SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 54

SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 54
54 19. september 2010 M yndbandsverk listamannatvíeykisins Ólafs Ólafssonar og Libiu Castro Lobbyists sem nú er sýnt í Nýlistasafninu er mjög í anda gagnrýninnar fjölmiðlunar samtímans og í anda tónlistarmyndbanda. Myndin er klippt við döbb- lag hljómsveitarinnar Hljóma sem einnig syngur texta myndarinnar í bland við rödd þular sem talar með leik- rænum tilþrifum í anda hefðbundinna heimildamynda. Þetta gefur myndinni aukavídd og það svipmót eða höf- undareinkenni sem þekkt eru orðin í verkum Ólafar og Libíu. Myndbandið er launfyndið, reynir ekki að virðast hlutlaust frekar en aðrir heimildarþættir samtímans, og er merkilega lítið frábrugðið þeim þegar upp er staðið því það er innihald verksins sem er svo grípandi að formið sjálft lendir í nokkurs konar aukahlutverki. Eins og titillinn gefur til kynna fjallar verkið um lobbýisma í Brussel þar sem alls konar hagsmunaaðilar reyna að hafa áhrif á ákvarðanir Evrópusambandsins. Þetta geta verið launaðir menn á vegum fjölþjóðlegra matvælaframleiðenda, lyfjarisa, alþjóðlegrar hjálp- arstofnana eða samtaka hjólreiðamanna, allir eiga þeir sína fulltrúa í Brussel sem reyna að ota sínum tota. Þótt það sé óumdeilanlegt að lobbýismi sé ein leið til að koma mikilvægum upplýsingum til stjórnmálamanna þá beinast margar gagnrýnisraddir að því hve lobbýism- inn sé ólýðræðislegur, ekki síst vegna þess að fundir lobbýista með ráðamönnum fara fram fyrir luktum dyr- um. Í myndinni svara lobbýistar slíkri gagnrýni að gegnsæi ýti undir gægjuhneigð. Einnig hefur það verið gagnrýnt að sterkustu þrýstihóparnir hafi óeðlilega mikil áhrif, oft í krafti fjármagns, og endurspegli ekki vilja almennings og sumir þeirra beiti jafnvel vafasöm- um aðferðum. Sú gagnrýni marar á yfirborði mynd- arinnar og dregur fram andstyggilegu hliðina á lobbý- ismanum. Verk Ólafs og Libíu heldur athyglinni, söngurinn kemur ótrúlega vel út og boðskapurinn kemst ágætlega til skila. Aðeins á einum stað skarast söngur og þulur þannig að hægt er að ruglast. Verkið veitir áhugaverða innsýn inn í heim sem kemur okkur Íslendingum ekkert síður við en öðrum Evrópubúum. Ólafur og Libía eru að ná betri og betri tökum á þeim miðlum sem þau vinna með en samsláttur heimildamynda og myndlistar er flókið spil sem krefst hárfínna vinnubragða því hin minnstu blæbrigði eru merkingarbær á fleiri en einu sviði og geta haft afgerandi áhrif á heildarmyndina. Ólafur og Libía eru fulltrúar Íslands á næsta Fen- eyjatvíæringi og spennandi að sjá hvert framlag þeirra verður. Ýtir gegn- sæi undir gægju- hneigð? Myndlist Lobbyists bbbbn Nýlistasafnið, Skúlagötu 28 Myndbandsverk. Ólafur Ólafsson og Libia Castro. Sýningin stend- ur til 2. október. Opið alla daga frá kl 12-16 nema sunnudaga. Þóra Þórisdóttir Verkið Lobbyists heldur athyglinni, söngurinn kemur ótrúlega vel út og boðskapurinn kemst ágætlega til skila. U m þessar mundir má bregða sér á sýninguna „Með viljann að vopni“ á Kjarvalsstöðum og skynja þar andrúm „kvennaáratugarins“ svonefnda; tíma vakningar þegar konur risu upp og kröfðust mannréttinda og frelsis á við karl- kynið. Sýnd eru verk eftir 27 myndlistarmenn sem taka allar með einum eða öðrum hætti afstöðu í listsköpun sinni, ekki síst í jafnréttismálum en einnig til umdeildra málefna eða nýjunga í listinni. Sýningarsvæðin eru þrjú (umhverfisvernd/pólitískar skírskotanir/heimilið) og í fjórða horni salarins er söguleg áhersla; þar eru heim- ildamyndir sýndar í „setustofu“, m.a. um kvennafrí- daginn 1975. Þá má skoða sýnishorn af veggspjöldum, sýningarskrám, forsíðum blaða og tímarita og annarra heimilda um gróskuna sem einkenndi tímabilið. Verkin á sýningunni eru unnin með ýmsum miðlum, í samræmi við tíðarandann, og eru flest frásagn- arkennd. Þarna eru m.a. olíu- og akrílmyndir, textíl- og grafíkverk, ljósmyndir og leirmunir. Fjölföldunar- eiginleikar grafíkurinnar gerðu hana að kjörnum miðli til að „boðskapurinn“ næði til sem flestra, og textílverk eru mjög áberandi. Myndmál flestra vefnaðarverkanna hefur bernskt yfirbragð sem vísar til alþýðumenningar en auk þess felur vefnaður (og leir) í sér skírkotun til reynslu kvenna og handíðahefða, sem á þessum tíma fól jafnframt í sér uppreisn gegn listsögulegu (og karllægu) stigveldi þar sem litið var niður á slík tjáningarform. Andófið tengdist ekki aðeins femínískum áherslum, heldur mótaðist einnig almennt af uppreisnaranda, réttindabaráttu og breytingavilja í samtímanum. Í al- þjóðlegum listheimi voru eldri miðlar teknir til endur- skoðunar og nýir miðlar og tjáningarform spruttu fram, eins og hugmyndalist og gjörningar – og á sýningunni sjást dæmi um slík verk. Myndlistarkonur unnu á þessum tíma margar hverjar markvisst á grundvelli femínisma og kynferðis – sumar íslensku listkvennanna voru virkir þátttakendur í rauð- sokkahreyfingunni. Aðrar voru eins og starfsbræður þeirra í „almennri“ uppreisn gegn þjóðfélagslegum valdakerfum, mótuðum af karlmönnum – og að því leyti má tengja verk þeirra kvenfrelsissjónarmiðum. Þannig felst t.d. femínískt inntak pólitískra áróð- ursveggspjalda Rósku, fyrir frelsi og byltingu, einfald- lega í því að þar hefur sjálfstæð kona upp raust sína. Róska var farin að vinna að tilraunakenndum kvik- myndum þegar á 7. áratugnum, og sýning á þeim hefði óneitanlega sett svip á salinn. Rúrí notar íslenska kven- þjóðbúninginn á snjallan hátt til að andæfa bandarísk- um áhrifum, her- og gróðahyggju og hún tekur sér sleggju, hefðbundið karlaverkfæri, í hönd til að mölva lúxusbílinn, stöðutákn karlmannsins. Myndir frá þess- um róttæka gjörningi (1974) eru til sýnis hjá kaffistof- unni en hefðu mátt vera meira áberandi inni í sýning- arsalnum – því reiðin er afl sem án efa hefur kraumað í mörgum. Ádeila á hagnýtingu náttúrunnar, neysluvæð- ingu og niðurrif húsa eru meðal umfjöllunarefna sýn- enda. Þá gengur sýningin öðrum þræði út á að sýna áhrif nýlistarinnar á listsköpun kvenna, og þannig má sjá verk eftir Ástu Ólafsdóttur unnið undir áhrifum frá hugmyndalistinni, en tengslin við femínisma eru þar hverfandi. Sýningin dregur fram listsköpun sem er í samræmi við áhugasvið, reynslu, daglegt umhverfi og sjónarmið kvenna. Þarna má t.d. sjá viðhorf móðurinnar til stríðs- reksturs, og mótíf úr eldhúsinu eða af þvottasnúrum í myndmáli verkanna. Ungu fólki kann að koma á óvart hversu mikilli kvennakúgun er lýst í sumum verkum, m.a. þeim sem snúast um fjötra hjónabands, barneigna og heimilisþrifa, ekki síst í ljósi þess að þarna er komið langt fram á 8. áratuginn. Náttúrutengd verk eru einnig áberandi á sýningunni. Ásgerður Búadóttir „vefur sig“ inn í hið karllæga, móderníska afstraktmálverk, og skírskotar jafnframt formrænt til kvenlíkamans og náttúrunnar líkt og Rúna sem blandar saman ofnum dúk og gróðri í gjörningatengdu rýmisverki sem í senn leiðir hugann að landslagi og sköpunarkrafti konunnar. Ásu Ólafsdóttur er umhugað um arfleifðina og sveita- menninguna í myndvefnaði af torfbæjum og túnum og í ljósmyndaverkum sínum veltir Borghildur Óskarsdóttir fyrir sér hlutgervingu náttúru og kvenlíkamans. „Með viljann að vopni“ miðlar tímum breytinga og uppgjörs og er yfirbragð sýningarinnar fyrst og fremst sögulegt, sem ljær henni mikið fræðslugildi. Konur voru farnar að láta meira að sér kveða á þessum árum – en því miður reynist aðeins lítill hluti verkanna vera í opinberri eigu, sem segir sitt um stöðu kvenna og áframhaldandi baráttu sem fyrir höndum er. Sýning- arframtakið stuðlar að því að gera framlag kvenna sýni- legt og blása konum sem körlum byr í brjóst í jafnrétt- isbaráttunni. Ógöngur íslensku þjóðarinnar sýna svo ekki verður um villst að ekki veitir af að hlusta á sjón- armið kvenna. Kvennaval Myndlist Með viljann að vopni – Endurlit 1970-1980 bbbbn Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Til 7. nóvember 2010. Opið daglega kl. 10-17. Aðgangur ókeypis. Sýningarstjóri: Hrafnhildur Schram. Róska, Lifi frelsið / Viva la libertad, 1973. Anna Jóa Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.