SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Side 37

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Side 37
Fjölskyldan eftir að keppni lauk í Nome; Magnús, Þóra Hrönn og Sigurjón. vísi. Í einu orði sagt var ég óhamingju- samur; þetta lagðist á mig. Ég geri mér því fullkomna grein fyrir því hvernig meira en helmingi keppenda líður nú þar sem þeir náðu ekki að ljúka keppni þetta árið.“ Iron Dog-keppninni er skipt í tvo flokka; Íslendingarnir voru í áhuga- mannaflokki, þar sem ekki er keppt um sæti, vel að merkja, heldur reynt að hafa gaman af öllu saman – þó að öllu gamni fylgi vissulega töluverð alvara – en þeir sem teljast atvinnumenn þurfa að leggja að baki um það bil tvöfalt lengri leið áð- ur en endamarksflaggið fer á loft. Alls um 3.200 kílómetra. Keppni þeirra er sögð lengsta og erfiðasta sleðakeppni í heiminum ár hvert og þar er barist um töluverð peningaverðlaun. Lagt er af stað frá Big Lake við Wasilla, sem er í grennd við Anchorage og eknar leiðir sem innfæddir nota dags daglega. Í Alaska er hefðbundið vegakerfi ekki nema í syðsta hluta ríkisins. Áhugamennirnir ljúka keppni í Nome skammt frá Beringssundi, sem skilur að Bandaríkin og Rússland. Í Nome hvílir atvinnumannahópurinn sig í um það bil tvo sólarhringa, snýr síðan við og linnir ekki látum fyrr en í Fairbanks, langt inni í landi, eftir um það bil þriggja daga akstur til viðbótar. Keppt er í tveggja manna liðum. Þau voru alls 44 að þessu sinni og 21 komst alla leið, þar af um þriðjungur í áhuga- mannaflokknum. Að minnsta kosti tvö lið þurftu að hætta keppni strax á fyrsta degi, í öðru voru þaulvanir kappar, Scott Davis og Todd Palin, en sá fyrrnefndi slasaðist. Hann hefur sjö sinnum farið með sigur af hólmi í keppninni og Todd fjórum sinnum. Palin er þekktur maður í Alaska; eiginkona hans, Sarah Palin, er fyrrverandi ríkisstjóri þar og varafor- setaefni Repúblikana í forsetakosning- unum í Bandaríkjunum 2008. Sigurjón og Þóra Hrönn voru í hópferð á vélsleðum í Alaska fyrir nokkrum ár- um þegar þau fréttu af Iron Dog- keppninni. Þau hafa lengi stundað akst- ur á vélsleðum og ýmsa aðra útivist og áhugi kviknaði strax þegar ævintýrið bar á góma. Slógu því til þegar tækifæri gafst í fyrra. Nú tók Magnús sæti móður sinnar í keppnisliðinu en Þóra Hrönn var með í för og skipaði þjónustulið feðganna ásamt Alaskabúanum John Scudder, fjölskylduvini og fyrrverandi forseta fé- lags vélsleðamanna í Anchorage. Þau Scudder dvöldust þar í borg meðan feðg- arnir voru á leiðinni, tilbúin að aðstoða, og einu sinni þurftu þau að hafa hraðar hendur þegar dempari í sleða Magnúsar laskaðist. Útveguðu nýjan í skyndi og sendu með flugi til eins þorpsins þar sem feðgarnir gistu. Í óbyggðum Alaska er meira en að segja það að standa í slíku. Þeir Magnús gátu sem betur fer lappað upp á skemmdirnar til bráðabirgða, með góðra manna hjálp, þannig að hægt var að halda áfram þar til nýr dempari kom. Feðgarnir lögðu af stað á föstudegi en Þóra Hrönn flaug til Nome á mánudegi og tók á móti þeim þar. Eftir kuldakastið í fyrra var íslenska liðið við öllu búið. „Nýir frostþolnir demparar voru settir á sleðana,“ segir Sigurjón. „Við öðluðumst mikla reynslu og þekkingu í fyrra auk þess sem við kynntumst nánast öllum sem koma að keppninni, bæði skipuleggjendum og þátttakendum.“ Þau tengsl, reynsla og þekking á leiðinni hafi átt stóran þátt í því hve vel tókst til að þessu sinni. „Nú vissi ég hvar flestir stoppa til að hvílast yfir nótt og vissi því hversu mikið lengra þyrfti að aka á hverjum degi til að ná forskoti. Þannig náðum við að verða fyrstir í mark og slá met. Aldrei áður hafa sleðar í áhugamannaflokki lokið keppni á fjórum dögum og komist í mark á undan sleðum í atvinnu- mannaflokknum. Fyrir þetta fengum við verðlaunin Coin of Excellence frá Þjóð- varðliðinu.“ Feðgarnir segjast hafa verið mjög heppnir með veður að þessu sinni. Frostið fór mest í 30 gráður á síðasta hluta leiðarinnar. „Það er gott að keyra í 25-30 stiga frosti inni í skóginum,“ segir Magnús sem fór nú þarna um í fyrsta skipti. Ferðin var að því leyti þægilegri en hann átti von á. Oft er snarvitlaust veður á þessum slóðum eins og nærri má geta en náttúruöflin voru í spariskapinu Anchorage Grænland Ísland Ka na da Ba nd ar íki n ALASKA Big Lake Norton-flói Nome Wood-Tikchik (þjóðgarður) Katmai (þjóðgarður) Kodiak Lake Clark (þjóðgarður og friðland) Denali (þjóðgarður og friðland) Bethel Bæringshaf Kvichak-flói Kachemak- flói Alaska-flói Kenai Iron-dog vélsleðakeppnin Keppnisleiðin er um 1.850 km Til samanburðar: Reykjavík 1.890 km Vegalengdin frá Reykjavík til London er aðeins 40 km lengri en keppnisleiðin. London Magnús á svæði sem kallast Buffalo Tunnels. Þarna hafa geysað miklir skógareldar og þurfti undanfarasveit- in að saga töluvert af trjám til að keppendur kæmust þarna um. ’ Náðum að verða fyrstir í mark og slá met. Aldrei áður hafa sleðar í áhugamannaflokki lokið keppni á fjórum dögum og komist í mark á undan sleðum í atvinnu- mannaflokknum. 28. mars 2010 37

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.