SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 10
10 19. september 2010 É g held að þeir sem ekki eru vinir eða vinkonur Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns Samfylkingarinnar og for- sætisráðherra, og eru ekki heldur mægðir við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra geti unað vel við sitt hlutskipti. Fræg er setningin á ensku: „With friends like that, who needs enemies?“ Sem útleggst einhvern veginn svona á okkar ylhýra: Hver þarf á óvinum að halda, sem á svona vini? Þetta hefur ítrekað hvarflað að mér, frá því að niðurstaðan um það hvaða fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, fulltrúar Samfylkingarinnar vilja að Alþingi ákæri og dragi fyrir landsdóm. Vitanlega kemur ekkert á óvart að á þeim lista séu Geir H. Haarde fyrrverandi for- sætisráðherra og Árni M. Mat- hiesen, fyrrverandi fjár- málaráðherra. Hvenær hefur Samfylkingin stillt sig um að koma höggi á Sjálfstæðisflokk- inn, þegar færi hefur gefist? En að nafn Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, sé á list- anum en ekki Björgvins G. Sig- urðssonar hlýtur að hafa kom- ið mjög mörgum á ávart og ég held að sú undrun nái til fjöl- margra sem aldrei hafa stutt Samfylkinguna, sem raunar gengur þessa dagana undir nafninu Sundurfylkingin á meðal gárunganna. Á allra vitorði er að það var Ingibjörg Sólrún sem skóp pólitískan frama Jóhönnu; hún gerði hana að formanni Sam- fylkingarinnar og hún gerði hana að forsætisráðherra. Laun heimsins eru vanþakklæti segir einhvers staðar og í tilviki Jóhönnu í garð sinnar fyrrverandi vin- konu kemur það mjög glöggt fram. En þótt ráð Jóhönnu séu köld, þegar Ingibjörg Sólrún á í hlut, þá verður ekki að sama skapi sagt að forsætisráðherrann sé huguð kona. Hún hafði ekki kjark í sér til þess að tilkynna Ingibjörgu Sól- rúnu hver væri endanleg niðurstaða fulltrúa Samfylkingarinnar í þigmannanefndinni. Henni fannst augljóslega nóg að Ingibjörg Sólrún hlustaði á fjögurfréttirnar í RÚV á laugardaginn fyrir viku. Hvers vegna að splæsa heilu símtali á sína fyrrum nánu samstarfs- konu og vinkonu? Ég hitti fyrrverandi krataráðherra í búð um daginn. Hann hló við, þegar ég spurði hann hverju þetta sætti með hana Jóhönnu og sagði svo: „Agnes mín. Veistu ekki hvað hún Jóhanna er kaldlynd? Þegar hún gerði stöðugan uppsteyt gagnvart Jóni Baldvin í rík- isstjórn Davíðs Oddssonar (1991-1995) þá tók Davíð hana sér- staklega undir sinn verndarvæng. Og hvernig launaði hún honum skjólið?!“ spurði þessi gamli krati og glotti enn. Og ekki tekur betra við þegar hlutur Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra er skoðaður. Utanríkisráðherrann síkáti, sem var – sístyggur nú – strunsar út af miðjum fundum með fýlusvip og lemur svo frá sér hinn fúllyndasti, með biblíutilvitnunum, eins og sannkristnum mönnum sæmir. Hann á ekki sjö dagana sæla nú, enda mun pólitískt líf hans hafa skroppið saman undanfarnar tvær vikur eins og lopapeysa sem óvart lendir í suðuþvotti. Össur er, eins og alþjóð veit, svili Ingibjargar Sólrúnar en vílar engu að síður ekki fyrir sér að setja hana á sakamanabekk, á sama tíma og honum tekst með yfirgangi og ofbeldi að koma í veg fyrir að Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi bankaráðherra og hans sérstaka pólitíska „babe“ verði á ákærulista Alþingis. Nú er ekkert útséð um það hverjar verða lyktir þessa dapurlega máls á Alþingi, þegar þetta er skrifað. Sannast sagna tel ég, að þótt ráðherrarnir fyrrverandi hafi gert ýmis mistök í starfi í aðdrag- anda hrunsins og vissulega sé hægt að saka þá um vanrækslu, að útilokað sé að halda því fram að þau hafi gerst sek um glæpsamlegt athæfi og því finnst mér að í því fælist brot á almennum mann- réttindum að ákæra þau og draga fyrir landsdóm, án þess að þau hafi nokkru sinni fengið að verja sig. En allt á þetta eftir að koma í ljós, ekki satt? Köld eru þeirra ráð Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Össur Skarphéðinsson Jóhanna Sigurðardóttir ’ Hann á ekki sjö dagana sæla nú, enda mun pólitískt líf hans hafa skroppið saman und- anfarnar tvær vikur eins og lopapeysa sem óvart lendir í suðuþvotti 7:00 Vakna, róleg nótt á vaktinni, fékk að sofa. 7:15 Allir komnir á fætur, bý til nesti fyrir grunnskólanem- ann. Leikfimi, sturta, morg- unmatur, viðra hundana. 9:00 Mætt í vinnuna. Tekið er á móti aðgerðarsjúklingum dagsins til klukkan 10 en jafn- framt því koma inn af götunni önnur dýr sem eitthvað þarf að skoða. 10:00 Töflufundur. Þá skipta dýralæknarnir á spít- alanum með sér verkum og ákveða hver geri hvað. Tek að mér tannhreinsanir í dag. 10:00 -12:00 Hreinsa tennur í gömlum hundi og þrí- fættum ketti. Að því loknu fer ég á stofuna og tek inn þá sem koma í eftirlit eftir aðgerðir eða endurkomur vegna lengri með- höndlunar. Fyrst kött sem var keyrt á fyrir nokkru og lask- aðist í munni, hann er allur að hressast og farinn að nærast vel, útskrifa hann. Þá eldri tík með sýkingu í fæti, hún er miklu betri og er sömuleiðis út- skrifuð. Að lokum tík sem er með ofnæmi, hún útskrifast líklega aldrei blessunin. Vill til að mér og eigandanum er vel til vina og eftir skoðun, með- höndlun og spjall um fram- haldið ákváðum við að skreppa saman í hádegismat. 13:00 Kem úr mat og sest við tölvuna, þarf að svara tölvupósti, yfirfara svör úr blóðprufum, hringja í eigendur og ræða það allt. Fara yfir lyfja- birgðir. 14:00 Röntgenframkallarinn okkar kominn í lag og allir glaðir. Höfum beðið eftir vara- hlut síðan á fimmtudag og loks- ins hægt að mynda, nokkrir hestar bíða fyrir utan á kerrum. Eiga að fara í útflutning ef þeir standast skoðun. 14:30 - 18:00 Inn koma nokkrir gamlir félagar sem ég hef séð um í gegnum tíðina, tík með hornhimnu-sár, hundur með gigt og annar sem er með viðkvæma meltingu. Inn á milli koma hundar og kettir í reglu- bundna heimsókn, bólusetn- ingar og ormahreinsanir. Einn kött þarf að sauma eftir slags- mál og annar þarf að fá að sofna svefninum langa enda orðinn 19 ára og afar lasburða. Röntgenframkallarinn bilar aftur og enginn er glaður, hringjum aftur í viðgerð- armanninn sem kemur um- svifalaust og lagar, allt virkar og við öndum léttar. Þá er klukkan orðin hálf sjö og við búin að tæma húsið, set símsvarann á og fer heim með vaktsímann í vasanum. Á leið- inni heim hringir eigandi tíkur sem er í goti, ræðum málið og ákveðum að bíða og sjá. Næ að borða kvöldmat með fjölskyld- unni og horfa á fréttir. Nokkur símtöl á vaktinni, ekkert sem þarf að útkall í. 21:30 Kvöldganga með hundana. 22:30 Ákveð að hátta og fara uppí, síminn á náttborð- inu. Dagur í lífi Ólafar Loftsdóttur, dýralæknis á Dýraspítalanum í Víðidal Morgunblaðið/RAX Dýrin mín stór og smá Þessi mynd var tekin þegar kaffihúsið Mokka við Skóla- vörðustíg var opnað árið 1958, en á henni má sjá forláta kaffi- vél. Guðmundur Baldvinsson, „forstöðumaður kaffistofunn- ar“, eins og hann er titlaður í grein í Morgunblaðinu, stendur við vélina góðu. Kaffihúsið, sem er orðin hálfgerð stofnun í sam- félaginu, var þá sem nú skreytt myndum góðra listamanna. Úr myndasafni Kaffihúsið Mokka Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.