SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Page 35

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Page 35
28. mars 2010 35 Rúnar telur persónugallerí Ladda al- gjörlega sér á parti. „Ég hef ekki fundið neinn þekktan grínista í hinum vestræna heimi sem hefur í mannsöfnuði sínum a.m.k. tuttugu karaktera sem eru svo skýrt mótaðir að þeir eru eins og hvert annað íkon, fyrir svo utan alla hina sem skipta hundruðum. Sjálfur á ég bara tvo af þessu tagi og þykist nokkuð góður. Fólk þarf bara rétt að sjá þessa karla og kerlingar hans Ladda og getur þá taf- arlaust nefnt nafn og starfsheiti. „Nei, Skúli rafvirki!“ – „Saxi læknir!“ Og svo mætti lengi telja. Með íkon á ég við af- dráttarlausar ásjónur fólks á borð við Buster Keaton, Charlie Chaplin og svo- leiðis týpur.“ Flestir skemmtikraftar eiga sér ein- kunnarorð sem allir þekkja. Laddi er þó sennilega sá eini sem Gísli Rúnar veit um í heiminum sem hefur tekist að gera ein- kunnarorð (e. catch frase) úr eins- atkvæðisorði: „Já“. Þá á hann vitaskuld við öðlinginn Dengsa, sem lætur að svo mæltu á sér kræla við borðið. „Jaaaaa- aaaá, Hemmi minn.“ Svo þróaðir eru helstu karakterar Ladda að Gísli Rúnar er ekki í vafa um að Laddi gæti hæglega verið í karakter, t.d. sem Skúli rafvirki, í heila viku. „Laddi myndi vita upp á hár hvernig hann ætti að bregðast við öllum mögulegum að- stæðum. Svo vel þekkir hann Skúla.“ „Hvað segiru?“ glymur þá frekjulega í Skúla. Ég meina Ladda. Hvað erum við eiginlega margir við þetta litla borð? Gísli Rúnar segir húmor hafa þann ágæta og þénanlega sið að bíta í skottið á sér. „Þegar við Júlli vorum ungir og nut- um sem mestrar hylli sem Kaffibrúsakarl- arnir höfðum við horn í síðu eldri grínista fyrir að bjóða bara upp á gamanvísur og eftirhermur. Núna sé ég ekki betur en okkar kynslóð skemmtikrafta sé húð- skömmuð fyrir þetta sama af yngri upp- troðurum. Svona fer þetta í hringi, “ segir Gísli og kímir illkvitnislega. Skrefin verða þyngri Laddi hefur haft atvinnu af því að vera fyndinn í hartnær fjóra áratugi. Spurður hvort þetta sé alltaf jafn auðvelt brosir hann góðlátlega. „Nei, skrefin upp á svið verða stöðugt þyngri með árunum. Kannski er það bara aldurinn. Maður er fullur efasemda. Það hefur enginn gaman af þessu! hugsar maður með sér. Þegar maður er kominn upp á svið er þetta hins vegar alltaf jafn rosalega gaman. Ég tala nú ekki um ef viðtökurnar eru góðar. Fyrir næstu sýningu tekur sama ferlið svo við aftur.“ Frægt var þegar Laddi ætlaði að fagna sextugsafmæli sínu með einni eða tveimur sýningum í Borgarleikhúsinu vorið 2007, sem þeir höfðu skrifað saman, hann og Gísli Rúnar, sérstaklega af þessu tilefni. Sýningar áttu að verða í hæsta lagi fjórar. Uppfærslan gekk þó engu að síður fyrir fullu húsi í heil tvö ár. „Kom mér mjög á óvart, segir Laddi hugsi. „Það kom mér hins vegar ekkert á óvart,“ segir Gísli Rúnar. „Hávær minni- hluti meinhorna hafði nefnilega trúað Ladda fyrir því að þetta væri vonlaust, hann ætti ekki lengur nein ítök í húm- ortaug landans. Þetta voru sömu velunn- arar okkar og eru t.d. ítrekað að segja Björgvin Halldórssyni, Sigga Sigurjóns og öðrum gamalmennum að ráðlegast sé að leggja söng- og spaugskóna á hilluna – upptroðurum sem fylla hverja Laug- ardalshöllina á fætur annarri eins og að drekka vatn.“ Einstakt persónugallerí Þegar Heilsubælið er skoðað kemur á dag- inn að mannskapur þar á bæ nýtur nokk- uð góðs af kameljónhæfni Ladda. Gísli Morgunblaðið/Golli ’ Þessar tvær hliðar sömu skipti- myntar hafa ætíð verið ær og kýr okkar Ladda og skráðar sam- kvæmt húmorgengi í takt við þann gjaldeyri sem alþýðuhollastur var á hverjum tíma. Eftir að hafa legið í dvala um langt skeið eru karakterarnir úr Heilsubælinu í Gervahverfi farnir að láta á sér kræla. Það hafa þeir gert inni á aðdáendasíðum þáttarins á net- inu. Þar hafa þeir átt í gagnvirkum samskiptum við aðdá- endur sína – fyrir atbeina Gísla Rúnars. Það hefur sumsé verið hægt að spjalla við Saxa lækni, Simonettu Sörensen, Adolf Litla og alla hina sérvitringana. Fyrir bragðið hafa ótalsinnum komið óskir frá velunnurum um meira af svo góðu. Gísli Rúnar og félagar hafa nú í fyrsta skipti léð máls á því en eins og kom fram í Morgunblaðinu á föstudag er í fullri alvöru verið að kanna möguleika á gerð nýrra þátta um Heilsubælið þessa dagana. „Stöð 2 bað okkur strax eftir að sýningum á fyrstu þátta- röðinni lauk að gera fleiri þætti en við vildum það ekki. Vor- um hrædd um að ofbjóða fólki. Eftir á að hyggja var það auðvitað bölvuð vitleysa,“ upplýsir Gísli Rúnar. Í stað þess að halda Heilsubælinu opnu bauðst hópurinn til að gera nýja þætti, Hótel Sódavatn, og var það sam- þykkt. Þegar handrit lá fyrir og tökur voru að hefjast var hins vegar skipt um eigendur á Stöð 2 og blésu þeir nýja þáttinn af. „Það voru víst ekki til peningar,“ segir Gísli Rún- ar. „Það var bagalegt enda höfðum við lagt mikla vinnu í þetta verkefni.“ Læknavísindunum hefur fleygt fram á síðustu 23 árum og Gísli Rúnar brennur í skinninu að taka nýjar deildir í notkun á Heilsubælinu, svo sem lýtalækningadeild og de- tox-deild. Þá segir hann freistandi að stefna fleiri karakter- um úr galleríi Ladda á bælið, til dæmis Dengsa, Þórði hús- verði, Elsu Lund og Marteini Mosdal. Laddi horfir á hann: „Þau yrðu þá öll á geðdeild!“ Að vakna af dvala Herðablaðið, ársþriðjungsrit Heilsu- bælisins, fylgir með nýja mynddisk- inum. Það var stofnað sem einblöð- ungur árið 1953 af Herði Litla, bróður dr. Adolfs Litla. Fljótlega var Herða- blaðið stækkað upp í heila opnu með það fyrir augum m.a. að herða blaðið, en það var lengi vel framan af notað sem blævængur fyrir asnasjúklinga hælisins á heitum sumardögum. Í Herðablaðinu eru nýjustu fréttir af starfsfólki og sjúklingum á Heilsubælinu. Þar segir m.a.: „Búist var við því að Olgeir Ólafsson (61), stundum einnig nefndur Olli Offviti, gæti útskrifast af Heilsu- bælinu í dag. Í gærmorgun fjarlægðu læknar gifsið sem hann hefur haft á hægra fæti í rúm 22 ár. Nýtt gifs var þó tafarlaust sett á hann aftur er í ljós kom að það var holt að innan og fót- urinn horfinn. Telja læknar jafnvel líkur á því að Olli hafi aldrei haft neinn fót en hafi smyglað sér einfættur inn á Heilsubælið, á sínum tíma, á fölskum forsendum til þess að þurfa ekki að vinna. Nefnd undir stjórn dr. Adolfs vinnur nú í málinu.“ Ævisaga á frímerki Í tilkynningu frá sjoppu Heilsubælisins kemur fram að vænt- anleg sé í búðir ævisaga Lilla aumingja. Verður hún gefin út á frímerki. Einnig er greint frá því að dæmisögubæklingurinn „Hvað á barnið að heita?“ eftir séra Svavar sé væntanlegur í enskri þýð- ingu undir titlinum „Don’t mess with me.“ Loks er við hæfi að vitna í Heilráðabók Saxa læknis: „Eitt léttvínsglas á dag getur verið afbragðsgott gegn hjartasjúkdóm- um. Gallinn er sá að glerbrotin geta unnið óbætanleg spjöll á þarmaveggjunum.“ Og: „Miðaldra karlar koma iðulega hingað á stofuna og kvarta undan roða í kinnum. Mitt ráð til þeirra er yfirleitt vin- samlegt en svohljóðandi: Hvernig væri að nota aðeins minni kinnalit, helv ... klæðskiptingurinn þinn!“ Herðablaðið stækkað til að herða blaðið

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.