SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Síða 54

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Síða 54
54 28. mars 2010 Helgin mín mun byrja á kósíkvöldi í faðmi fjölskyld- unnar en í staðinn fyrir að horfa á sjónvarpið ætlum við að spila langskemmtilegasta tölvuleik allra tíma: Super Mario Bros í Wii-tölvunni. Laugardagar eru skemmtilega hefðbundnir en þá fara eldri börnin í myndlistarskólann á morgnana og ég skelli mér í ræktina til ofurþjálfarans Callie í Baðhúsinu á meðan. Eftir ræktina er viðeigandi að skella sér í kaffi og „með því“ hjá ömmu og afa í Kópavogi. Við amma erum báðar forfallnar prjónakonur svo ég hugsa að ég taki prjónana með í þessa heimsókn. Eftir heimsóknina er tilvalið að skella sér í sundlaug Kópavogs með ungana. Um kvöldið er árshátíð hins marg- rómaða fótboltafélags FC Tinnu sem hefur æft saman einu sinni í viku í allan vetur. Líklega verð- ur horft á einn leik og slafrað í sig hressingum. Sunnudagurinn er tilvalinn til skottúrs í sveitina og hef ég hug á því að skella mér í fjölskyldubíltúr í Hvalfjörðinn. Gott er að smokra sér í Brynjudal með mokkakönnuna og prímusinn, njóta lífsins og slaka á. Um kvöldið ætla ég að láta helgina líða úr mér yfir spennuþætt- inum Glæpnum – það besta við þáttinn er að sjálfsögðu fallegu prjónuðu peysurnar sem Lund klæðist. Helgin mín Ilmur Dögg Gísladóttir verkefnisstjóri Ræktin, Super Mario og prjónaskapur Lesbók Í leiðara í Fréttablaðinu var nýlega bent á að „sin- fónísk tónlist“ væri allt í kringum okkur. Þar á meðal í kvikmyndum. Það er rétt upp að vissu marki. Sú tegund klassískrar tónlistar sem fólk á greiðastan aðgang að er einmitt kvikmyndatónlist. Oft er sinfóníuhljómsveit notuð í kvikmyndum og margar hendingar minna á sinfóníur nítjándu aldarinnar. Gott dæmi er tónlistin eftir John Barry, sem samdi músíkina við sumar myndirnar um James Bond. Tónlist hans hef- ur á sér síðrómantískan keim í ætt við það sem Rakk- manínoff og fleiri sömdu. Ólíkt sinfónískum verkum Rakkmanínoffs er þó sjaldnast framvinda í kvikmyndatónlist. Framvindan, sem í sígildri tónlist byggist venjulega á flókinni úr- vinnslu tiltekins tónefnis (hendinga, tóntegunda, hrynjandi, o.s.frv.), felst í sjálfri atburðarás mynd- arinnar, ekki tónlistinni. Þar sem framvindan er eitt megineinkenni sígildrar tónlistar er „sinfónískt“ yf- irbragð kvikmyndatónlistar venjulega klisjan ein. Tón- listin er kannski leikin af sinfóníuhljómsveit, en hún er ekki sinfónísk/sígild/klassísk, nema rétt á yfirborðinu. Kvikmyndin hefur á vissan hátt tekið við af óperunni, en þar er tónlistin svo nátengd leikhúsinu að hún virkar sjaldnast ein og sér. Af þessum ástæðum hafa sum tón- skáld búið til hreina tónlist úr óperum sínum eða ann- arra, verk sem byggjast á stefjum úr óperum en þarfnast ekki sviðsetningar. Þar á meðal er frábær sinfónía eftir Hindemith sem hann byggði á óperunni sinni Mathis der Maler (Matthías málari). Verkið var á dagskrá Sinfón- íuhljómsveitar Íslands á tónleikum á fimmtudags- kvöldið. Í örstuttu máli fjallar óperan um togstreituna á milli þess að vera listamaður í fílabeinsturni og að vera lista- maður sem tekur fullan þátt í pólitískum hræringum samtímans. Efni óperunnar er hér aukaatriði; aðalatriðið er að sinfónían er full af óvæntum uppákomum, spenn- andi framvindu, mögnuðum kringumstæðum, litum og skáldskap. Tónlistin tengist engu nema sjálfri sér, hún er algerlega sjálfstætt verk sem þarfnast engra útskýringa. Engar klisjur þar. Hljómsveitin spilaði þessa sinfóníu einstaklega fallega undir óvanalega heillandi stjórn hinnar 28 ára gömlu Evu Ollikainen. Bendingar hennar voru skýrar en lát- lausar, og túlkunin byggð upp á sannfærandi hátt. Hún hafði líka þægilega nærveru, var ekkert að troða sér fram fyrir tónlistina eins og mörgum stjórnandanum hættir til að gera. Tónlistin fékk að ráða, og hún skilaði sér fullkomlega, a.m.k. til undirritaðs. Hin tónsmíðin á efnisskránni var nær því að vera kvikmyndatónlist. Þetta var tónlistin við ballettinn um elskendurna Dafnis og Klói eftir Ravel. Rétt eins og Hindemith bjó Ravel til hljómsveitarverk (tvær svítur) úr ballettinum, og strangt til tekið hefði SÚ tónlist átt að hljóma á tónleikunum, ekki balletttónlistin í heild. Ball- ettinn tekur um klukkutíma og er fremur langdreginn á köflum þegar maður fær ekki að sjá neitt annað en hljóðfæraleikara í svörtum fötum og risavaxinn kór. En það munaði þó um hversu flutningurinn var góður. Söngur Hamrahlíðarkóranna undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur var sérlega tær og hljómfagur. Ennfremur var strengjaleikurinn safaríkur og vandaður, málmblás- ararnir glæsilegir og tréblásturinn frábær. Vaskleg hljómsveitarstjórn Ollikainen var líka unaðsleg; hnit- miðuð, kraftmikil og lifandi. Ég vona að hún komi hing- að fljótt aftur til frekara tónleikahalds! Tónlistin fékk að ráða TÓNLIST Sinfóníutónleikar bbbbb Háskólabíó Verk eftir Hindemith og Ravel. Hamrahlíðarkórarnir sungu undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék und- ir stjórn Evu Ollikainen. Fimmtudagur 25. mars. Jónas Sen Söngur Hamrahlíðarkóranna undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur var sérlega tær og hljómfagur. Morgunblaðið/Kristinn Þ að er ekki ónýtt að eiga fyrstaklassa stórsveit og ekki verra að eiga menn sem kunna að skrifa fyrir slíka sveit. Stefán S. Stefánsson kann þann galdur og svo er Samúel Jón slyngur. Samt held ég að þrennir tónleikar Stórsveitarinnar rísi hæst af þeim alíslensku undanfarið: tónleikar Kjartans Valdimars- sonar, Hilmars Jenssonar og Agnars Más Magnússonar. Það var mikil gæfa að Agnar Már skyldi fá listamannalaun til að skrifa þessa tónlist; nefnd íslensku tónlistarverð- launanna mætti líka vita af honum. Tónleikarnir hófust á „Steik“. Notalegt verk sem brá léttum blæ á tónleikana og Eddi Lár sló frasa sem hljóm- sveitin greip á lofti og ryþminn þráspilaði síðan eins kon- ar riff undir blæstri lúðranna. „Fjólublátt ljós“ fylgdi í kjölfarið. Falleg lína sem minnti dálítið á Ellington í austrinu, nema hertoginn skrifaði nær alltaf í fjór- skiptum takti. Afrókúbanski ópusinn „Mugabe“ byrjaði á lágstemmdum saxófónblæstri Sigga Flosa, svo æstist leikurinn og endaði í miklum seið og þá fann maður hversu Tjarnarsalurinn er kaldur tónleikastaður. „Lág- stemma“ bar nafn sitt með sóma, einhverskonar bræð- ingur milli norræns ljóðs og miðevrópskra núdjassskrifa. Sóló Edda Lár var perla. „Sjúbbi dú“ var hvíld fyrir eyr- un, en saxarnir í lokin hljómuðu geggjaðir – eins og fimm bræður. „Prelúdía og fúga“ eða „Steve Reich hittir Jó- hann Sebastian Bach“ var skemmtilegt áheyrnar. Brassið mímalíserað og stakkató og svo spann Agnar yfir blás- urunum áður en fúgan brast á. Sigurður Flosason blés þarna athyglisverðan sópransaxófónsóló. „Djókur“ hófst á tenórleik Steinars Sigurðarsonar (kannski í hlutverki Seamusar Blake) og sveitin blés svo rokkað stakkató þar til Agnar hellti sér út í magnaðan svingsóló sem aðeins er á færi fínustu píanista. Lokanúmerið var „Sauðslakur“ sem tónskáldið sagðist hafa samið í Færeyjum spilandi hljóma yfir trommulúpu úr tölvu sinni – síðan skrifað stórsveitarpartana þar yfir. Þetta hljómaði frábærlega. Jói Hjörleifs lék lúpuna meistaralega og svo kom bandið og sólóinn Agnars var magnaður. Oft verða flottustu ópusarnir til á örskotsstundu. Það höfum við fyrr heyrt hjá Agnari – fyrir utan hjá Ellington og elítunni. Hér hefur verið getið um örfáa sólista og ekki má gleyma flygilhornsólóum Birkis Freys. Kannski hefði mátt vera nákvæmar blásið á einstaka stað og að sjálf- sögðu þarf maður að heyra þetta oftar til að ná kjarn- anum. En flott við fyrstu heyrn! Frá píanista til tónskálds TÓNLIST Agnar Már Magnússon og Stórsveit Reykjavíkur bbbbn Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur Einar Jónsson, Kjartan Hákonarson, Snorri Sigurðarson og Birkir Freyr Matthíasson trompeta og flygilhorn; Edward Frederiksen, Stefán Ómar Jakobsson og Bergur Þórisson básúnur; David Bo- broff bassabásúnu; Ólafur Jónsson, Steinar Sigurðarson, Sig- urður Flosason, Haukur Gröndal og Peter Thompkins saxófóna, klarinettur og flautur; Edvarð Lárusson gítar, Gunnar Hrafnsson raf- og kontrabassa, Jóhann Hjörleifsson trommur. Stjórnandi, útsetjari og höfundur tónlistarinnar, Agnar Már Magn- ússon, sem einnig lék á píanó. Miðvikudagskvöldið 24.3. 2010. Agnar Már Magnússson samdi fyrir Stórsveit Reykjavíkur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vernharður Linnet

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.