskiptin í fjármálageiranum er J.P. Morgan Chase. James Dimon, yfirmaður fyr- irtækisins, styður Obama og háttsettir stjórn- endur þar eru demókratar. 76% af pólitískum framlögum fyrirtækisins runnu til demókrata á fyrsta ársfjórðungi 2009, en á þeim síðasta fóru 73% til demókrata. Ástæðan er óánægja með stefnu stjórnarinnar. Framlög eru nauðsynleg til að ná kjöri, en geta verið tvíeggjað sverð. Demókratar eru þegar farnir að reyna að nota þetta gegn repúblikönum með því að segja að þeir láti sig Wall Street meira varða en hag al- mennings. Peningastraumurinn beinist til repúblikana Reuters Þ að telst til sögulegra tíðinda að Barack Obama Bandaríkjaforseta skyldi takast að koma heilbrigðisfrumvarpinu í gegnum þingið í upphafi liðinnar viku. Hann átti við ramman reip að draga og sterk öfl reyndu að leggja stein í götu hans. Andstaðan var algjör hjá repúblikönum og demókratar voru margir fullir efasemda. Lyfjaframleiðendur, sjúkratryggingafélög og fleiri fyrirtæki, sem eiga hagsmuna að gæta, lögðu gríðarlega peninga í að stöðva frumvarpið eða hafa áhrif á lokamynd þess. Samtökin Common Cause greindu frá því í júní 2009 að hagsmunaaðilar í heilbrigðismálum verðu 1,4 milljónum dollara (tæpar 180 milljónir króna) á dag í að beita áhrifum sínum á þingi. Sú tala hefur líklega hækkað eftir því sem leið á ár- ið. Hærri upphæð en nokkru sinni Árið 2009 eyddu hagsmunaverðir og við- skiptavinir þeirra rúmlega 3,47 milljörðum doll- ara (443 milljörðum króna) til að hafa áhrif á þingið. Samtökin Center for Responsive Politics sögðu að þetta væri hærri upphæð en nokkru sinni og var til þess tekið að hagsmunagæsla væri viðskiptagrein sem virtist ónæm fyrir sam- drætti. Heilbrigðisgeirinn setti 544 milljónir dollara í hagsmunagæslu 2009 og var það um 12% meira en árið 2008. Þegar þessi tala er skoð- uð nánar kemur í ljós að framleiðendur „lyfja og heilbrigðisvara“ settu 267 milljónir dollara í vörn hagsmuna sinna 2009 og mun það vera hæsta upphæð, sem ein iðngrein hefur varið í slíkt á einu ári. Þetta kemur fram í samantekt í nýjasta tölublaði The New York Review of Books. Fyrr á þessu ári var greint frá því á vefsíðunni Under the Influence, sem er á vegum tímaritsins The National Journal, hvernig tryggingafyr- irtækin beita áhrifum sínum. Þegar snurða hljóp á þráðinn í samskiptum stjórnar Obama og demókrata á þingi í fyrrasumar byrjuðu sex af stærstu sjúkratryggingafyrirtækjunum í Banda- ríkjunum að setja stórfé í sjónvarpsauglýsingar, sem birtust á vegum þriðja aðila og var ætlað að drepa eða hafa áhrif á heilbrigðisfrumvarpið í meðförum þingsins. Félögin sex létu á milli tíu og tuttugu milljónir dollara í hendur hagsmuna- samtaka sjúkratryggingafélaga í Bandaríkj- unum, AHIP, og þau komu fénu til bandaríska viðskiptaráðsins. Viðskiptaráðið kom tveimur hópum á laggirnar og niðurgreiddi. Hóparnir stóðu síðan á bak við auglýsingarnar. Fyrr í þessum mánuði greindi AP frá því að við- skiptaráðið hefði samræmt auglýsingaherferðina gegn frumvarpinu. Peningarnir, sem notaðir eru í auglýsingaherferðir, eru ekki inni í hags- munagæslutölunum hér fyrir ofan. AHIP rök- studdi andstöðuna við hin fyrirhuguðu heil- brigðislög með því að tryggingakostnaður myndi snaraukast og taldi það vega þyngra en væntanleg fjölgun viðskiptavina, sem lögin myndu leiða til. Taka verður fram að ýmsir beittu áhrifum sín- um til að frumvarpið næði fram að ganga, þar á meðal stéttarfélög og baráttusamtök gegn krabbameini, sem börðust fyrir afmörkuðum hagsmunum – vildu aukin framlög til krabba- meinsskoðunar og baráttunnar gegn reyk- ingum. Framlög stuðningsmannanna blikna hins vegar við hliðina á þeim upphæðum, sem andstæðingar frumvarpsins hafa lagt fram. Sex hagsmunaverðir á hvern þingmann Þeir sem hafa atvinnu af hagsmunagæslu á Bandaríkjaþingi þurfa að skrá sig. Í fyrra voru 3.300 hagsmunaverðir skráðir í heilbrigð- ismálum, eða sex á hvern þingmann í báðum deildum þingsins. Af þeim kemur einn af hverj- um tíu úr stjórnkerfinu. Einn af þeim er Richard Tarplin, sem starfaði bæði fyrir heilbrigðisráðu- neytið og öldungadeildina. Í öldungadeildinni vann hann hjá Christopher Dodd, þingmanni demókrata, sem átti stóran þátt í að móta heil- brigðisfrumvarpið. Tarplin er nú fulltrúi banda- ríska læknafélagsins, AMA. „Þetta er frábært fyrir fólk eins og mig, sem stendur fyrir utan, en var einu sinni innanbúðar, vegna þess að það er ákveðið traust í þessum samböndum og ég veit hvers er krafist til að réttlæta stefnu,“ sagði Tarplin í samtali við The Washington Post. Stóra spurningin er hvaða áhrif allur þessi fjáraustur hefur. Er bandarískur þingheimur til sölu? Sjúkratryggingafélögunum tókst að koma í veg fyrir að boðið yrði upp á opinberan kost fyrir neytendur. Af slíkri samkeppni verður ekki. Lyfjafyrirtækjunum tókst að afstýra því að leyft yrði að flytja inn samheitalyf. Andstæðingar frumvarpsins náðu árangri, en þeim tókst ekki að stöðva það. Peningar, áhrif og pólitík Hundruð millj- óna dollara gegn heilbrigðisfrum- varpi Nokkur þúsund andstæðingar heilbrigðisfrumvarpsins söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í Washington á meðan þing- menn ræddu frumvarpið um liðna helgi. Þingmenn demókrata, sem áttu leið hjá, voru kallaðir nasistar og sósíalistar. Reuters Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is „Það er ekki tilviljun að sjaldnar og sjaldn- ar hefur verið sett umfangsmikil löggjöf í efnahags- og fé- lagsmálum eftir að vaxandi áhrif pen- ingaaflanna urðu af- gerandi í stjórn- málum á níunda áratugnum. Þeirri spurningu er þó ósvarað hvort það sé nokkur skilvirk leið til að afhjúpa hvað gengur kaupum og sölum á þingi.“ Michael Tomasky í grein um peninga og umbæt- urnar í heilbrigðismálum í tímaritinu The New York Review of Books. Ekki tilviljun Englaterta að hætti Jóa Fel - þú svífur um í súkkulaðiskýji

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.