SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 11
28. mars 2010 11 Þ egar breska popp- hljómsveitin Kaja- googoo lagði heiminn að fótum sér með fyrstu smáskífu sinni Too Shy árið 1983 virtist framtíð sveit- arinnar björt. Smellurinn fór beint í fyrsta sæti breska smáskífulistans og varð eitt af fimm efstu lögunum á banda- ríska Billboard listanum. Söngvari Kajagoogoo, Chri- stopher Hamill, var þá ný- genginn til liðs við sveitina sem áður hafði starfað sem fjögurra manna sönglaust hljóðfæraband. Hann tók sér sviðsnafnið Limahl, sem var eins konar stafarugl úr eft- irnafni hans, og var ekki lengi að bræða hjörtu unglings- stelpna víðs vegar um heims- byggðina með drengslegu út- liti, aflituðum hárendum og ríflegri gelnotkun sem þótti með mikilvægari dyggðum á þessum tíma. Í kjölfarið á vinsældum Too Shy kom hljómsveitin tveimur lögum inn á breska listann án þess þó að þau hlytu veru- legan hljómgrunn. Vinsældir Too Shy dugðu hins vegar sveitinni drjúgt. Þannig sóttu 60 þúsund manns tónleika hennar víðs vegar um Bret- land sumarið 1983 í kjölfar út- gáfu fyrstu breiðskífunnar, White feathers. Samband Limahls við félaga sína í Kajagoogoo var þó alltaf brothætt og skömmu eftir tónleikaferðalagið ráku þeir hann úr bandinu í gegn um síma. Í kjölfar brottrekstursins ákvað Limahl að hefja sólóferil og tvínónaði ekkert við hlut- ina heldur kom árið 1983 lag- inu Only for Love í 16. sæti breska listans. Hann komst svo næst því að ná fyrri hæð- um árið eftir þegar hann söng titillag Georgio Moroders við kvikmyndina The Never End- ing Story sem fór eins og eld- ur í sinu um heimsbyggðina. Þetta reyndist þó skammgóður vermir fyrir Limahl. Fyrsta sólóbreiðskífa hans, Don’t Suppose var algerlega mis- heppnuð og sama má segja um plöturnar Colour All My Days frá 1986 og Love Is Blind frá 1992. Eftir það lá leiðin bara niður á við. Frægt varð þegar ljós- mynd af Limahl að koma út af atvinnuleysisskrifstofu birtist í bresku götublaði. Seint á tí- unda áratuginum fór hann að troða upp á næturklúbbum þar sem hann flutti forna frægðarsöngva íklæddur app- elsínugulri hárkollu sem svip- aði til einkennishágreiðslu hans frá Kajagoogoo árunum. Limahl, sem er hommi, hef- ur aldrei fest ráð sitt en bjó um tíma með plötusnúðnum Paul Gambaccini. Báðir neit- uðu því að vera ástmenn. Seint á árinu 2003 komu Limahl og félagar hans úr Kajagoogoo saman fyrir sjón- varpsupptöku en sú uppákoma leiddi ekki til frekara samspils þeirra að sinni. Árið eftir var Limahl þátttakandi í þýskum raunveruleikaþætti sem gekk út á endurkomu fallinna stjarna og í svipuðum þætti í bresku sjónvarpi árið 2005. Fyrir tveimur árum gerðust svo þau undur og stórmerki að Limahl sameinaðist Kaja- googoo á ný og hefur sveitin troðið upp á tónlistarhátíðum í Danmörku, Skotlandi, Pól- landi og víðar í Evrópu. Að auki tók sveitin upp og gaf út fjögur ný lög árið 2008. Það nýjasta sem frést hefur af Limahl og félögum er að þeir muni troða upp í sumar á tónlistarhátíðinni 80’s Rewind Festival við ána Thames í Bretlandi, sem ku vera ein stærsta tónlistarhátíð í heimi sem helguð er tónlist níunda áratugarins. ben@mbl.is Hvað varð um... Limahl? 20071983
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.