SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 11
Tókýó | Kommúnistastjórn Norð- ur-Kóreu er samkvæmt flestum fregnum við það að láta völdin í landinu ganga í erfðir öðru sinni, að þessu sinni frá Kim Jong-il, sem hefur stjórnað frá 1994, til yngsta sonar hans, Kim Jong- eun. Allsherjarþing Verka- mannaflokks Norður-Kóreu, sem nú er haldið í fyrsta skipti í 44 ár, er skýrasta merkið til þessa um að Kim, hinn „ástsæli leiðtogi“, sem er fárveikur, ætli að láta ganga krúnuna í hinu ein- angraða konungsríki, sem faðir hans, Kim Il-sung, stofnaði. Ein ástæðan fyrir því að völdin ganga að erfðum er að Kim Il- sung bjó til norður-kóreska hugmyndafræði, juche, þar sem kommúnisma og einræði er hrært saman við stóran skammt af gildum Konfúsíusar. Konfús- íus hóf til virðingar upphafið samband föður og sonar og sagði fyrirmynd allra mannlegra sam- skipta, þar á meðal yfirvaldsins og undirsátanna. Rétt eins og konfúsíanismi boðar að skilyrð- islaus skylda sonarins skuli vera að virða föður sinn, skal þegninn virða leiðtogann. Þess utan hefur Kim Jong-il líkt og faðir hans markvisst skip- að fjölskyldumeðlimi í valda- stöður. Fyrir tæpu ári var farið að leiða líkur að því að Kim Jong- eun, þriðji sonur Kims Jong-ils, og Ko Young-hee, eiginkona hans heitin, tæki við af föður sínum. Norður-kóreskir áróð- ursmeistarar kalla Kim Jong-eun hinn „unga hershöfðingja“, en annað mál er hvort hann muni beita sama einræðisvaldinu og faðir hans. Hann er ekki aðeins ungur og óreyndur, heldur gæti Kim Kyong-hui, föðursystir hans og eiginkona Changs Song- taeks, næstæðsta mannsins í valdakerfi Norður-Kóreu, spyrnt við fótum frekar en að missa tökin á valdataumunum. Þótt hún sjáist sjaldan eða heyrist hefur Kim Kyong-hui, dóttir Kims Il-sungs og Kim Jong-suk, fyrstu konu hans, sem fæddist 30. maí 1946, gegnt ýmsum lykilstöðum í Verka- mannaflokknum, þar á meðal verið aðstoðaryfirmaður al- þjóðadeildarinnar og stjórnandi léttiðnaðardeildarinnar. Hún varð félagi í miðstjórninni, sem hefur öll völd í landinu, árið 1988 og hefur haldið þeirri stöðu til þessa dags. Móðir Kim Kyong-hui lést þegar hún var fjögurra ára. Eftir að faðir hennar, Kim Il-sung, kvæntist aftur var hún alin upp á ýmsum stöðum fjarri fjölskyld- unni. Sagt er að hún hafi orðið bitur og ofsafengin við að fylgjast með sambandi föður síns og stjúpmóður og væntumþykju þeirra í garð hálfbræðra sinna. Haft hefur verið eftir Kim Jong- il: „Þegar systir mín verður of- beldisfull getur enginn stöðvað hana. Ekki einu sinni ég.“ Þegar Kim Jong-il byrjaði að búa með annarri konu sinni reyndi Kim Kyong-hui að efna til vandræða, knúin af tilfinn- ingu öfundar. Eftir að hún giftist Chang Song-taek fór hún að lifa nautnalífi að kalla má, en fylgdist grannt með allri hegðun manns síns og missti sig af bræði og öf- und við minnstu merki um óhollustu. Kim Jong-il hefur lýst systur sinni sem eina „skyldmenni mínu, sem móðir mín bað mig að annast til æviloka“. Sagt er að móðir þeirra, Kim Jong-suk, hafi dáið vegna blæðinga þegar hún fæddi fyrir tímann. Andlátið hefur verið rakið til áhyggja hennar af ástarsambandi Kim Il- sungs við Kim Song-ae. Sagt er að Kim Il-sung hafi hraðað sér á sjúkrahúsið, en dyrnar að stofu hennar hafi verið læstar. Þegar hún dó voru aðeins læknirinn hennar og Kim Jong-il við- staddir. En Chan Giryok, sem var helsti læknir Kim Jong-suk og starfar nú við Nagoya-háskóla í Japan, segir öðru vísi frá. Að sögn Chans var Kim Jong-suk á heimili Kims Il-sungs skammt frá sovéska sendiráðinu og voru þau í há- vaðarifrildi. Sá læknirinn álengdar að Kim Il-sung hélt á skammbyssu. Chan er skurð- læknir en ekki fæðingarlæknir og hann dró í efaskynsemi þess að kalla sig til í því skyni að stöðva of miklar blæðingar vegna fæð- ingar fyrir tímann. Hann telur að hann hafi verið til kvaddur til að stöðva blæðingar af öðrum sök- um. Kim Jong-il, sem vitað er að var bundinn líffræðilegri móður sinni sterkum böndum, getur ekki annað en hafa orðið fyrir sálrænum áhrifum af að sjá móð- ur sína myrta. Upp frá dauða móður sinnar hafði hann systur sína ávallt nærri sér. Reyndar er það svo að í landi þar sem traust er fágætt er Kim Kyong-hui eina skyldmennið, sem Kim Jong-il hefur nokkru sinni fyllilega treyst. Þess utan deila þau sömu blóðböndum við hinn mikla leiðtoga eða Suryong, tengjast Kim Jong-suk í kven- legg og styðja alfarið að völdin gangi í erfðir. Þegar Kim Jong-il tók til máls fyrir miðstjórninni eftir að Kim Il-sung dó sagði hann: „Kim Kyong-hui er ég, orð Kim Kyong-hui eru mín orð og skip- anir Kim Kyong-hui eru mínar skipanir.“ Það er talið renna stoðum undir tilgátuna að Kim Kyong- hui ætli að ná valdataumunum þegar bróðir hennar deyr að orð- rómur er á kreiki um að hún hafi sett á svið bílslys í júní þar sem Ri Je-gang, háttsettur embætt- ismaður í flokknum og að því talið er verndari Kims Jong- euns, lét lífið. Sagt er að Kim Jong-eun hafi reynt að bola Kim Kyong-hui og hennar nánust bandamönnum frá völdum. Hvort sem það er satt eða ekki gefur slíkur orðrómur til kynna hver áhrif hennar eru. Þeim fer fjölgandi sem telja að Kim Jong-il gæti þá og þegar út- nefnt Kim Kyong-hui sem verndara þriðju arftakakynslóð- arinnar eftir sinn dag. En Kim Kyong-hui gæti haft annað í huga, til dæmis að verða sjálf arftaki Kims Jong-ils. Ógnin af Norður-Kóreu hefur ávallt verið sú að landið gæti hrint af stað nýju stríði, hvort sem það væri fyrir misskilning eða með ráði gert. En jafnvel þótt í ljós komi að „ungi hershöfðing- inn“ eða frænka hans séu ekki haldin stórnmennskubrjálæði munu yfirvofandi valdaskipti marka nýja tíma óvissu, sér- staklega í ljósi efnahagsþreng- inga Norður-Kóreu. Hvort sem Kim Jong-eun eða Kim Kyong-hui hyggjast þráast við í örvæntingu og einangrun eða innleiða umbætur í efna- hgsmálum skortir þau teng- inguna við byltinguna og vald til að stjórna. Því gæti stjórnin hrunið þegar Kim Jong-il hverf- ur frá og pólitískur óstöðugleiki og efnahagsleg örbirgð mætast. Lee Myung-bak, forseti Suð- ur-Kóreu, hefur gert rétt með því að byrja að búa sig undir þessar breytingar með því að leggja til sérstakan „sameining- arskatt“ til að hjálpa til við að greiða kostnaðinn af því að veldi ættboga Kims Il-sungs liðist í sundur. Japan og önnur ríki Asíu ættu einnig að búa sig undir þann dag. Lafði Makbeð frá Pyongyang Leiðtoginn Kim Jong-il í góðra vina hópi. AP Yuriko Koike Höfundur er fyrrverandi varn- armálaráðherra Japans og þjóðarör- yggisráðgjafi og er nú formaður fram- kvæmdastjórnar Frjálslynda lýðræðisflokksins, LDP. ©Project Syndicate, 2010. www.project-syndicate.org. 19. september 2010 11 FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4000 Landsbankinn kynnir röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið þeirra er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin. E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 5 2 5 N B I h f . ( L a n d s b a n k in n ) , k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . Næstu námskeið 23. september kl. 20 Útibúið í Grafarholti, Vínlandsleið 30. september kl. 20 Útibúið í Keflavík, Hafnargötu 57 7. október kl. 20 Félagsmiðstöðin Hlymsdalir Miðvangi 6, Egilsstöðum 14. október kl. 20 Útibúið á Laugavegi 77 21. október kl. 20 Útibúið á Akranesi, Þjóðbraut 1 Skráning og nánari upplýsingar á landsbankinn.is og í síma 410 4000. Á næstu fjármálakvöldum verður farið yfir helstu breytingar sem gerðar voru á réttindum og greiðslum lífeyrisþega frá Tryggingastofnun ríkisins á árinu 2009. Starfsfólk Tryggingastofnunar kynnir breytingarnar og svarar fyrirspurnum ásamt sérfræðingum bankans. Allir velkomnir. Námskeið um réttindi lífeyrisþega landsbankinn.is/fjarhagur Blogg og hljóðpistlar um fjármál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.