SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Síða 21
28. mars 2010 21
mín ákvörðun, og ég svaraði því játandi.“
Á fimmtudagsmorgni fór Bragi svo í
blóðrannsókn og síðan í sneiðmyndatöku,
og ákveðið var að hann færi undir hnífinn
morguninn eftir.
Viltu sílikon?
Bragi vissi ekki svo gjörla hvað hann væri að
fara út í. „Ég hef aldrei verið svæfður nema
af mömmu þegar ég var lítill!“
„Hafsteinn fór yfir aðgerðarplanið með
mér og talaði um ferlið sem færi í gang. Það
var þá sem hann spurði mig hvort ég vildi
sílikoneista,“ segir Bragi og segist hafa orðið
undrandi yfir spurningunni. „Ég er líklega
talandi dæmi um þá fordóma sem eru
ríkjandi. Hélt að hann væri að grínast. Síli-
kon? Eru það ekki bara stelpurnar sem fá sér
sílikon?“
Hafsteinn kom Braga hins vegar í skilning
um að málið væri ekki jafneinfalt og margir
héldu. „Fyrir unga menn getur þetta auð-
vitað verið grafalvarlegt því þeir líta öðru-
vísi út en áður. Hvort sem er í sturtu eða
þegar viðkomandi er í þröngri sundskýlu á
ströndinni sést vel að hann er bara með eitt
eista. Ég býst líka við að fordómar séu hjá
báðum kynjum í þá veru til dæmis að menn
með eitt eista séu ekki eins frjóir og aðrir,
sem er ekki rétt.“
Læknirinn sagði Braga að sílikoneista
gætu fylgt bæði kostir og gallar; líkaminn
gæti til dæmis snúist til varnar. „Ég þakkaði
gott boð en afþakkaði – sagðist myndu
verða ánægður með mitt eina eista.“
Bragi ákvað strax og hann vissi hvers
kyns var að halda veikindum sínum ekki
leyndum. „Ég rek fyrirtækið Fremri al-
mannatengsl auk þess að kenna hjá Símey,
sem er í sama húsnæði, og ákvað strax að
segja öllum í húsinu hvað væri að – þar á
meðal nemendum mínum, fyrst ég þurfti að
raska stundatöflunni þeirra. Ég hafði ekkert
að fela og ef ég segðist bara þurfa að fara í
aðgerð, en vildi ekki útskýra það frekar,
hefðu örugglega vaknað ótal spurningar.“
Bragi notaði tækifærið til þess að hvetja
karlnemendur sína til þess að skoða sjálfa
sig og konurnar til þess að hvetja sína karla
til þess að gera slíkt hið sama.
Þetta var á fimmtudegi, daginn fyrir að-
gerðina.
Bragi tilkynnti dómarastjóra Knatt-
spyrnusambands Íslands þá að hann gæti
ekki verið eftirlitsmaður á leik um helgina,
eins og hann hafði tekið að sér; sagði honum
allt af létta og nefndi í sama tölvupósti að
sjálfsagt mál væri að KSÍ sendi hann áfram
til allra félaga sinna í dómara- og eftirlits-
mannastétt. „Ég veit að það ýtti við mörg-
um, ekki síst vegna þess að ég var algjörlega
einkennalaus,“ segir Bragi.
Húmorinn mikilvægur
Hann hafði svo mikið að gera á fimmtudeg-
inum að enginn tími var til þess að hugsa
um aðgerðina eða kvíða næsta degi. „Ég
þurfti að ganga frá ýmsum málum vegna
vinnunnar og auðvitað að láta marga vita;
mömmu, börnin mín, systkini og vini. Ég
áttaði mig ekki almennilega á því hvað
hafði gerst fyrr en á sunnudeginum eftir
aðgerðina. Hafði ekki haft tíma til að vera í
sjúkdómsferli og nú er ég krabbameins-
sjúklingur í bataferli.“
Bragi er mikill húmoristi og hefur beitt
því vopni í baráttunni við vágestinn.
„Krabbamein er auðvitað alltaf dauðans al-
vara en þeir svartsýnustu hugsa líklega
sumir of mikið um að eina leiðin til dauðans
sé lífið sjálft. Það er napurt – og fjarri mér
að hugsa þannig, en ég var minntur á þetta.
Mér finnst gott þegar fólk hefur kímnigáfu
og húmorinn er oft nauðsynlegur þegar
bregðast þarf við hræðilegum tíðindum. Ég
held til dæmis að herferðin Karlmenn og
krabbamein sé mjög vel heppnuð vegna
húmorsins; það er góð leið til þess að ná til
karla og mörgum kynni hreinlega að finn-
ast málið of dónalegt ef ekki væri fyrir
húmorinn. Menn eru ekkert vanir því að
tala um punginn á sér hvar sem er!“
Frábært viðmót
Bragi átti að fara í blóðrannsókn í gær,
föstudag. „Niðurstaðan úr henni verður
borin saman við fyrri rannsóknir en aðal-
úrskurðurinn fæst þegar meinafræðideildin
hefur greint æxlið. Þá fæ ég að vita hvaða
tegund krabbameins þetta er. Krabbamein
í eista er oft staðbundið, það best lækna-
nlega og því fyrr sem það finnst því betra.
Þess vegna eru líkurnar með mér og ég trúi
því statt og stöðugt að bjart sé framundan.“
Sérfræðingar munu fylgjast með Braga.
„Ef ég verð heppinn og þetta er tegund sem
dreifir sér síst eða ekki trúi ég því að ég sé
laus allra mála. Ef þetta er önnur tegund
meins gæti ég þurft að fara í geisla eða taka
lyf. Það veit ég vonandi í næstu viku.“
Bragi varð „skíthræddur“ þegar hann
fann hve annað eistað var orðið stórt og
hart, eins og áður kom fram, en aðeins einu
sinni síðan segist hann hafa orðið verulega
smeykur. „Það var þegar ég hafði fengið
tíma hjá Þóri á þriðjudeginum. Þá langaði
mig til að guggna á því að fara; var að hugsa
um að afpanta tímann og þiggja þann tíma
sem mér stóð fyrst til boða á föstudegi.
Hvort ekki væri betra að hugsa málið að-
eins og athuga hvort þetta lagaðist ekki.
Þetta eru líklega eðlileg viðbrögð; að illu sé
best skotið á frest.“
Eftir á að hyggja segist hann mjög feginn
að hafa drifið sig til læknis og dásamar í
framhaldi af því íslenska heilbrigðiskerfið
og það starfsfólk þess sem hann kynntist þá
örfáu daga í marsmánuði sem liðu frá því
hann fann að eitthvað var athugavert þar til
æxlið hafði verið fjarlægt. „Þetta hefur ver-
ið mikil lífsreynsla og fær mann til að hugsa
hlutina upp á nýtt. Ég geri mér t.d. grein
fyrir því að þótt rannsóknirnar hafi kostað
töluvert hefur það örugglega sparað bæði
mér og hinu opinbera mikið fé og mikinn
tíma hve snemma ég greindist.“
Bragi segir að í sínum huga hafi heil-
brigðisstéttir unnið marga sigra í gegnum
árin. „Það er til dæmis ekki mjög langt síð-
an krabbamein var alltaf sett í samhengi við
dauðann. Þetta hefur breyst og skiptir
miklu máli.“
Hann segir viðmót starfsfólks frábært,
bæði á Heilsugæslustöðinni og Sjúkrahús-
inu á Akureyri, og sjúklingum sé greinilega
sýnd mikil virðing. „Einu skiptin sem mér
fannst ég vera sjúklingur var þegar ég lagð-
ist í sneiðmyndatækið og það talaði vélrænt
við mig, og svo þegar lá á skurðarborðinu,
sá öll tækin og fólk með andlitsgrímur
standandi yfir mér.“
Bragi vaknaði eftir aðgerðina um kl. 11,
var síðan fluttur á handlækningadeild og
eftir skoðun var hann kominn heim klukk-
an fjögur. „Þá voru enn sex klukkutímar í
að vika væri liðin frá því ég fann fyrir æxl-
inu. Mér finnst það ótrúlegt og sýnir mér
hve heilbrigðiskerfið og starfsfólkið er frá-
bært.“
Hann hefur fundið fyrir miklum stuðn-
ingi eftir að hann fór í aðgerðina. Tölvu-
pósturinn hans fór greinilega víða og marg-
ir hafa haft samband við hann. „Ef þessi
lífsreynsla mín verður til þess að hjálpa
einhverjum nú eða síðar er það mjög gleði-
legt. Ég hvet menn til að þukla eistun á sér
reglulega og þekkja þau.“
Bragi er kunnur limrusmiður og notar
hvert tækifæri til þess að smíða eina góða.
Hann gat því ekki sleppt því að semja limru
vegna eigin veikinda – og um leið hvatn-
ingu til annarra karlmanna að fylgjast vel
með sjálfum sér.
Kannaðu, þuklaðu, kreistu,
kreistu þín dýrmætu eistu.
Þar hvílir þunginn,
þuklaðu punginn:
Ef vágestur kemur, þá veistu …
’
Fyrir unga menn getur þetta auðvitað verið
grafalvarlegt því þeir líta öðruvísi út en áð-
ur. Hvort sem er í sturtu eða þegar viðkom-
andi er í þröngri sundskýlu á ströndinni sést vel
að hann er bara með eitt eista.
Bragi var lengi milliríkjadómari í fótbolta. Hér er rauða spjaldið á lofti í leik KR og ÍBV 2001.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Virðing
RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Kosningar 2010 Allsherjaratkvæðagreiðsla VR til stjórnar og trúnaðarráðs er
hafin. Nýttu atkvæðisrétt þinn og hafðu áhrif. Öll atkvæði hafa
sama vægi. Kynntu þér frambjóðendur og nýttu kosningarétt
þinn á www.vr.is
Nú göngum við í VR til kosninga. Láttu þig
málið varða, þetta er félag okkar allra.