SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Page 39

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Page 39
28. mars 2010 39 S ., mín kæra, hér vorar víst! Þú mátt halda þig við það sem þú sagðir um daginn, þegar ég tilkynnti um ferðalagið hingað, sagðist ætla að upplifa enska vorið, fara svo heim og taka á móti því íslenska, tvö vor á einu ári ... en þá skelltir þú upp úr og sagðir að eiginlega væri aldrei talað um enskt vor, bara sumar, það væri sérstakt af ýmsum afgerandi ástæðum en vorið – ja, vorið væri varla til – en hér sit ég samt í því miðju, umkringdur krókusum í húsagarði á bekk, einum af þessum með tileinkunn, eins og í Notting Hill, nema á skildinum hérna stendur Gillian Barnett 1933-1996, friend & teacher, og ég er jakkalaus undir berum trjám, jakkalaus, af því veðrið er milt, undir trjágreinum sem eru berar af því sumarið er ekki enn komið. Ég held mér sé óhætt að endurtaka upphróp- unina frá því áðan: Hér vorar víst! Ég viðurkenni samt að þetta er allt öðru- vísi en heima, miklu yfirvegaðra, trén taka ekki brumhattana ofan öll í einu , skilj- anlega, ég meina, þetta er á Englandi, þau fara í röð, ein tegund í einu inn í sumarið, sem er býsna óspennandi – á meðan íslenska vorið dansar og syngur há- stöfum á gröf vetursins þá dregur hið enska krossmark í loftið yfir nýorpnu leiðinu, eins og það skammist sín fyrir sjálft sig... Mín kæra, áður en ég við- urkenni að þú hafðir rétt fyrir þér um daginn kveð ég. Dönsum og syngjum þegar við sjáumst! G. Póstkort frá London Guðmundur Óskarsson ’ Ég held mér sé óhætt að endurtaka upp- hrópunina frá því áðan: Hér vorar víst! Í Kaltag bauð einn heimamanna, Earl Esmailka, þeim að gista; gamall þátttak- andi í sleðakeppninni. „Hann hvatti okk- ur til þess að fara alla leið næsta dag í stað þess að gista aftur og við það kom keppnisskapið upp í manni!“ segir Sig- urjón. „Við ákváðum að fara að hans ráð- um og maður leit oft um öxl síðasta dag- inn til þess að athuga hvort aðrir hefðu ákveðið að fara alla leið þann dag. En svo var ekki. Það er best að vera fyrstur því þá sleppur maður við að vera í halarófu og á ekki á hættu að keyra fram á menn með bilaðan sleða.“ Við þær aðstæður stöðva menn alltaf og hjálpa til. „Annað kemur ekki til greina. Maður gæti lent í því sjálfur daginn eftir að festa sig einhvers staðar í óbyggðum,“ segir Magnús. „Við tókum eitt og hálft dagsverk á þriðja degi og aftur daginn eftir. Það varð til þess að við komum svona snemma í mark. Þeir næstu komu 24 tímum seinna en voru þó með betri brautartíma; keyrðu hraðar en ekki eins langt á hverj- um degi.“ Feðgarnir, sem töldust vera lið 57, komu á endastöð í Nome á mánudags- kvöldi ásamt Matt Subitch og Glenn Jo- hnmayer; liði 58, sem varð þeim sam- ferða frá Puntilla á laugardagsmorgni. Ekki var gert ráð fyrir fyrstu keppendum til Nome fyrr en um það bil sólarhring síðar þannig að formlegt endamark hafði ekki verið sett upp, en Þóra Hrönn, sem flogið hafði til bæjarins, var á staðnum þegar eiginmaðurinn og sonurinn luku keppni. Var þá glatt á hjalla. „Keppnishaldararnir voru samferða mér í flugvélinni frá Anchorage til Nome á mánudeginum. Þegar komið var um borð spurðu þeir mig hvað ég væri að gera; mér lægi ekkert á fyrr en á morgun því fyrstu keppendur kæmu ekki fyrr en annað kvöld,“ segir Þóra. „Ég sagði mína menn koma í kvöld en þeir sögðu það misskilning; engum í áhugamanna- flokknum hefði tekist að aka þetta á fjór- um dögum. Stysti tíminn væri fimm dag- ar. Ég sagði þeim þá að mínir menn hefðu lagt upp frá Kaltag um morguninn, hefðu verið komnir til Unialakleet fyrir hádegi og hefðu lagt þaðan út á hafísinn áleiðis til Nome.“ Sigurjón og Magnús eru sammála um að vel hafi til tekist og þeir séu spenntir að fara aftur. „Ég verð að segja að mig langar mikið til að taka þátt í atvinnu- mannaflokknum,“ segir Magnús. Tekur fram að það kosti reyndar mun meira, bæði sé búnaðurinn meiri og dýrari og þátttökugjöldin hærri. „En það er aldrei að vita hvað við gerum. Ég vona að næst getum við að minnsta kosti keyrt á eftir atvinnumönnunum alla leið til Fairbanks jafnvel þó að við keppum ekki.“ Magnús dásamar náttúruna í Alaska og fólkið, en það þriðja sem kom honum skemmtilega á óvart var bandaríski her- inn, sem er helsti styrktaraðili Iron Dog- keppninnar. „Ég er mikill tækjanörd og hafði þess vegna gaman af því þegar her- inn kom á tveimur Pave Hawk- risaþyrlum á einn af þessum afskekktu stöðum langt úti í óbyggðum, tjald var blásið upp á skammri stundu og allt í einu var boðið upp á þrjár símalínur og nettengingu. Viltu hringja til Íslands? Ekkert mál!“ www.icelandalaska.com Menn voru oft blautir í fæturna að kvöldi, en vel búnir og varð því ekki kalt. Sigurjón í Poorman, þeim stað þar sem stoppað var lengst frá byggðu bóli. Í ferðinni verður fetað í fótspor Íslendinga sem fluttu forðum daga vestur til Ameríku í von um betra líf í nýjum heimi. Aðal tilgangur hennar er að kynnast sögu og menningu landnemanna og lífsháttum afkomenda þeirra eins og þeir eru í dag. Flogið verður til Minneapolis og gist þar 1 nótt áður en haldið er til borgarinnar Grand Forks í Norður-Dakóta. Þaðan verður ekið um blómlegar sveitir Vestur-Íslendinga og heilum degi varið á 3ja daga hátíð í Mountain. Næsti áfangastaður er Winnipeg og gistum við þar í 5 nætur. Þar búa fjölmargir landar okkar og margt að sjá sem tengist yfir 100 ára búsetu þeirra í borginni. Þaðan verður ferðast um Nýja Ísland og staðir heimsóttir sem tengjast lífi og störfum fólksins. Íslendingadagurinn á Gimli er ógleymanlegur þeim sem taka þátt í þeim hátíðahöldum. Frá Winnipeg verður ekið í suðausturátt og gist tvær nætur í borginni Duluth, fallegri borg sem stendur í hæðunum við Lake Superior. Í lok ferðarinnar verður gist 2 nætur í Minneapolis. Í ferðinni gefast ótal tækifæri til að hitta fólk af íslenskum ættum. Fararstjórar: Margrét Björgvinsdóttir & Ragnheiður Kjærnested Verð: 259.500 kr. á mann í tvíbýli Örfá sæti laus! Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, morgunverður í Grand Forks og Winnipeg, allar skoðunarferðir með rútu og íslensk fararstjórn. 29. júlí - 11. ágúst Sp ör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Íslendingaslóðir í Kanada SUMAR 5 Allarskoðunarferðirinnifaldar

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.