SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 53
19. september 2010 53
E
in frægasta uppákoma í bókmenntasögu
Bandaríkjanna síðustu áratugi er deila
Jonathans Franzens og Oprah Winfrey,
eða svo má í það minnsta álykta af því
hve miklu púðri hefur verið eytt í umfjöllun um
það er Franzen fór háðulegum orðum um þær
bækur sem Oprah valdi í bókaklúbb sinn: sagði að
bækurnar sem hún veldi væru einnar víddar til-
finningaklám.
Þessi orð Franzens vöktu þess meiri athygli í
ljósi þess að Oprah hafði valið bók Franzens, The
Corrections, sem aðalbókina í bókaklúbbi sínum
og gert hana að metsölubók fyrir vikið.
Ekki bætti svo úr skák þegar Franzen lét þau orð
falla í viðtali við víðlesið tímarit að hann óttaðist
að karlar myndu ekki lesa bókina hans fyrst Op-
rah hefði gefið henni gæðastimpil. Oprah tók
þessum hnífilyrðunum að vonum þunglega, svo
illa reyndar að hún dró til baka boð til Franzens
um að að vera gestur í sjónvarpsþættinum. Gilti
einu þó Franzen hefði dregið land, sagt að orð sín
hefðu verið slitin úr samhengi og að hann væri
Oprah þakklátur fyrir hjálp við kynningu bók-
arinnar: „Ég sagði sitthvað sem særði Oprah Win-
frey og áttaði mig ekki á því fyrr en um seinan.
Mér þykir það leitt vegna þess að ég vil alls ekki
særa fólk og síst af öllu þá manneskju sem hefur
gert bandarískum bókmenntum gagn og aukið
bóklestur.“
Krytur þeirra Jonathans Franzens og Oprah
Winfrey áttu sér stað fyrir níu árum, en öll þessi
saga var rifjuð upp í vikunni þegar spurðist að Op-
rah hefði valið nýja skáldsögu Franzens, Freedom,
sem aðalbók í bókaklúbbnum, en listinn var
kynntur í gær.
Menn gera ráð fyrir að bókin muni seljast enn
betur en hún hefur þegar gert þegar búið verður
að setja á hana merkimiða bókaklúbbs Oprah, en
hún er þegar í efsta sæti allra helstu bóksölulista
vestanhafs og bóksalar kvarta yfir því að útgef-
andinn hafi ekki við að skaffa þeim eintök.
Ýmsir hafa gert því skóna að leynilegir samn-
ingafundir útgefanda Franzens og útsendara Op-
rah hafi orðið til þess að þau náðu saman að nýju,
en enginn þeirra sem koma að bókinni, hvorki
þeir sem gefa hana út né starfsmenn sjónvarps-
þáttar Oprah, hafa viljað láta hafa nokkuð eftir
sér. Það að Oprah skuli velja Freedom er þó í góðu
samræmi við vinsældir hennar, umsagnir og um-
tal, enda hefur ekki verið fjallað eins mikið um
neina bók vestanhafs á undanförnum árum.
Sögulegar sættir?
Rithöfundurinn Jonathan Franzen er umdeildur um
þessar mundir og lofaður að sama skapi.
Too Many Murders - Colleen McCullough
bmnnn
Þetta er nokkuð skondinn reyfari hvað tíma-
setningu varðar því hann gerist á sjöunda ára-
tugnum í háskólabæ í Connecticut. þessi tíma-
setning er þó ekki nýtt af neinu viti, fléttan og
(fjölda)morðin alveg eins og klippt útúr nútíma-
trylli og virkar hjákátleg. þegar fléttar raknar
upp að lokum er lausnin svo kjánaleg að maður
nánast fyrirverður sig fyrir að hafa verið að lesa
aðra eins dellu. Aðalpersónurnar þó viðkunn-
anlegar nema kannski vondi flugumaðurinn .
The Serialist - David Gordon bbmnn
Þessi bók hefst þar sem leigupenna er falið að
skrifa ævisögu fjöldamorðingja þar sem hann
hyggst segja allt af létta og ljósta meðal annars
upp hvar líkin eru grafin. Leigupenninn tekur
verið að sér nánast nauðugur viljugur og ekki
batnar hlutskipti hans þegar hann leiðist út í að
skrifa blautlegar sögur af konum sem eiga vilja
mök við morðingjann. Þegar þær eru svo myrtar
á hrottalegan hátt kárnar gamanið enn og varla
nema von þó grunsemdir lögreglu beinist að
leigupennanum. Fjörlega skrifuð og forvitnileg þó endirinn sé
álappalegur og löngu ljóst hver illi morðinginn er. Líka fullmikið af
blóði og kynferðislegri brenglun.
Body Work - Sara Paretsky bbbnn
Sara Paretsky skrifar bækur með spæjaranum
V.I. Warshawski í aðalhlutverki, en þetta er
fjórtánda bókin í röðinni. Þó Warshawski eldist
með bókunum breytist hún lítið og því er hægt
að grípa niður í röðinni að segja hvar sem er. Þær
eru allar lipurlega skrifaðar og kímni og blóðugu
ofbeldi blandað smekklega saman. Með tím-
anum verða flétturnar þó fáránlegri og sú í Body
Work er klúður frá a til ö. Fín afþreying þó og
Warshawski er með skemmtilegri spæjurum
reyfarabókmenntanna.
arnim@mbl.is
Erlendar bækur
Ég les mest í rúminu, en tek svo góðar tarnir í
sumarfríum og þá les ég bara hvar sem er, helst í
sundlaugunum. Mér finnst til dæmis mjög gott að
lesa í heita pottinum á meðan dóttir mín og vin-
konur hennar eru að busla í sundlauginni.
Í sumar ákvað ég að þræla mér í gegnum Töfra-
fjallið eftir Thomas Mann, múrstein sem hefur
beðið uppi í hillu í mörg ár. Hún er ekkert léttmeti
og merkilegt við hana er að hún er dáldið upp-
skrúfuð með endalausum endurtekningum um
heilsubótargöngur og málsverði Hans Castorp
hins unga á heilsuhælinu. Ég hef oft verið við það
að gefast upp en þá tekið mér hvíldir og upp á á
síðkastið hef ég þá tekið upp eitthvað sem er allt
önnur deild og þá skemmtileg tilbreyting.
Umdanfarið hef ég þannig lesið Charles Bu-
kowski, Post Office og Factotum þar sem hann er
að lýsa lýsa sjálfum sér með endalausum lýsingum
á fylliríum og kvennafari og harðræði hjá banda-
ríska póstinum sem fær mann til að fyllast ör-
væntingu og langar bara að fara beint í bæint og
beint á fyllirí!
Svo er ég með á náttborðinu smásagnasafn Ray-
monds Carvers og fínt að taka eina og eina sögu
eftir hann inn á milli. Það passar vel að lesa eina
sögu fyrir svefninn; Carver er frábær og má lesa
hann mörgum sinnum, enda snúast sögurnar um
andrúmsloftið og það sem ekki er sagt í sögunum.
Ég er ekki búinn með Töfrafjallið enn, á svona
þriðjung eftir. Það er mjög smátt letur í bókinni og
hún mjög þung og þegar það voru búnar að vera
sérstaklega margar lýsingar á málsverðum varð ég
að taka smápásu, en það skýtna er að ég get ekki
hugsað mér að gefast upp, það er eitthvað sem
drífur mann áfram og bókin er vel skrifuð þó að
hún sé tyrfin. Ég veit náttúrlega af meistaraverks-
stimplinum og bíð spenntur eftir því akkúrat þeg-
ar hún opnast fyrir mér. Það er sjálfsagt eitt af því
sem heldur manni gangandi, en hún á eftir að
endast fram á haust og kannski lengur.
Lesarinn Magnús Björnsson tannlæknir
Endalausar heilsubót-
argöngur og málsverðir
Þýski rithöfundurinn Thomas Mann skrifaði múrstein
sem hann kallaði Töfrafjallið, Der Zauberberg.
30. ágúst til
12. september
1. Borða, biðja,
elska - Eliza-
beth Gilbert /
Salka
2. Gagnfræðak-
ver handa Há-
skólanemum -
Friðrik H. Jónsson og Sig-
urður J. Grétarsson / Há-
skólaútgáfan
3. Barnið í ferðatöskunni - Lene
Kaaberbøl / Mál og menning
4. Vitavörðurinn - Camilla Läck-
berg / Undirheimar
5. Hetjuhandbók Latabæjar -
Magnús Scheving / Sögur út-
gáfa
6. Þú getur - Jóhann Ingi Gunn-
arsson / Hagkaup
7. Eyjafjallajökull - Ari Trausti
Guðmundsson & Ragnar Th.
Sigurðsson / Uppheimar
8. Ranghugmyndin um Guð -
Richard Dawkins / Orms-
tunga
9. Orðgnótt. Orðalisti í almennri
sálfræði - Guðmundur B. Arn-
kelsson / Háskólaútgáfan
10. Matsveppir í náttúru Íslands
- Ása Margrét Ásgrímsdóttir /
Forlagið
Frá áramótum
1. Rannsókn-
arskýrsla Al-
þingis - Rann-
sóknarnefnd
Alþingis / Al-
þingi
2. Póst-
kortamorðin - Liza Marklund/
James Patterson / JPV út-
gáfa
3. Góða nótt yndið mitt - Do-
rothy Koomson / JPV útgáfa
4. Hafmeyjan - Camilla Läck-
berg / Undirheimar
5. Loftkastalinn sem hrundi -
Stieg Larsson / Bjartur
6. Makalaus - Þorbjörg Mar-
inósdóttir / JPV útgáfa
7. Eyjafjallajökull - Ari Trausti
Guðmundsson & Ragnar Th.
Sigurðsson / Uppheimar
8. Vitavörðurinn - Camilla Lac-
berg / Undirheimar
9. 25 gönguleiðir á höfuðborg-
arsvæðinu - Reynir Ingibjarts-
son / Salka forlag
10. Nemesis - Jo Nesbø / Upp-
heimar
Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar,
Bókabúðinni Eskju, Bókabúðinni Hamraborg, Bókabúðinni Iðu, Bóka-
búðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu stúdenta, Bónus, Hag-
kaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum – Eymundsson og Sam-
kaupum. Rannsóknarsetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga
fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda.
Bóksölulisti Félags bókaútgefenda