SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Side 53

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Side 53
28. mars 2010 53 sló hann niður, hand- járnaði og sparkaði í hann. Í framhaldinu var honum haldið föngnum fram á nótt og síðan skil- að jakkalausum, bíllaus- um og farangurslausum yfir til Kanada um miðja nótt um miðjan vetur (tölva hans var gerð upp- tæk og einnig minn- isblokk sem hann var með sér fyrir sögu- hugmyndir). Watts var kærður fyrir líkamsárás, sak- aður um að hafa reynt að kyrkja landa- mæravörð. Þegar myndbandsupptökur voru lagðar fram í rétti féll ákæruvaldið frá Kanadíski vísindaskáldsagnahöfundurinn Peter Watts skrifar gjarnan bækur sem ger- ast í heimi þar sem lögreglubúningur er ávísun á ótakmörkuð völd, þar sem toll- verðir, landamæraverðir og lögregla hafa skotleyfi á almenning og ekki er hægt að kæra yfirvöld vegna þess að þau eru sann- kallað yfirvald, hafin yfir lög og reglur. Í byrjun desember sl. fékk Watts að kenna á slíku yfirvaldi, því þegar hann sneri aftur til Kanada eftir að hafa aðstoðað vin sinn við að flytja lenti hann í leit- arúrtaki á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Sagan (og vitni og hann sjálfur) segir að hann hafi stigið út úr bílnum og spurt hvað væri eiginlega í gangi þegar landamæravörður úðaði á hann piparúða, þeirri ásökun, en hélt því til streitu að Watts hefði ekki fylgt fyrirmælum landa- mæravarðar og fyrir það var hann sakfelld- ur af kviðdómi í St. Clair County, skammt norður af Detroit, enda bannað samkvæmt bandarískum lögum. Úrskurður dómara mun síðan liggja fyrir í lok apríl, en Watts getur fengið að allt að tveggja ára fangelsi fyrir a tarna og hálfa milljón í sekt. Hann hefur bloggað reglu- lega um þessar kárínur, sjá vefsetrið www.rifters.com/crawl/, en þar kemur meðal annars fram að ýmsir starfsfélagar hans hafa stutt hann með ráðum og dáð og einnig að vel á annað þúsund lesenda hans hefur sent honum fé til að standa straum af málsvörninni. Peter Watts Vísindaskáldsaga verður að veruleika Þegar yfirvöld eru sannkallað yfirvald Eymundsson1. Eve: The Burning Life - Hjalti Daníelsson 2. 8th Confession - James Patterson 3. The Return Journey - Maeve Binchy 4. The Complaints - Ian Rankin 5. Twenties Girl - Sophie Kinsella 6. 501 Must-See Destinations - Bounty Books 7. Readeŕs Digest Atlas of the World - Readeŕs Digest 8. Gone Tomorrow - Lee Child 9. The Deviĺs Punchbowl - Greg Iles 10. 61 Hours - Lee Child New York Times 1. House Rules - Jodi Picoult 2. The Help - Kathryn Stockett 3. The Silent Sea - Clive Cuss- ler & Jack Du Brul 4. Backlash - Aaron Allston 5. Abraham Lincoln: Vampire Hunter - Seth Grahame- Smith 6. Deep Shadow - Randy Wayne White 7. Angelology - Danielle Trus- soni 8. Worst Case - James Patter- son And Michael Ledwidge 9. Hell Gate - Linda Fairstein 10. Fantasy In Death - J.D. Robb Waterstone’s 1. The Girl with the Dragon Tattoo - Stieg Larsson 2. Eclipse - Stephenie Meyer 3. Twilight - Stephenie Meyer 4. Breaking Dawn - Stephenie Meyer 5. New Moon - Stephenie Meyer 6. The Girl Who Played with Fire - Stieg Larsson 7. The Lost Symbol - Dan Brown 8. Driven to Distraction - Jeremy Clarkson 9. Wolf Hall - Hilary Mantel 10. Delia’s Happy Christmas - Delia Smith Bóksölulisti J o Nesbø er gríðarlega vinsæll í heimalandi sínu, en þar hefur hann víst selt vel á aðra milljón bóka frá því fyrstu reyfari hans kom út fyrir þrettán árum eða svo. Í fyrstu bókinni birtist lögreglumaðurinn drykkfelldi Harry Hole og hann hefur verið burðarásinn í höfundaverki Nesbø, bækurnar orðnar átta og hafa náð vin- sældum víða um heim. Fyrsta Hole-bókin á íslensku var Rauðbrystingur og kom út í fyrra, en nú fyrir stuttu kom svo Nemesis, sem er sjálfstætt framhald að því leyti að að- alglíman er við tvö ný morðmál, en und- irliggjandi í bókinni er mál sem hófst fyr- ir löngu og á eflaust eftir að ljúka eftir einhvern tíma eins og því vindur fram í bókinni. Harry Hole er að mörgu leyti dæmigerð reyfaralögga; drykkfelldur og einmana og á í erfiðleikum með að byggja upp traust samband við konur þó að hann mjakist í rétta átt í bókinni. Hann er ekki heldur vandur að meðulum, er til í að sveigja reglurnar eftir því sem honum þykir henta ef hafa á uppi á óþokka eða óþokkum; finnst tilgangurinn helga meðalið. Rétt er þó að geta þess að þó að hann sé á gráu svæði fer hann ekki yfir strikið því rík réttlætiskennd heldur honum á mottunni. Nemesis hefst þar sem Harry Hole er að fást við bankarán þar sem einn gjaldker- inn er myrtur af ræningjanum, en ekki líður á löngu að hann er kominn á bólakaf í annað mál sem hann er óþægilega flæktur í, gæti jafnvel verið sekur um ill- virki sem hann man ekki eftir sökum ölvunar. Úr verður hörkukrimmi, harð- soðinn og hraður, þó að hann sé kannski fulllangur. Víst notar Nesbø almáttuga glæpamenn til að láta fléttuna ganga upp, en fléttan er hugvitssamleg og bókin hin besta skemmtun. Drykkfelld og einmana reyfaralögga BÆKUR Nemesis eftir Jo Nesbø bbbnn Uppheimar gefa út 490 bls. kilja. Árni Matthíasson Norski rithöfundurinn Jo Nesbø er gríðarvinsæll í heimalandi sínu og bækur hans um lög- regluforingjann Harry Hole hafa selst í hálfri annarri milljón eintaka þar í landi. Ég ólst upp á alþýðuheimili í Vonarstrætinu og eins og algengt var á þeim bæjum var mikill bókaáhugi á heimilinu. Við bjuggum við hliðina á Listamannaskálanum sáluga en þar voru iðulega haldnar tombólur, mynd- listarsýningar og ekki síst bókamarkaðir. Svo kynntist ég fínum fornbókasala á Lauf- ásveginum, gömlum sjóara, sem seldi ódýrar gataðar bækur á fimmkall (2 göt) og tíkall (1 gat). Líklega hef ég verið nörd, því mér fannst skemmtilegra að lesa góða bók en að eyða tímanum í fótbolta. Ég var fastagestur á Borgarbókasafninu í Þingholtsstrætinu, og bókaverðirnir þar þekktu mig með nafni. Strákabækur heilluðu mig mest og gera enn. Í mínu starfi heyri ég margar lífsreynslu- og ævisögur og það er því hvíld í því að lesa góðar spennusögur þar sem söguhetjan tekst á við vandann, nær að sigrast á aðstæðum, og kemst upp með það. Þær bækur, sem ég hef lesið nýlega og sem ég get mælt með eru: Naked Pray eftir John Sanford, Hundarna i Riga eftir Henning Mankell og No Country for Old Men eftir Cormac McCarthy. Ég reyndi að lesa bækur Stig Larssons en fannst hann langleiðinlegur. Ég hef einnig reynt að lesa ljóð en það gengur bara ekki upp nema ef vera skyldi eftir Þorstein frá Hamri og Sjón. Þeir eru töffarar. Ég er svo heppinn að hafa aðgang að gáfumanni, sem skilur bækur og sem ég hitti reglulega í fjöl- skylduboðum. Hann hefur gaukað að mér ýmsum góðum höfundum. Sumir þeirra hafa skrifað stelpubækur en ég læt mig hafa það. Nefna mætti höfunda svo sem Paul Aus- ter. Ég hef lesið nokkrar af helstu bókum hans og mér þykir hann merkilegur höf- undur. Hann er alltaf að segja sömu söguna en frá nýju sjónarhorni í hvert sinn. Nýjasta bókin hans, Invisible, er mjög athyglisverð. Einnig hef ég þrælað mér í gegnum allar bækur Kazuo Ishiguro og það er mjög ein- kennileg lesning. Fínt að lesa hann ef maður er stressaður. Einnig mætti nefna ýmsa smá- sagnahöfunda, sem ég hef verið að grípa í eins og Raymond Carver, Haruki Murakami og Alice Munro. Ég les alltaf margar bækur í einu. Það er eins og að borða risapitsu með mörgum áleggstegundum. Þær bækur, sem ég er að lesa núna eru m.a. The Road eftir Cormac McCarthy, The Poe Shadow, The Dante Club og The Last Dickens, allar eftir Matthew Pearl. LESARINN Júlíus Valsson læknir Strákabækur heill- uðu mest og gera enn Matthew Pearl fléttar saman reyfaralegri at- burðarás og bókmenntasögulegum vanga- veltum.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.