SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Side 13
28. mars 2010 13
Óteljandi brandarar hafa verið sagðir í
kjölfar bankahrunsins á Íslandi og annars
staðar í heiminum. Sumt er heimasmíð-
að, annað þýtt og staðfært. Dagbjört seg-
ir mjög mikið um að efni sé sett á netið
án þess að höfundar sé getið. Við smíði
ritgerðarinnar hafi hún í mörgum tilfellum
komist að nafni höfundar, en þeir vinsam-
lega beðið hana um að geta þeirra ekki.
Þessi brandari gekk víða:
Hvernig er best að skilgreina bjartsýni í
kreppunni? „Þegar bankastarfsmaður
straujar fimm skyrtur á sunnudegi.“
Eyþjóðin hafði gaman af þessum:
Það eru bara tvær leiðir fyrir Íslendinga út
úr kreppunni. Icelandair og Iceland Express.
Hér er annar: Hvers vegna eru fast-
eignasalar hættir að horfa út um gluggann
fyrir hádegi? „Svo þeir hafi eitthvað að gera
eftir hádegi.“
Margir hlógu að þessum, þó svo að mál-
efnið sé langt frá því að vera fyndið:
Maður kemur að máli við bankastjóra
sinn, segist vilja stofna lítið fyrirtæki og bið-
ur hann um gott ráð.
„Það einfalt að gera það,“ segir banka-
stjórinn. „Þú kaupir stórfyrirtæki og bíður
svo aðeins.“
Þennan þarf vart að útskýra:
Fjármálakreppan hefur komið mér aftur
á lappirnar. Það er búið að taka af mér
bílinn.“
Dagbjört segir að algengustu skopstæl-
ingar í myndrænu formi eftir hrunið hafi
verið þess eðlis að gert var grín að plak-
ati kvikmynda. „Andlitum, texta og ýms-
um smáatriðum hafði þá gjarnan verið
breytt og úr urðu auglýsingar fyrir kvik-
myndir sem fjölluðu um tiltekið efni.
Þarna kemur frumverkið sterkt inn. Þegar
kápan af kvikmyndinni Liar Liar var skop-
stæld og myndinni af Jim Carrey skipt út
fyrir Björgólf Guðmundsson var það
engin tilviljun. Verið er að vísa í lygar
og svik, vísa í ástand sem virtist gott
en var í raun slæmt. Næstum und-
antekningalaust höfðu þessar kvik-
myndakápur tilvísun í raunverulega at-
burði eða persónueinkenni fólksins
sem fjallað var um og um leið tengingu
við efni hinnar raunverulegu kvikmyndar
sem var frumverkið. Skopstælingar eru
samt þess eðlis að þær geta verið
fyndnar þrátt fyrir að þeir sem skoði
þær þekki ekki til frumverksins – þær
eiga tvöfalt líf.“
„Þú kaupir stórfyrirtæki og bíður svo aðeins“
Dagbjört nefnir dæmi um texta
sem var skopstældur eftir hrun-
ið, kunnan texti við lagið Sökn-
uður sem Vilhjálmur Vilhjálms-
son söng fyrir margt löngu.
„Þetta lag hefur hljómað við
jarðarfarir fjölmargra Íslendinga
og táknar í hugum margra sorg.
Á vissan hátt er þetta hlutverk
lagsins „heilagt“ og ekki viðeig-
andi að skopstæla það en sú
staðreynd að það var gert ýtir ef
til vill enn frekar undir það
hversu óviðeigandi allt var sem
útrásarvíkingarnir gerðu.“
Annað dæmi nefnir hún; þeg-
ar Baggalútur söng í skopstæl-
ingu sinni á laginu Woman in
love:
Allt þetta útrásarpakk
át á sig gat
svo loftbólan sprakk.
Nú eru lífskjörin skert,
mannorðið svert,
Hvað hafið þið gert?
„Heilagur“
texti skop-
stældur
Segja má að engu hafi verið eirt
þegar kom að skopstælingum í
kjölfar hrunsins.
„Textar úr þekktum barna-
leikritum voru skopstældir í
anda útrásarvíkinganna og má
þar nefna lög úr Dýrunum í
Hálsaskógi og Kardemommu-
bænum. Þó svo að leikritin séu
ekki íslensk að uppruna má
segja að þau séu á vissan hátt
eign Íslendinga þar sem þau
hafa verið vinsælustu barna-
leikritin í nokkrar kynslóðir og
eru sett upp aftur og aftur. Fólk
kann textana og lögin og getur
sungið með. Síðast en ekki síst
tákna þau sakleysi.“
Dagbjört segir barnalög ekki
eiga að tengjast umræðu um
efnahagsástandið „en komandi
kynslóðir eiga ekki heldur að
borga skuldir örfárra ein-
staklinga sem fóru illa með pen-
inga. Þó að framsetningin sé
mismunandi má því finna ádeilu
í öllum skopstælingunum og þar
leikur frumtextinn einmitt stórt
hlutverk. Þjóðarstolt, nátt-
úrufegurð, þjóðlegur fróðleikur,
barnslegt sakleysi – allt var
traðkað niður af vanvirðingu
útrásarvíkinganna.“
Ádeila í öll-
um skop-
stælingum
Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum sínum frábært
tilboð til tveggja af helstu borgarperlum Evrópu, Barcelona og Búdapest. Um
er að ræða tvær fjögurra nátta helgarferðir 22. apríl til Barcelona og 29. apríl til
Búdapest.
Um mjög takmarkaðan fjölda flugsæta er að
ræða í hvora ferð og gisting er einnig takmörkuð.
Hér gildir að fyrstur kemur, fyrstur fær!
Barcelona
& Búdapest
Ótrúleg sértilboð!
Glæsileg gisting
í boði!
frá 74.900 kr.
flug og gisting í fjórar nætur
Verðdæmi og valkostir: Áskr. verð Alm. verð Þú sparar
frá allt að allt að
Barcelona 22.-26. apríl
Hotel City Park Nicaragua **** 86.900 107.700 20.800
Hotel Gargallo Gotico **** 92.900 110.700 17.800
Hotel Avenida Palace ****+ – glæsilegur kostur 97.800 118.100 20.300
Búdapest 29. apríl - 3. maí
Hotel Mercure Duna *** 74.700 92.900 18.200
Hotel Marmara **** – glæsilegur kostur 79.700 104.800 25.100
Innifalið: Flug, skattar, gisting í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur og íslensk fararstjórn. Verð er netverð á
mann. Ferðir til og frá flugvelli eru ekki innifaldar, en þær kosta kr. 2.400 báðar leiðir í Búdapest og
kr. 3.400 í Barcelona.
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
41
3
78
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Þú mætir með miðann sem fylgir Morgunblaðinu í dag til Heimsferða,
Skógarhlið 18, eða á einhverja af umboðsskrifstofum þeirra.
Einnig er unnt að bóka tilboðið á www.heimsferdir.is
Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði á þessu sértilboði. Verð getur hækkað án fyrirvara
Þú sparar allt að25.100 kr.á mann- allt að 50.200 kr. m.v. aðtveir ferðist saman *
Barcelona 22.-2
6. apríl
Búdapest 29. a
príl - 3. maí