SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 25
28. mars 2010 25 Morgunblaðið/Kristinn Maður heldur að áföll séu hræðileg en svo eru þau til að styrkja mann. inga. Ég segi: Börnin taka þessu ótrúlega vel og dóttir mín var að benda mér á að nýi maðurinn minn ætti að vera alltaf í stuði og ekki reykja. Þá segir hún: Ég þekki svoleiðis mann, ertu ekki til í að fara út með vini mínum. Ég sagði: Jú, jú, á maður ekki að gera það ef maður er skilinn? Svo fór ég út með þessum manni og við höfum verið saman síðan. Hann heitir Sigurpáll S. Scheving, er læknir á Landspítalanum og við erum nýflutt saman.“ Var þetta ást við fyrstu sýn? „Já, að minnsta kosti var ekkert erfitt við fyrstu kynnin. Þetta gekk mjög eðlilega fyrir sig.“ Tilgangurinn er að elska Þið eigið von á barni sem er stelpa og verður fjórða dóttir þín. Hvernig mamma viltu vera eða hefurðu verið? „Fyrst vildi ég vera besta mamma í heimi. Síðan komst ég að þeirri niðurstöðu að sennilega væri besta samsetningin sú að vera nógu góð mamma. Það segir sig í raun og veru sjálft að ef mamm- an er fullkomin og svarar öllum þörfum barnsins strax og jafnvel áður en barnið áttar sig á því sjálft að það hefur einhverjar þarfir þá verður engin örvun og þroski hjá barninu. Ég er búin að kúvenda í barnauppeldi og þess vegna held ég að ég treysti mér til að eiga fjögur börn og jafnvel fleiri. Svo verður nýja barnið sjöunda barnið í hópnum því Sigurpáll á fyrir þrjú börn og sjálf á ég þrjú.“ Nú ertu orðin stjúpa en er það ekki frekar auðvelt fyrir konu eins og þig? „Það er auðvelt að vera góður við börn, miklu auðveldara en að vera vondur við börn. Það sem skiptir máli er að gera ekki óraun- hæfar kröfur til sjálfs sín og barnanna. Við eigum heldur ekki að vantreysta börnum því þau fæðast fullkomin. Þau blekkja aldrei. Ef þau þurfa eitthvað þá biðja þau um það, þau biðjast ekki afsök- unar á tilveru sinni. En við fullorðna fólkið erum gjörn á að reyna að þóknast öðrum, erum stöðugt með undanbrögð og gerum mikið af því að þykjast. Við getum lært afar margt af börnum.“ Ertu hamingjusöm? „Já, ég hefði ekki viljað hafa neitt öðruvísi. Maður heldur að áföll séu hræðileg en svo eru þau til að styrkja mann. Það er hug- hreystandi að finna að maður getur farið í gegnum áföll og staðið eftir ekki verri manneskja en áður.“ Þú talar mikið um það hvernig manneskja maður á að vera og að maður eigi að vera heill. Er einhvers konar trú á bak við þetta viðhorf? „Ég hef alltaf verið andlega leitandi. Orðið „holy“ ber í sér sömu hugsun og að vera heill. Heilagir menn hafa orðið heilagir vegna þess hversu heilir þeir vou. Það er ekki auðvelt að vera heill, þótt við fæðumst heil. En ef maður vill vera heill þá er það verkefni manns að minna sjálfan sig sífellt á það. Þá er maður fljótur að átta sig á því þegar maður er ekki alveg heill. Og þá reynir maður bara betur næst.“ Trúirðu því þá að tilgangur lífsins sé að þroska sjálfan sig? „Það er ágætt að þroska sjálfan sig, en ég held að tilgangur lífs- ins sé að elska. Það er ekkert gaman að lifa ef ekki er ást og kær- leikur í lífi manns. Þá er ég ekki endilega að tala um ást á milli hjóna eða pars heldur það að maður verður að elska lífið, um- hverfið og fólkið sem maður mætir. Það er yndislegt að finna fyrir þeim kærleika innra með sér.“ ’ Það eru auð- vitað ótal ástæður sem maður getur tínt til fyrir skilnaði. Mað- ur gerir ekki áætlun um að skilja. Þetta er sennilega ákveð- ið einhvers staðar annars staðar. Maður gerir heldur ekki áætlun um að koma með sjöunda barnið í hópinn. Þetta eru örlög sem mér hafa verið spunnin og ég er mjög sátt við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.