SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Page 55

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Page 55
28. mars 2010 55 Ávörp á alþjóðaleik- listardaginn 27. mars er alþjóðaleiklistardagurinn haldinn hátíðlegur um allan. Liður í þeim hátíðarhöldum er að kunnum leiklistarmanni eða -konu er falið að semja ávarp sem birt er víða um heim og í hverju landir er líka sá siður að samið er slíkt ávarp til heimabrúks, en það ávarp er síðan flutt á stóra sviði Þjóðleikhússins fyrir sýningu og í leikhúsum um allt land, auk þess sem það er flutt í útvarpi og birt í dagblöðum. Ragnheiður Skúladóttir, deild- arforseti leiklistar- og dansdeildar Listaháskóla Íslands, samdi innlenda ávarpið sem birt er hér og leikkonan Judi Dench aðþjóðlega ávarpið sem birt er þar fyrir neðan. Ávarp Ragnheiðar Skúladóttur „Er það ekki merkilegt að í samfélagi okkar, þar sem hinn svokallaði hvunndagur glottir við manni að morgni og æpir: „Icesave“! eða: „Eldgos“! … já, er það ekki merkilegt að í okkar daglega amstri; þéttriðnu neti upplýsinga, álita- mála, greinargerða, fésbók- arfærslna, tölvuskeyta og smá- skilaboða … skuli leynast leiksvið? Er það ekki undarlegt að við, sem reynum eftir fremsta megni að halda okkur í sömu vídd og okkur var úthlutað við fæðingu, skulum sammælast um að kóróna raunveruleikann með leikhúsum, sem eru til þess eins gerð að hýsa skáldlega úttekt á þeim flóknu og oft tröllvöxnu sendingum sem tíminn þeytir í átt til okkar hvort heldur sem er í vöku eða í draumi? Eða hvað? Við tölum um leiklist og eigum með því við athafnirnar sem áhorfendur verða vitni að í leik- húsi. Þó á leiklistin sér ekki aðrar forsendur en skynjun og túlkun áhorfandans á hreyfingum og orðum þeirra sem standa á sviðinu í hvert sinn. Vegna þess að leiklistin er í raun átak áhorfenda og leikenda. Kjarni hennar felst í samkomulagi beggja aðila um að gera tilraun til þess að skapa sameig- inlega reynslu, án þess að hafa nokkra tryggingu fyrir því að tilraunin takist, enda upplifun áhorf- enda af atvikum á leiksviði – sjónarhorn og afstaða – bundin persónu þeirra og lífsreynslu. En þegar tilraunin ber árangur – og það gerist vissulega stundum – þá gerast lítil kraftaverk. Það sem virtist svo órætt og óljóst breytist í allt að því áþreifanlega staðreynd. Þá skilur maður loks að ástæða þess að við höfum sammælst um að hafa sérstök leiksvið, leikhús og skapa leiklist er sú að það er í eðli okkar að vilja túlka veruleikann í kringum okkur og upp- lifun okkar af honum. Við höfum þörf fyrir að líta Ragnheiður Skúladóttir um öxl, endurmeta stöðu okkar, gagnrýna gjörðir okkar og hegðun og við þráum að setja flókna og – að því er virðist – fullkomlega óskylda hluti í sam- hengi. Til þess að skilja það sem sýnist óskiljanlegt.“ Ávarp Judi Dench „Alþjóðaleiklistardagurinn gefur okkur tækifæri til að fagna leiklist eins og hún birtist okkur í ógrynni mynda. Leiklist er uppsprettulind skemmtunar og andagiftar og gefur færi á að sameina ólíkar menningar- arfleifðir og þjóðir sem fyr- irfinnast vítt og breitt um heim- inn. En leiklist er líka meira en það því með leiklistinni gefst tækifæri til að fræða og upplýsa. Leiklist er flutt víðsvegar um heiminn og ekki alltaf í hefð- bundnum leikhúsbyggingum. Leiksýning getur birst okkur í litlu þorpi í Afríku, í skjóli fjalls í Armeníu, á agnarsmárri eyju í Kyrrahafinu. Allt sem þarf er rými og áhorfendur. Leiklist kallar fram bros á andlitum okkar, fær okkur til að tárast, en ekki síst fær hún okkur til að hugsa og bregðast við. Leiklist verður til í samvinnu. Leikararnir eru þeir sem sjást, en þeir eru undra margir sem ekki sjást og eru allir jafn mikilvægir og leikararnir. Það munar um þá og fyrir hæfileika þeirra verður leik- sýning að veruleika. Þeir eiga líka allan heiður skil- inn þegar við fögnum og gleðjumst yfir þeim sigr- um sem leiklistin vonandi skilar í höfn í dagslok. 27. mars er hinn opinberi alþjóðadagur leiklist- arinnar. Hver dagur ársins ætti skilið að vera sá dagur; dagur leiklistarinnar. Því það er á okkar ábyrgð að viðhalda stöðugt hefðinni að skemmta, að fræða og upplýsa áhorfendur okkar, þá sem öll okkar tilvist byggist á. Íslensk þýðing Viðar Eggertsson. Judi Dench Helstu leiklistarverðlaun Eng- lands, Olivier-verðlaunin, voru veitt við hátíðlega athöfn í Lundúnum í vikunni. Það vakti talsverða athygli þar í landi að besta nýja leikrit ársins var valið verkið The Mountaintop, eða Fjallstindurinn, sem frumsýnt var á krá, en flestir höfðu búist við því að leikritið Enron, sem Borgarleikhúsið hyggst setja upp hér á landi, eða Jerúsalem myndi hreppa hnossið. Höfundur Fjallstindsins, sem segir frá Martin Luther King, er Katori Hall. Það er annað leikrit hennar sem kemst á svið og það fyrsta sem sýnt er í leik- húshverfi Lundúna, West End, en það var fært af kránni, þar sem 65 manns komust fyrir, í Trafalgar Studios-leikhúsið. Hall fæddist í Memphis, en í þeirri borg beið Martin Luther King sitt skapadægur 4. apríl 1968. Leikritið dregur nafn sitt af þekktri ræðu hans og gerist þar sem hann situr í hótelher- bergi sínu síðasta kvöldið sem hann átti ólifað. Til stendur að setja verkið upp á Broadway í New York á næstunni. Verkinu var almennt vel tekið af gagnrýnendum og þannig gaf gagnrýnandi The Times því fjór- ar stjörnur, en skrifari Guardian var ekki eins hrifinn og Fin- ancial Times sagði að áhorf- endur fengju eflaust yfir sig af vísunum í verkinu í Obama Bandaríkjaforseta. Hall er 28 ára gömul og fyrsta blökkukonan sem hlýtur Oli- vier-verðlaunin fyrir besta nýja leikritið og fjórða konan til að hljóta þessi eftirsóttu verðlaun frá því þau voru fyrst veitt 1976. Hún ólst upp í fátækrahverfi í Memphis og fór ung að skrrfa greinar gegn óréttlæti og for- dómum. Hún ætlaði sér að verða skáldsagnahöfundur, en náði ekki tökum á forminu. Þegar einn kennara hennar hvatti hana til að skrifa frekar leikrit fann hún fjölina sína og eftir nokkrar tilraunir kom hún fyrsta leikritinu á svið fyrir þremur árum. Af Olivier-verðlaununum er það að annars frétta að Rachel Weisz var valin besta leikkonan fyrir frammistöðu sína í Spor- vagninum girnd, besti leikari var valinn Mark Rylance fyrir leik sinn í Jerúsalem, besta leik- kona í aukahlutverki Ruth Wil- son, einnig í Sporvagninum girnd, og besti leikari í auka- hlutverki var Eddie Redmayne fyrir leik sinn í leikritinu Rautt. King á fjallstindinum Bandaríska leikskáldið Katori Hall hlaut Olivier-verðlaunin. LISTASAFN ÍSLANDS ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Ævispor Útsaumsverk Guðrúnar Guðmundsdóttur Endurfundir Fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna 2 fyrir 1 af aðgangseyri sunnudaginn 28. mars Aðgangur ókeypis fyrir börn Opið alla daga nema mánudaga 11-17 www.thjodminjasafn.is – s. 530 2200 Söfnin í landinu 13. mars - 2. maí 2010 Í barnastærðum Sunnudag 28. mars kl. 14 - Örnámskeið fyrir börn og foreldra í tengslum við sýninguna. Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis í samstarfi við Listasafn Íslands ÍSLENSK MYNDLIST hundrað ár í hnotskurn Sýningarspjall sunnud. 28. mars kl. 15 Inga Jónsdóttir OPIÐ: Fim.–sun. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði ANGURVÆRÐ Í MINNI 11.3.-2.5. LISTAMANNASPJALL sunnudaginn 28. mars kl. 14 Helgi Hjaltalín Eyjólfsson myndlistarmaður spjallar við safngesti. VINNUSTAÐIR ALVÖRU KARLA 11.3.-11.4. SAFNBÚÐ Fermingar- og útskriftartilboð á listaverkabókum. OPNUNARTÍMAR UM PÁSKANA OPIÐ: 1. apríl (skírdag) og 3. apríl (laugardag) Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR • www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi. Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd. „Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta. Þjóðin og náttúran. Íslensk dýralífsmynd fyrir börn og fullorðna. Myndgerð: Páll Steingrímsson. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Ljósmyndasýningin Spegilsýnir: Bára Kristinsdóttir, Einar Falur, Jónatan Grétarsson, Katrín Elvarsdóttir, Spessi, Þórdís Erla Ágústdóttir. Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Opið virka daga 11.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn VÍKINGAHEIMAR Skipið Íslendingur og sögusýning - Söguleg skemmtun VÍKINGABRAUT 1 - REYKJANESBÆ Opið alla daga frá 11:00 til 18:00 Sími 422 2000 www.vikingaheimar.com info@vikingaheimar.com

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.