SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 40
40 19. september 2010 Matur Fyrir 4-5 Sjóbirtingur eða villtur lax 1 appelsína 1 msk soya 2 msk ólívuolía 1 stór sæt kartafla salt og pipar 1 dolla 18% sýrður rjómi Sama magn af mæjónesi ½ búnt graslaukur 1 sítróna Blandað ferskt salat 1 bolli döðlur Lítil krukka af fetaosti 1 bolli Ab-mjólk með perum 1 pera Aðferð: Safa úr einni app- elsínu, smá appelsínukjöti, soyasósu og ólívuolíu bland- að saman og sjóbirtingurinn hreinsaður og skorinn hæfi- lega og látinn liggja í í 1 klst. Grillaður varlega, ekki of mik- ið. Kryddaður með salti og pipar. Sæta kartaflan er skoluð, skræld og skorin í sneiðar sem eru líka grillaðar og kryddaðar með salti og pipar. Graslaukssósa 1 dollu sýrðum rjóma 18% og sama magni af mæjónesi blandað saman. Saxaður graslaukurinn settur út í og safi úr sítrónunni eftir smekk. Blandað ferskt salat Það eru margar tegundir til og alltaf gott að nota rukkola- salat líka. Skrælið peruna og skerið í litla bita og setjið á salatið ásamt fetaostinum og döðlunum. Hellið síðan smávegis af Ab-mjólkinni yfir. Appelsínugrafinn grillaður Tungulækjar- sjóbirtingur – með grilluðum sætum kartöflum og grænu döðlu- og fetasalati É g byrjaði að elda svona 14 eða 15 ára gamall þegar ég fór sem messagutti út á sjó, eins og svo margir. Þá var ég á Heklunni, skemmtiferðaskipi sem sigldi um Norð- urlöndin og var bara aðstoðarkokkur í eldhúsinu. Þar voru tveir góðir kokkar sem hvöttu mig til að fara í nám,“ segir Jakob Magnússon, yfirmatreiðslu- meistari og eigandi veitingastaðarins Hornsins, um fyrstu árin í eldhúsinu. Hann fór að ráðum kokkanna tveggja og lærði á Hótel Sögu en hélt svo til Dan- merkur þar sem hann starfaði sem kokk- ur í sex ár, það var einmitt í Danaveldi sem hann kynntist ítalskri matreiðslu og hún var í fyrirrúmi á Horninu sem hann opnaði í samstarfi við félaga sinn 1979. Ítalskt/norrænt – Liggur áhuginn þá aðallega í ítalskri matargerð? „Nei, ekkert frekar, það einhvern veg- inn æxlaðist þannig. Það er margt annað sem er spennandi líka, til dæmis frönsk matargerð. En mig langaði að kynna fyrir Íslendingum þessa ítölsku matargerð; pitsur, pastarétti og þess háttar. Til að sýna þeim að þetta væri ekki bara spa- gettí.“ Hornið hefur að mestu leyti haldið ein- kennum sínum í gegnum árin en matseð- illinn hefur stækkað og húsrúmið einnig. „Fyrst var þetta bara Hornið en núna er- um við með hópsal niðri sem heitir Djúp- ið þar sem við erum stundum með músík og svo erum við með salinn Gallerí við hliðina og þar er ég með opið fyrir mat- argesti á kvöldin líka. Svo hefur matseð- illinn stækkað en það er ennþá sama áherslan í matnum og hefur verið,“ segir Jakob en bætir því við að nýleg norræn áhrif hafi vissulega sett sitt mark á eld- húsið. „Það má segja að á síðustu árum hafi orðið dálítil bylting, það er mikið talað um norræna matreiðslu og norræn Kokkurinn á Horninu Jakob Magnússon var 14 ára messagutti á Heklunni þegar hann kynntist listinni að matreiða. Hann opnaði veitingahúsið Hornið árið 1979 og segir áherslunar enn vera þær sömu en að eldhúsið hafi verið undir norrænum áhrifum síðastliðin ár. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Jakob segir erlenda ferðamenn sem staldra við á Horninu sannarlega kunna að meta sjóbirtinginn. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.