SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Side 16
16 28. mars 2010
Ís og eldur vegast á í náttúrunni. Hrikaleg hraunelfan streymir niður í Þórsmörk um Hrunagil.
F
rá landnámi hefur fjórum sinnum gosið í
Eyjafjallajökli; fyrst um 920,
síðan 1612, 1821 og nú 2010,“ segir Bragi
Þ. Ólafsson sagnfræðingur í handritadeild
Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. En
þar er varðveitt lýsing á eldgosinu 1821. „Hana er
að finna í handritinu ÍB 11 fol, en það eru drög að
jarðeldasögu Íslands sem Jónas Hallgrímsson skáld
og náttúrufræðingur tók saman á árunum 1840-
1845. Jónas studdist við ýmsa annála við þessa
samantekt.“
Um gosið 1821 segir (fært til nútímastafsetn-
ingar):
„Þetta gos hófst svo: í rökkri og um vökuna mið-
vikudaginn 19. des. 1821, sáust oft leiftranir í heið-
skíru veðri og daginn eftir um miðmunda sást hæst
á Eyjafjallajökli lítill hvítleitur skýjabólstur og lagði
á svipstundu hátt upp á loft og varð að þykkum
reykjarmekki er sortnaði því meir sem frá leið.
Veður varð heiðskírt og lygnt. Um sólsetur hvarf
reykurinn, en skömmu seinna gekk enn meiri
mökkur upp af jöklinum og voru ofarlega í honum
leiftranir og eldglæringar, svo menn gengu úr
skugga um að þetta var verulegt eldgos.
Frá 21. til 27. gekk mökkurinn ákaft upp með
landnorðanveðri og lagði fram og vestur af fjallinu;
dökknaði þar jökullinn fyrir af öskufallinu, en
mökkurinn óx æ meir og dreifðist út um veð-
urloftið, varð þá mikið öskufall undir Ytri-
Eyjafjöllum og Austur-Landeyjum. Einstaka sinn-
um brá fyrir eldi á jörðunum neðan til við mökk-
inn, og fyrstu dagana uxu nokkuð vötn og ár og
vestur með Eyjafjallajökli heyrðust óttalegir dynkir
í honum eins og hann mundi þá og þegar springa
fram. Hlýtt veður var um alla þá daga. Öskufallið
rénaði skömmu eftir nýár 1822 og náði aldrei til
manna nema yfir þær sveitir sem áður eru nefndar.
Úr því rauk alltaf úr gjánni og brestirnir héldust í
jöklinum við og við en sjaldan sást til elds eða
verulegra gosa fyrr en hallandi Jónsmessu að ösku-
fallið hófst á ný og var mjög vægt en langvinnt og
varð að mestu tjóni miðsveitir undir Austur-
fjöllum. Ekki flýðu menn byggðir sínar að stað-
aldri, en þó fylgdu nokkrir skepnum sínum á burt
um stund og þær sem eftir voru urðu mjög gagns-
litlar og þrifust illa á heyjunum veturinn eftir.
Svo þrengdi að þeim sveitum að lá við bjarg-
arleysi og urðu aðrar sveitir að hjálpa þeim með
gjöfum. Öskufallið sáldraðist úr jöklinum við og
við allt fram um árslokin og enn var að gufa úr
honum hvítleitur vatnsreykur meir en tvö ár úr
því.
Magnús hreppstjóri Sigurðsson gekk á jökulinn
við þriðja mann vorið 1823 og skoðaði eldgjána. Lá
hún frá norðri til suðurs þar sem áður er sagt, og
virtist þeim hún hér um bil 1.000 faðma löng og 30
faðma breið þar sem mjóst var og botnlaust kletta-
gljúfur að sjá. Á þrem stöðum öðrum rauk þá upp
úr jöklinum um göt með allmiklu millibili suð-
vestur af gjánni.“
Eldgosið 1821
með orðum
Jónasar
Úr handriti ́Jónasar Hallgrímssonar sem er í
handritadeild Landsbókasafns Íslands - Há-
skólabókasafns.
Haraldur við orminn
langa, hraunfossinn sem
steypist ofan í gilið.