SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 16
16 19. september 2010 getur stjórnað innkaupum sínum þannig að það fái meira af þeirri tónlist sem það vill hlusta á,“ segir hún en segja má að hlustandinn vilji síður refsa tónlistar- manninum „vini sínum“ heldur en „stóra og vonda“ plötufyrirtækinu. Og þá voru þau sex Amiina hóf göngu sína sem fjögurra kvenna strengja- sveit með Maríu og Eddu Rún Ólafsdóttir, Sólrúnu Sum- arliðadóttur og Hildi Ársælsdóttur. Amiina ferðaðist í þessari mynd um heiminn, hitaði upp fyrir Sigur Rós og spilaði síðan undir hjá sveitinni. Núna hafa Magnús Trygvason Eliassen trommuleikari og raftónlistarmað- urinn Guðmundur Vignir Karlsson, sem er betur þekkur undir listamannsnafninu Kippi Kaninus, bæst við. Magnús bættist í hópinn þegar Amiina fór á tónleika- ferðalag eftir útkomu fyrstu plötunnar. „Vorið 2008 vorum við með viðhafnarútgáfu af tónleikunum okkar í Hafnarhúsinu á Listahátíð. Við útsettum fyrir strengi og blásara og fengum fullt af fólki með okkur. Þá höfðum við samband við Kippa og hann tók þátt í því. Þá urðu til ný lög frá grunni með honum og Magga,“ útskýrir María og segir að eftir þessa tónleika hafi ekki orðið aftur snú- ið. „Eftir Hafnarhúsið fannst okkur skrýtin tilhugsun að verða aftur fjórar, þetta var náttúrulegt skref. Grunn- urinn að nýju plötunni var lagður en sum lögin sem við byrjuðum að vinna þá eru á plötunni í einhverri mynd. Við erum búin að spila sex saman síðan.“ Tónlistin á nýju plötunni er eins og áður segir ekki eins viðkvæmnisleg og fyrr. „Þetta var allt mun fíngerð- ara og núna er hægt að ganga um á hælaskóm á sviðinu,“ segir hún og bætir við að stelpurnar hafi langað að fá meiri kraft í þetta. „Þegar við vorum að ferðast með Sig- ur Rós hituðum við upp fyrir þá og spiluðum síðan sem kvartett með þeim. Þá var þetta fullkomin blanda, vor- um í öllu þessu fíngerða og smágerða á undan og spil- uðum síðan með Sigur Rós og fengum þá útrás. Síðan þegar við vorum orðnar bara fjórar saman vantaði út- rásina,“ útskýrir María og segir að nú sé hljómsveitin komin í gott jafnvægi. Tónlistin var tekin upp í bútum í upptökuverinu Sundlauginni af Birgi Jóni Birgissyni. „Hún var líka mix- uð þar en platan var masteruð í New York af Greg Calby, ótrúlega mögnuðum manni. Ég hef aldrei alveg skilið þetta masteringarferli en þetta opnaði plötuna rosalega mikið,“ segir hún og líkir þessu við að platan hafi áður verið falleg mynd nema hvað fókusinn hafi ekki verið nógu skýr. „Þegar hann var búinn með plötuna var hún orðin alveg kristaltær,“ segir María en hljómsveitin hef- ur kostað miklu til svo platan hljómi eins vel og kostur er. Hljómsveitin er höfundur allra laganna í sameiningu og hefur samstarfið verið gott. „Platan þurfti líka að koma út núna til að verða ekki tappi í flöskunni. Við þurfum að halda áfram og langar til að semja nýtt efni og halda okkur lifandi.“ Af púsli og tónlistarsamböndum Misjafnt er hvernig lögin verða til. „Við köstum hug- myndunum mikið á milli okkar. Það er flókið ferli að semja frá grunni sex saman nema að það sé í því formi að leika sér, djamma saman. Hugmynd verður ekki til hjá sex manns í einu. Það er alltaf eitthvað, stemning, frasi, hljómagangur sem verður til að koma ferlinu af stað. Við forðumst að vera með rökpartinn af heilanum í gangi og leyfum hlutunum að koma,“ segir hún en auðvitað verður ákveðin verkaskipting líka til vegna hljóð- færaskipanarinnar. Hún blæs á allar staðalhugmyndir að tónleikaferðalög með karlmönnum einkennist af skítugum sokkum og sóðaskap. „Þeir eru mikil snyrtimenni!“ Stór hluti sveitarinnar er líka fjölskyldufólk en alls eiga meðlimir fjögur börn. Einnig eru fjórir af sex í skóla þannig að það þarf að huga að mörgu til að koma tón- leikaferðalögum og æfingum saman. „Þetta er gífurlegt púsl,“ segir hún en þarna er komin skýring á titlinum Puzzle en ennfremur heitir eitt lagið „Púsl“. „Öll skipulagsvinna er rosalega erfið. Þetta var svo einfalt fyrir tíu árum, hægt að vinna á nóttunni en það er liðin tíð. Við þurfum að púsla þessu saman. Þetta kemur samt niður á því að við getum ekki ferðast eins mikið með plötuna og við hefðum viljað.“ María segir að þau hafi samt ákveðinn „afslátt“ í skipulagningunni en Sólrún og Magnús eru par. Sjálf á María tæplega tveggja ára dóttur, Móeyju, með Kjartani Sveinssyni tónlistarmanni í Sigur Rós og hafa þau hreiðrað um sig í gamla Vesturbænum í Reykjavík í gömlu húsi frá árinu 1902. „Þetta er algjör drauma- staður. Á ferðalögum er mikið rótleysi og ekki stoppað nema einn dag í einu á hverjum stað,“ segir hún og er því mikilvægt að hafa góðan stað til að snúa heim á. „Það er það besta í heimi að koma heim.“ Fleiri tónlist- arpör eru í sveitinni en eiginmaður Hildar, Örn Ingi Ágústsson, er í hljómsveitinni Seabear og eiga þau tíu mánaða soninn Ágúst. Vilja verða sýnilegri á Íslandi Amiina vonast til að með nýju plötunni geti hún orðið sýnilegri hljómsveit á Íslandi. „Okkur langar til að spila meira hérlendis og erum spennt fyrir því að þessi plata geri farið í almennari hlustun. Okkur finnst ofsalega gaman að spila á tónleikum, það er allt annað en að vera í hljóðveri og vera að púsla hlutunum saman,“ segir hún en þarna dúkkar þemaorðið púsl aftur upp. Amiina spilar á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves fimmtudaginn 14. október. „Við spilum á sama kvöldi og þrjár erlendar hljómsveitir en ein af þeim er danska hljómsveitin Efterklang. „Strákarnir í Efterklang voru vinir Hildar og Eddu á meðan þær bjuggu í Danmörku. Þeir eru eiginlega valdir að því að við settumst niður að gera tónlist. Það kom fyrirspurn til þeirra um að bóka Amiinu á danska tónlistarhátíð. Þá höfðum við ekki samið neina tónlist sjálfar heldur bara spilað undir hjá öðrum hljómsveitum. Okkur langaði alltaf til þess að gera tónlist en það hafði ekkert orðið úr því. Okkur tókst þarna á einhvern undraverðan hátt að setja saman 40 mínútna prógramm á tíu dögum. Þeir spiluðu á eftir okkur á þessari dönsku hátíð og gera það líka núna sex árum síðar,“ segir María og setur síðasta púslið á sinn stað. Amiina púslar: „Öll skipulagsvinna er rosalega erfið. Þetta var svo einfalt fyrir tíu árum, hægt að vinna á nóttunni en það er liðin tíð. Við þurfum að púsla þessu saman,“ segir María. Morgunblaðið/Ernir ’ Við köstum hugmyndunum mikið á milli okkar. Hugmynd verður ekki til hjá sex manns í einu. Það er alltaf eitthvað, stemning, frasi, hljómagangur, sem verður til að koma ferlinu af stað. Við forðumst að vera með rökpartinn af heilanum í gangi og leyfum hlutunum að koma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.