SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Qupperneq 26
26 28. mars 2010
E
in af þeim spurningum sem
hvað eftir annað hafa vaknað í
tengslum við bankahrunið
haustið 2008 er hvort bank-
arnir sjálfir hafi tekið stöðu gegn íslenzku
krónunni snemma árs 2008 og með þeim
hætti knúið fram verulega lækkun hennar
og grætt stórfé á slíkum viðskiptum eða
jafnvel fengið stóra viðskiptavini eða eig-
endur til þess að gera slíkt hafi lagalegar
eða reglubundnar takmarkanir verið á
svigrúmi þeirra sjálfra til hins sama.
Þessar spurningar vöknuðu veturinn
2008. Könnun á því hvort svo gæti verið
leiddi ekki til skýrrar niðurstöðu. For-
ráðamenn bankanna á þeim tíma héldu því
fram að þeir hefðu ekkert annað gert en
verja stöðu sína vegna skuldbindinga í öðr-
um gjaldmiðlum. Stórir viðskiptavinir
þeirra og í sumum tilvikum stórir hluthafar
í þeim vörðu sig með sama hætti. Að þeir
hefðu einungis hugsað um að gæta stöðu
sinnar vegna erlendra skuldbindinga en
ekkert umfram það.
Hvað felst í því að taka stöðu gegn krón-
unni? Að selja krónur í svo miklum mæli og
kaupa erlendan gjaldeyri fyrir að gengi
krónunnar láti undan og lækki verulega.
Þetta er sagt, að Georg Soros, heims-
kunnur fjármálamaður af ungverskum
ættum, hafi gert 16. september 1992, á
„svarta miðvikudegi“, sem svo hefur verið
kallaður í Bretlandi, þegar hann seldi 10
milljarða sterlingspunda og knúði fram
mikla gengislækkun pundsins. Soros er
talinn hafa grætt 1 milljarð sterlingspunda
á þessum degi.
Í okkar tilviki jafngildir þetta því að þeir,
sem taka stöðu gegn krónunni og ná því að
knýja fram lækkun á gengi hennar láti
greipar sópa um vasa almennings á Íslandi.
Gengislækkun leiðir til hækkunar á verð-
lagi, hækkunar á verðtryggingu og höf-
uðstól lánaskuldbindinga og hækkunar á
gengistryggðum lánum. Þannig verður
gróði þeirra til sem taka stöðu gegn krón-
unni.
Hafi banki tekið stöðu gegn krónunni
með þessum hætti hefur hann um leið
unnið markvisst að því að kippa fótunum
undan þeim viðskiptavinum sínum, sem í
góðri trú tóku gengistryggð lán hjá þeim
sama banka. Er ofmælt að í slíku tilviki hafi
banki setið á svikráðum við viðskiptavini
sína? Staðreynd er að mikill fjöldi íslenzkra
fyrirtækja tók svokölluð myntkörfulán
vegna lægri vaxta og að þetta voru fyr-
irtæki, sem ýmist voru í góðum eða við-
unandi rekstri.
Hafi gengisþróunin á árinu 2008 verið
knúin fram með virkum aðgerðum inn-
lendra aðila (og í einhverjum tilvikum er-
lendra vogunarsjóða) hafa þeir hinir sömu
seilst djúpt í vasa almennra borgara og
valdið eigendum fyrirtækja stórfelldu
tjóni með því að rústa rekstur þeirra.
Hver er lagaleg ábyrgð þeirra, sem
slíkt gera, að ekki sé talað um siðferðilega
ábyrgð?
Þetta er ástæðan fyrir því að talsmenn
grasrótarsamtaka, sem sprottið hafa upp
eftir hrunið, hafa ítrekað talað um „for-
sendubrest“ í lánasamningum almennra
borgara við banka og önnur fjármálafyr-
irtæki. Þingmenn bæði stjórnarflokka og
stjórnarandstöðu tala nú í vaxandi mæli
um forsendubrest.
Og forráðamenn fyrirtækja, sem orðið
hafa fyrir þungum áföllum af sömu ástæð-
um, spyrja spurninga um hvar ábyrgðin
liggi. Hafi fyrirtæki tekið myntkörfulán hjá
banka og bankinn síðar tekið stöðu gegn
krónunni eru forsendur fyrirtækisins fyrir
lántökunni augljóslega brostnar vegna
virkra aðgerða bankans sjálfs. Og þá geti
verið réttlætanlegt af hálfu fyrirtækis eða ef
svo ber undir einstaklings að efna samn-
inginn ekki af sinni hálfu.
Til eru lögfræðingar, sem telja, að 36. gr.
samningalaganna nr. 7 frá 1936 geti átt við í
slíku tilviki en þar segir í 1. mgr: Samningi
má víkja til hliðar í heild eða að hluta eða
breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða
andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann
fyrir sig … Hið sama á við um aðra löggern-
inga.“
Þeir hinir sömu benda á hæstaréttardóm
frá árinu 1955, sem sýni að forsendubrestur
geti tengzt almennum atriðum en þurfi
ekki að varða samningsaðila sérstaklega.
Hér er um flókið mál að ræða en gríð-
arlega stórt, sem varðar hagsmuni mikils
fjölda almennra borgara og fjölmargra fyr-
irtækja, sem riða nú á gjaldþrotsbarmi
vegna atburðarásar og aðgerða, sem
stjórnendur þeirra gátu ekki haft nokkur
áhrif á.
Gera verður ráð fyrir að rannsókn-
arnefnd Alþingis hafi tekið þá spurningu
til sérstakrar skoðunar hvort íslenzku
bankarnir, hluthafar í þeim eða stórir
viðskiptavinir með þeirra hjálp hafi tekið
stöðu gegn krónunni og með slíkum
virkum aðgerðum knúið fram þá stór-
felldu gengislækkun hennar á árinu 2008,
sem hefur skilið efnahag heimila og fyr-
irtækja eftir í rúst. Komi í ljós við birtingu
skýrslu rannsóknarnefndarinnar að hún
leiði ekki fram hver raunveruleikinn er í
þessu máli verður að efna til sérstakrar
rannsóknar á þessu grundvallaratriði í
bankahruninu.
Það er auðvitað ljóst að bankahrunið er
af mannavöldum en ef í ljós kemur við
rannsókn að fámennur hópur manna hafi
með virkum og úthugsuðum aðgerðum –
stöðutöku gegn íslenzku krónunni – beitt
þeim í því skyni að ná fram stórfelldum
hagnaði á gengislækkun hennar – hljót-
um við að skoða atburðarásina alla í nýju
ljósi.
Engum þarf að koma á óvart, þótt ein-
stök fyrirtæki eða samtök fyrirtækja, ein-
staklingar eða samtök einstaklinga láti á
það reyna fyrir dómstólum hvar hin laga-
leg ábyrgð liggur á því að forsendur
bresta með þessum hætti fyrir fjárhags-
legum ráðstöfunum þeirra og hvert þeir
eigi að beina skaðabótakröfum vegna
þess tjóns, sem þeir hafa orðið fyrir af
þeim sökum. Bönkunum sjálfum? Stjórn-
endum og eigendum þeirra? Ríkinu
vegna skorts á fullnægjandi eftirliti?
Svikráð?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
L
ögregla var kvödd að húsi nokkru í Yngsjö á
Skáni að næturlagi á þessum degi fyrir 121 ári.
Húsfreyja, hin 22 ára gamla Hanna Johans-
dotter, var látin þegar að var komið. Svo virtist
sem hún hefði fallið niður stiga. Lögregla var hins vegar
ekki sannfærð um að Hanna hefði orðið fyrir slysi og við
nánari eftirgrennslan bárust böndin að bónda hennar,
hinum 27 ára gamla Per Nilsson, og móður hans, hinni
47 ára gömlu Önnu Månsdotter.
Mæðginin gengust við verknaðinum. Aldrei fékkst
botn í það með hvaða hætti þau myrtu Hönnu en mæðg-
inin voru margsaga fyrir dómi. Líklegast þykir að þau
hafi barið hana með spýtu og Anna síðan kyrkt hana. Að
því búnu settu þau slysið á svið. Í seinni tíð hallast menn
að því að Anna hafi verið ein að verki.
En hvers vegna bönuðu mæðginin Hönnu? Lögreglu
gekk illa að átta sig á því, þangað til í ljós kom fyrir rétti
að Anna Månsdotter hafði átt í kynferðislegu sambandi
við son sinn. Er almennt álitið að það hafi verið tilefni
vígsins. Anna hafi verið afbrýðisöm út í tengdadóttur
sína og ráðið hana af dögum til að geta setið ein að syni
sínum. Talið er að Per hafi lagt blessun sína yfir glæpinn.
Anna Månsdotter gekk að eiga Nils Nilsson, sem var
þrettán árum eldri en hún, og gerði ekki ráð fyrir að líða
skort. Önnur varð raunin, hjónin börðust í bökkum og
misstu tvö af þremur börnum sínum áður en þau kom-
ust til manns. Aðeins Per lifði. Nils hrökk upp af 1883.
Anna skipulagði hjónaband Nils og Hönnu, mögulega
til að stemma stigu við gróusögum um blóðskömm.
Hanna og Nils voru ekki hamingjusöm saman. Anna
flutti ekki inn til móður sinnar, eins og ráðgert hafði
verið, heldur var með annan fótinn á heimili sonar síns
og tengdadóttur. Hermt er að Hanna hafi kvartað undan
henni við föður sinn og sagt hana bera ábyrgð á óham-
ingju sinni.
Mæðginin bæði dæmd til dauða
Líklegt er talið að Hanna hafi komist að því að eigin-
maður hennar og tengdamóðir ættu í kynferðislegu
sambandi og fyrir vikið hafi þau ákveðið að myrða hana
til að koma í veg fyrir að hún kjaftaði frá.
Mæðginin voru bæði dæmd til dauða. Dómurinn yfir
Per var aftur á móti mildaður og hann dæmdur til lífs-
tíðarfangavistar í Långholmen-fangelsinu í Stokkhólmi.
Þar er nú hótel. Hann var náðaður árið 1913 og lifði utan
rimlanna í fimm ár áður en berklar lögðu hann að velli,
árið 1918. Þegar Per fékk að vita að hann væri dauðvona
á honum að hafa létt. „Jæja, það var ágætt,“ mun hann
hafa sagt. „Þetta var það sem ég vildi heyra. Nú verð ég
senn frjáls maður.“
Eftir að Per var allur fengu hjúkrunarfræðingarnir
sem önnuðust hann á spítalanum meðan á banalegunni
stóð að vita að hann væri hinn illræmdi Yngsjö-
morðingi. Brá þeim í brún enda þótti þeim maðurinn
með afbrigðum elskulegur.
Önnu var engin miskunn sýnd. Hún var hálshöggvin
af böðlinum Albert Gustav Dahlman í fangelsinu í
Kristianstad 7. ágúst 1890. Dauðarefsingu hafði verið
framfylgt opinberlega allt til ársins 1876 í Svíþjóð en af-
taka Önnu fór fram fyrir luktum dyrum. Anna var síð-
asta konan sem tekin var af lífi í Svíþjóð.
Á árunum 1800 til 1866 voru 644 manns hálshöggnir í
Svíþjóð, þar af 200 konur. Frá 1866 til 1903 var hins veg-
ar aðeins fjórtán manns refsað með þessum hætti. Árið
1903 var fallöxin tekin í notkun og var hún við lýði uns
dauðarefsing var afnumin í landinu árið 1921.
Yngsjö-morðið er eitt frægasta sakamál í sögu Sví-
þjóðar og Anna Månsdotter einn umtalaðasti kven-
morðingi landsins. Margir hafa lagt út af glæpnum,
meðal annars kvikmyndagerðarmennirnir Arne Matts-
son, 1966, og Richard Hobert, tuttugu árum síðar.
orri@mbl.is
Blóð-
skömm
og morð
Anna Månsdotter líflátin. Böðullinn er lengst til vinstri með öxina fyrir aftan bak.
’
En hvers
vegna bönuðu
mæðginin
Hönnu? Lögreglu
gekk illa að átta sig
á því, þangað til í
ljós kom fyrir rétti
að Anna hafði átt í
kynferðislegu sam-
bandi við son sinn.
Hanna Johansdotter
Á þessum degi
28. mars 1889
Per Nilsson