SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 38
38 19. september 2010 Þ etta byrjaði eiginlega þegar ég eignaðist plötu með klezmer-tónlist fyrir mörgum árum og hún lenti í miklu uppáhaldi hjá mér – mér fannst þetta æðisleg músík,“ segir Sigríður Ásta Árnadóttir listakona um tildrög þess að hún og hópur vina hennar hóf að leika Balkan- og klezmer-tónlist fyrir rúmu einu og hálfu ári. „Tónlistin á diskinum er meira og minna sungin á jiddísku af einhverjum skeggjuðum köll- um sem eru stöðugt að hrópa oj! og hey! Mér fannst þetta óheyrilega skemmtilegt og því skemmtilegra eftir því sem ég hlustaði meira á það.“ Í framhaldinu leiddi eitt af öðru. „Ég þekki konu sem á harmónikku og þegar hún skrapp til Kína í mánuð sníkti ég nikkuna að láni á meðan. Eftir að ég var búin að gutla á hana í svolítinn tíma hélt ég partí þar sem við Hallur vorum að fíflast og spila „Hava Nagila“ og fleira, hann á gítar og ég á harm- ónikkuna. Það var svo gaman að við ákváðum að við yrðum að gera eitthvað meira í þessu.“ Lítið varð þó um efndir fyrr en Sigríður frétti af því að Balkanhljómsveit vantaði í sýninguna Orbis Terrae, sem sett var upp á Listahátíð 2009. „Ég bauð mig fram en þegar ég var spurð hvort ég væri með hljómsveit komu vöflur á mig en ég sagði að það hlyti að mega bjarga því. Svo ég ákvað að nota þetta tækifæri til að reka á eftir þessu.“ Hún fór að líta í kringum sig. „Ég mundi þá eftir því að frændi minn er rosalega flinkur á klarínett. Ég hitti hann í fjölskylduboði og þegar ég spurði hvort hann hefði eitthvað spáð í klezmer-músík tók hann upp klarínettið og spilaði þessa fínu klezmerstrófu. Hann var þá búinn að vera í auka- tímum hjá Hauki Gröndal að læra að spila klezmer, svo ég réð hann á staðnum.“ Sigríður „sjanghæjaði“ svo hina og þessa vini sína í hljómsveitina, m.a. Jón Torfa Arason, sem spilar á trompet og gítar til skiptis. „Ég samþykkti að mæta á eina æfingu heima í stofu hjá Siggu til að prófa en þegar ég mætti var mér sagt að fyrstu tón- leikarnir væru eftir tíu daga. Ég þurfti því að hafa mig allan við því ég hafði ekki spilað neitt að gagni í tíu ár eða svo.“ Enda uppi á borði Hljómsveitinni var gefið nafnið Varsjárbandalagið en auk þeirra Sigríðar Ástu og Jóns Torfa eru í bandinu téður Hallur sem er Guðmundsson og spilar á bassa, frændinn Magnús Pálsson sem spilar á klarínett og sópransaxófón, Steingrímur Guð- mundsson á trommur og Karl Pestka, sem spilar á fiðlu. „Hann er sá eini af okkur sem er af gyð- ingaættum, en hann hafði aldrei komist í tengsl við sinn gyðinglega uppruna fyrr en hann fór að spila með okkur,“ útskýrir Sigríður. „Afi hans var pólskur gyðingur sem flúði land undan nasistum. Sjálfur er Karl Bandaríkjamaður en er búinn að vera hér á Íslandi í nokkur ár og er sprengmennt- aður í tónlist, bæði sem tónskáld, raftónlist- armaður og fiðluleikari.“ Segja má að aldursdreifingin sé óvenjulega mikil í bandinu. Sá yngsti er menntaskólapilturinn Magnús, sem er 19 ára en „á hinum endanum“ er Steingrímur sem fæddur er ’58. „Hann er gamall refur í bransanum og hefur spilað með ýmsum böndum í gegnum tíðina, byrjaði tíu ára á tromm- unum enda sonur gamla Papa Jazz (Guðmundar Steingrímssonar).“ Eins og fjölbreyttum hljómsveitum sæmir er fleira á tónleikaskrá Varsjárbandalagsins en klez- mer- og Balkantónlist. „Við erum líka með svolítið frumsamið og eins gömul íslensk lög sem við höf- um endurunnið. Við spilum t.d. alltaf Stolt siglir fleyið mitt eftir Gylfa Ægisson. Sveitin milli sanda kemur líka við sögu sem og Vegir liggja til allra átta, Ísland farsælda frón og fleira. Reyndar setjum við þessi lög í Balkanbúning þannig að þau eru ekki alveg hefðbundin í okkar flutningi,“ segja þau og játa að fyrst og fremst sé hljómsveitin að skemmta sjálfri sér. „Það er svo mikil lífsgleði í þessari tónlist og alveg ómögulegt annað en að hrífast með þó að maður sé að spila,“ segir Jón Torfi enda sé áhorf- Heimurinn sigraður með hælkrók Þegar Sigríður Ásta Árnadóttir frétti af því að Balkanhljómsveit vantaði í leiksýningu bauð hún sig fram. Skipti þá engu að hún hafði engri slíkri hljómsveit á að skipa. Hún var ráðin og úr varð klezmer- og gleðibandið Varsjárbandalagið. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Varsjárbandalagið segist fyrst og fremst vera að skemmta sjálfu sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.