SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 31
28. mars 2010 31
Þ
að kemur mér á óvart að
matarkarfan er enn þá þokka-
lega ódýr. Leigan er stærsti
bitinn hérna. Hún er mjög dýr
og dýrari en í Reykjavík. Við erum í
svipuðu húsnæði og við leigjum út í
Reykjavík og þurfum að borga aðeins
með íbúðinni hér vegna gengisins. Það er
hins vegar enn viðráðanlegt að fara út að
borða,“ segir Dagur Gunnarsson, blaða-
maður og ljósmyndari, um verðlag í
menningarborginni Barcelona.
Eins og lesendur Morgunblaðsins hafa
ugglaust tekið eftir ritar Dagur reglulega pistla á
mbl.is um lífið og tilveruna í höfuðstað Katalóníu,
þar sem hann dvelur ásamt konu sinni, Gunnþór-
unni Guðmundsdóttur, og barni. Hann segir aðhalds
þörf eftir gengishrunið.
„Maður leikur sér kannski ekki eins mikið hérna
og maður hefði gert fyrir hrun. Við erum auðvitað
ekki túristar hér, við höldum heimili og þó að ým-
islegt sé dýrt í innkaupum getur maður þó leyft sér
rauðvínsflösku oftar en heima. Allt annað, svo sem
að halda úti farsíma og nettengingu, er ósköp svipað
og heima en á móti kemur að hér þarf maður ekki að
reka einkabíl.“
– Hvað um atvinnuleysið?
„Það er mikið fjallað um það í fjölmiðlum. Ríflega
fjórar milljónir manna eru nú án vinnu. Það er það
sem að maðurinn á götunni, fólkið sem ég hef verið
að spjalla við, hefur hugann við. Ungt fólk sem ég
hitti hristir höfuðið þegar talið berst að framtíðinni.
Spánverjarnir fórna höndum þegar ég segi þeim að
ég sé fluttur hingað. Þeir segja: „í guðanna bænum,
Spánn er að fara í hundana!“
– Hvað um fasteignabóluna sem
sprakk?
„Það varð mikil dýfa í byggingariðn-
aðinum. Þar er lítið um framkvæmdir
sem gerir það að verkum að það er meira
um smáglæpi. Á Spáni er mikið af ólög-
legum eða pappírslausum innflytjendum,
eins og þeir heita hér. Þeir eru ódýrt
vinnuafl og ganga mikið í verka-
mannastörf en þegar kreppir að eru þeir
bjargarlausir.“
– Af hverju?
„Þeir geta ekki sótt um atvinnuleysisbætur. Þeir
eru ekki hluti af hinu opinbera kerfi. Þeir koma inn í
landið á slöngubát og neyðast til að snúa sér að betli
og smáglæpum.“
– Hefur það aukist?
„Já. Ég tel að svo sé. Það er meira af betlurum og
við sjáum marga róta í ruslinu í leit að verðmætum og
það er miklu meira af vasaþjófum og öðru slíku, sýn-
ist mér.
Það er mikið varað við því og talað um vasaþjófnað.
Ég fór niður í miðbæ með myndavélina á öxlinni og
rakarinn sem ég leit inn hjá læsti á eftir mér til að
halda þjófum frá. Hann sagði mér að passa mynda-
vélina og veskið og húðskammaði einhverja aum-
ingjans menn sem bönkuðu upp á til að spyrja til
vegar. Skömmu síðar stöðvaði lögreglan mig á að-
altorginu og sagði mér að vera ekki að tala við snyrti-
lega drengi frá Marokkó sem sýndu fimleika þar.
„Þetta eru þjófar. Passaðu þig!“ voru skilaboðin úr
einni stuttri bæjarferð, nóg til að gera mann létt væn-
isjúkan,“ sagði Dagur að lokum.
Rakarinn læsir að sér
Hárskerinn heldur í gamla tímann.
Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson
Dagur Gunnarsson
É
g var að ræða við lögregluþjón
fyrir tveimur til þremur vikum.
Hann sagði að það hefði orðið
eftirtektarverð aukning í smá-
glæpum, innbrotum í bíla og hús og
annað slíkt, eftir að efnahagurinn tók
þessa djúpu dýfu. Hann útskýrði fyrir
mér að það væri mikið af ungum ólærð-
um mönnum sem hefðu í sig og á með
byggingarvinnu og tengdum greinum en
væru nú atvinnulausir. Ég hef ekki fyrir
mér neinar tölur og get ekki sagt að ég
hafi sjálfur orðið var við þetta en þetta er
það sem mér var sagt,“ segir Benedikt
Karl Valdimarsson, stjórnandi hjá fyrir-
tækinu Reputation Inc., um áhrif krepp-
unnar á glæpatíðni á Írlandi.
Benedikt Karl er kvæntur Finolu
McDonnell en þau kynntust er þau voru
í meistaranámi í almannatengslum við
Stirling University á Skotlandi. Eftir að
hafa starfað í um eitt og hálft ár hjá aug-
lýsingastofunni Athygli flutti Benedikt
Karl til Dyflinnar en þau Finola hafa búið
þar saman síðan. Hjónin gengu í það
heilaga í september 2006 en þau eru bú-
sett í miðborg Dyflinnar, nánar tiltekið í
Rialto borgarhlutanum.
Skattar hafa hækkað
– Hvað um álögur?
„Maður finnur greinilega fyrir því
hvað ýmis opinber gjöld og skattar hafa
hækkað mikið. Það hafa allir fundið fyrir
því. Maður í mínum launastiga borgar
sennilega í kringum 53% af heildar-
tekjum sínum í skatta og opinber gjöld.
Fólk með lægri tekjur borgar þó mun
minna, líklega í kringum 20-22%, en
þessi þröskuldur er lágur. Það er þó líka
enn töluvert margt fólk sem borgar nán-
ast engan skatt og það eru líkur á því að
þetta verði að breytast og netið víkkað,
sem mun sjálfsagt valda ólgu,“ segir
Benedikt Karl og bendir á að verðlag hafi
lækkað.
Verðhjöðnun í hagkerfinu
„Það sem hefur hjálpað svolítið til er að
Írland er formlega í verðhjöðnun og
vöruverð virðist almennt á niðurleið.
Þetta verður þó að setja í samhengi við
að gríðarlegur fjöldi fólks hefur tekið á
sig umtalsverðar launalækkanir.
Lágir Evrópuvextir hafa líka hjálpað
við að létta greiðslubyrði fólks af lánum,
sérstaklega húsnæðislánum. Bankarnir
hafa þó þegar farið að breyta vöxtum og
menn óttast að uppgangur í Evrópu, sér-
staklega í Þýskalandi og Frakklandi,
muni þýða hærri vexti í Evrópu, sem
komi mörgum hér á Írlandi í slæma
stöðu og jafnvel auki á það vandamál
sem vanskil á húsnæðislánum eru nú
orðin.“
– Nú er Írland ekki stéttlaust þjóð-
félag. Hvernig gengur lægri millistéttinni
að standa í skilum?
„Það er tvímælalaust vandamál. Eðli-
lega eru vanskil algengust hjá fólki sem
er með lægri laun og á mörkum þess að
ráða við fasteignalánin. Sumir hafa meira
að segja haldið því fram að sumt af þessu
fólki hefði aldrei átt að fá lán og að
bankarnir hafi vanrækt skyldur sínar til
að þéna peninga. Annar hópur sem á
erfitt eru sjálfstæðir atvinnurekendur.
Aðgangur að fjármagni fyrir smáfyrir-
tæki er mjög erfiður sem hefur þýtt að
miklum fjölda fyrirtækja hefur verið lok-
að. Þetta hefur aukið enn frekar við at-
vinnuleysið og vanskil almennt. Hins
vegar eru mörg dæmi um fólk, sem
myndi vera talið í millistétt og jafnvel
ofar, sem hefur lent í gríðarlegum vand-
ræðum. Maður þekkir mörg dæmi um
vel menntuð hjón sem voru bæði í vel
launuðum störfum og hafa bæði misst
vinnuna. Oft á tíðum hefur þetta fólk
þyngri greiðslubyrði og fleiri lán og áfall-
ið er því ekki síður slæmt fyrir þetta
fólk, þótt það eigi ef til vill einhvern
smávarasjóð í banka.
Bankarnir hafa reynt að hjálpa þessu
fólki með því að létta greiðslubyrðina,
dreifa greiðslum o.s.frv. og þeir eru
raunverulega að reyna að hjálpa fólki.
Þeir hafa engan hag af því að taka hús af
fólki, sem er í neikvæðri eiginfjárstöðu,
og þegar enginn markaður er fyrir fast-
eignir. Bankarnir reyna því að halda fólki
á beinu brautinni þangað til betur árar
en oft eiga þeir ekki annan kost en að
fara fyrir rétt og taka yfir eignina.“
Efnalítið fólk er berskjaldað
Benedikt Karl segir efnalítið fólk finna
mest fyrir því þegar harðnar á dalnum.
„Fólkið sem kreppan bitnar hvað
harðast á á litla skólagöngu að baki og
hefur starfað í framleiðslugreinum, í
verksmiðjum og byggingariðnaðinum,
svo ég nefni dæmi. Þeir sem höfðu enga
vinnu og þurftu að reiða sig á félagslega
kerfið eru auðvitað farnir að finna fyrir
því vegna þess að ríkið er í gríðarlegum
vandræðum og hefur hafið mikinn nið-
urskurð. Meiri niðurskurður er í vænd-
um og verður honum því miður senni-
lega beint í miklum mæli að félagslega
kerfinu og heilbrigðiskerfinu sem má
ekki við því. Hér er opinbert heilbrigð-
iskerfi en einnig einkakerfi og einka-
sjúkrahús. Þeir sem ekki hafa aðgang að
heilbrigðistryggingu í gengum vinnuveit-
endur, eins og ég, eða hafa ekki efni á að
kaupa slíka tryggingu, munu því verða
verr úti ef opinber heilbrigðisþjónusta
versnar [...] Það hefur einn banki þegar
verið þjóðnýttur og menn setja enn stórt
spurningarmerki við hvort fleiri bankar
verði teknir yfir af ríkinu.“
Benedikt Karl með systurdóttur sinni Valdísi Hörpu Porca. Benedikt Karl býr í Dyflinni.
Skuldum hlaðnir Írar
óttast að þurfa að
herða sultarólina
Staðan í löndunum þremur
Atvinnuleysi
Írland (Eurostat - janúar)
Ísland (Vinnumálastofnun - mars)*
Spánn (Eurostat - janúar)
* Talan er byggð á forsendum Vinnnumálastofnunar
(16.945 x 0,94/178.000)
13,8%
8,9%
18,8%