SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 40
40 28. mars 2010 Lindu P. hefðu boðist þúsund úlfaldar fyrir hana í Marokkó. Mér voru boðn- ir tíu þúsund úlfaldar í barnabarnið. Og heil teppabúð líka. Sumir eru að leita að teppum, leð- urmunum, slæðum eða skartgripum á svona stöðum. Ég er að leita að mat. Ekki til að kaupa hann, heldur til að skoða, spá í og skynja. Og þarna var það ekki síst lyktin sem leiddi mig áfram. Því það var svo margvíslegt sem bar að nösunum; kitlandi reykur frá kindahausum sem var verið að grilla í bakdyrum veitingahúss, þungur ilmur af glóandi og bústnum appelsínum á djúsbar, blóðlykt af kjöti úr slátrarabúð, lyktin og snarkið frá Ef kostur er að krydda fæðu Sumir leita að teppum, leðurmunum og skart- gripum í Marrakesh. Ég leita að mat. Nanna Rögnvaldardóttir Nanna Rögn- valdardóttir einhverjum smáfiskum sem tötraklæddur maður steikti sér á blikkplötu í húsasundi; og af og til fundum við skyndilega skelfilega vondan fnyk blandast öllu hinu og vissum þá að við vorum komnar fullnærri höf- uðstöðvum sútaranna. Og svo var það allt kryddið. Við gengum yfir í suður- hluta medínunnar, þar sem fátt er um ferðamenn og sölumennirnir létu okkur að mestu í friði. Þar var því óhætt að staðnæmast við kryddbúðirnar, virða fyrir sér háar og mjóar kryddstrýturnar eða sekki og kassa fulla af dufti og laufum í alls konar fallegum litum. Kanill, túrmerik, paprika, kummin, kóríander, kardimommur, múskat, engifer, pipar, anís, saffran, sesamfræ, chili, minta, steinselja, lárviðarlauf – og alls konar krydd- blöndur. Litadýrðin var ótrúleg og loftið þrungið unaðs- Þ að eru rétt innan við tvö ár síðan ég var á rölti um medínuna í Marrakesh með barnabarninu; við byrjuðum á Djemaa el Fna, þeim ótrúlega hrærigraut af hljóðum og litum og lykt og mannlífi, töframönnum, akróbötum, loddurum, slöngutemjurum, magadönsurum og sölumönnum af öllu hugsanlegu tagi, og fórum inn í souk-inn, mark- aðinn sem er hreinasta völundarhús og maður getur eig- inlega ekki hætt á að stoppa eitt andartak því þá er búið að selja manni eitthvað sem aldrei stóð til að kaupa – og sama þótt maður hafi aldrei sagt annað en nei. Við bár- um það auðvitað rækilega með okkur að vera túristar, næpuhvít miðaldra kona og rauðhærð unglingsstúlka. Og tilboðin voru ekki bara á einn veg, rauða hárið vakti mikla hrifningu. Ég sá í blaði um daginn að ferðafélaga Matur Fyrst er hér einföld og afar fljótleg súpa. Grænmetið er úr dós eða frysti, nema sell- eríið, en þeir sem kunna alls ekki að meta sellerí geta bara sleppt því. Marokkósk grænmetissúpa 1 msk ólífuolía 1 laukur, saxaður 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt 2-3 sellerístönglar, saxaðir 2 tsk kummin (cumin) chili-pipar á hnífsoddi nýmalaður pipar salt 1 dós (400 g) saxaðir tómatar 500 ml vatn 2 tsk grænmetiskraftur 1 dós kjúklingabaunir, hellt í sigti og skolaðar 75 g strengjabaunir (frosnar) safi úr 1 sítrónu e.t.v. kóríanderlauf, steinselja eða minta Olían hituð í potti og laukur, hvítlaukur og sellerí látið krauma í nokkrar mínútur við meðalhita án þess að brúnast. Þá er kryddinu hrært saman við og síðan tómötum, vatni, grænmetiskrafti, kjúklingabaunum, strengjabaunum og sítrónusafa. Hitað að suðu og látið malla í um 8 mínútur. Bragðbætt með pipar, salti og sítrónusafa eftir smekk. Kryddjurtum e.t.v. stráð yfir súpuna áður en hún er borin fram. Litrík marokkósk grænmetissúpa með tvenns konar baunum. Sítruskryddaður lax. Þeir sem vilja sterkan mat geta notað meira chili í kryddlöginn. Ég er ekki vel að mér í marokkóskum fiskifræðum og veit ekki hvaða fiska innfæddir myndu helst nota. En lax hentar ágætlega. Silungur líka en hann þarf styttri tíma. Og það er ekki verra að kveikja á grillinu í ofninum seinustu mínúturnar. Sítruskryddaður lax 7-800 g laxaflak (eða annar fiskur) pipar salt 3 msk ólífuolía 1 sítróna 1 appelsína 1 hvítlauksgeiri, pressaður 3 vorlaukar, þunnt sneiddir ½ tsk þunnt hunang 1 tsk paprikuduft ½ tsk kóríander (duft) ¼ tsk chili-pipar (eða eftir smekk) Laxinn skorinn í sneiðar og kryddaður með pipar og salti. Bökunarplata eða eldfast mót penslað með 1 msk af olíunni og laxinn lagður þar á með roðið niður. Börkurinn rifinn af sítrónunni og hálfri appelsínunni og settur í skál. Hvítlauk, vorlauk, hunangi, kryddi og 1 msk af sítrónusafa og 1 msk af appelsínusafa blandað vel saman við. Blöndunni skipt jafnt á fiskbitana og látið standa í hálf- tíma (eða lengur í kæli). Ofninn hitaður í 200°C og fiskurinn bakaður á næstefstu rim í 8-12 mín- útur, eða þar til laxinn er rétt eldaður í gegn. Borinn fram t.d. með kúskús, hrísgrjónum eða salati.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.